Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Qupperneq 16
16 Fréttir Erlent Vikublað 14.–16. október 2014
Þ
egar Henry Kissinger
flutti fyrirmæli Richards
Nixon um „stórkostlegar“
sprengjuárásir á Kambó
díu árið 1969, sagði hann:
„Allt sem flýgur á allt sem hreyfist.“
Nú, þegar Barack Obama hefur sitt
sjöunda stríð gegn heimi múslima
síðan hann veitti friðarverðlaun
um Nóbels viðtöku, fær skipulögð
móðursýki og lygar mann nánast
til að sakna banvænnar hreinskilni
Kissingers.
Sem vitni að afleiðingum
grimmdarlegra loftárása á fólk –
þar með talin höfuðlaus fórnar
lömb, líkamshlutar hangandi í
trjám og sem hráviði á ökrum –
er ég ekki undrandi á að hvort
tveggja minningin og sagan séu
hundsuð, enn og aftur. Talandi
dæmi er uppgangur og hnignun
Pols Pot og Rauðu kmeranna hans,
sem áttu margt sameiginlegt með
Íslamska ríkinu (ISIS) í Írak og Sýr
landi nú á dögum. Einnig þeir voru
vægðarlausir fylgismenn miðalda
kenninga sem spruttu upp úr litl
um söfnuði. Einnig þeir voru afurð
dómsdagsaðgerða Bandaríkja
manna, þá í Asíu.
Að sögn Pols Pot taldi hreyfing
hans „innan við 5.000 skæruliða,
illa vopnum búna, sem voru óviss
ir um hernaðarfræði, taktík, tryggð
og leiðtoga.“ Eftir að B52sprengju
vélar Nixons og Kissingers höfðu
hafist handa sem hluti af „Oper
ation Menu“ trúði djöfull Vestur
landa vart hve heppinn hann var.
Bandaríkjamenn vörpuðu jafn
gildi fimm Hiroshimasprengja á
dreifbýli í Kambódíu árin 1969–
1973. Þeir jöfnuðu við jörðu hvert
þorpið á fætur öðru og sneru aftur
til að varpa sprengjum á rústirnar
og náina. Sprengjugígarnir mynd
uðu blóðuga festi, sem sást úr lofti.
Hryllingurinn var ótrúlegur. Fyrr
verandi embættismaður Rauðu
kmeranna lýsti því hvernig eft
irlifendur „frusu og gengu um,
mállausir í þrjá eða fjóra daga.
Dauðskelft og hálftryllt var fólkið
reiðubúið til að trúa því sem því
var sagt … Það var það sem gerði
Rauðu kmerunum svo auðvelt
fyrir að fá fólkið á sitt band.“
Opinber finnsk rann
sóknarnefnd mat að mannfall í
þeirri borgarastyrjöld sem fylgdi
í kjölfarið hafi verið um 600.000
manns og lýsti sprengjuárásunum
sem „fyrsta stigi í áratugarlöngu
þjóðarmorði.“ Það sem Nixon og
Kissinger hófu kláraði Pol Pot,
sem naut góðs af aðgerðum þeirra.
Undir sprengjuregni þeirra komu
Rauðu kmerarnir á legg þokkaleg
um 200.000 manna her.
ISIS býr að svipaðri fortíð og
nútíð. Samkvæmt mælilkvörðum
flestra fræðimanna kostaði inn
rás Bush og Blairs í Írak 2003 um
700.000 mannslíf – í ríki sem átti
ekki sögu um heilagt stríð. Kúrd
ar höfðu gert samkomulag hvað
varðaði landsvæði og stjórn
mál; það var stéttar og trúarleg
ur munur á súnnímúslimum og
sjíamúslimum, en þeir lifðu í sátt
og samlyndi; blönduð hjónabönd
voru algeng. Þremur árum fyrir
innrásina keyrði ég óhræddur um
Írak þvert og endilangt. Á ferða
laginu hitti ég fyrir stolt fólk, fyrst
og fremst stolt af að vera Írakar, af
komendur siðmenningar sem virt
ist, í þeirra huga, enn til staðar.
Þetta sprengdu Bush og Blair
allt í tætlur. Nú um stundir er Írak
hreiður heilags stríðs. AlKaída –
eins og „heilagir stríðsmenn“ Pols
Pot – gripu tækifærið sem „Shock
and Awe“aðgerðin og borgara
styrjöldin sem fylgdi í kjölfar
ið veitti. „Uppreisnar“Sýrland
var jafnvel enn gjöfulla með leið
ir leyniþjónustu Bandaríkjanna
og Flóaríkja fyrir vopnaflutn
ing, skipulagningu og fjármagn
sem streymdi í gegnum Tyrk
land. Koma erlendra nýliða var
óumflýjanleg. Breskur fyrrverandi
sendiherra, Oliver Miles, skrifaði
nýlega: „Ríkisstjórn [Camerons]
virðist fylgja fordæmi Tonys Blair,
sem hundsaði ítrekaða ráðgjöf
utan ríkisráðuneytisins, MI5 og
MI6 um að stefna okkar í málefn
um MiðAusturlanda – einkum og
sér í lagi stríðin í MiðAusturlönd
um – hefði verið aðaldriffjöðrin
í nýliðun breskra múslima til að
standa að hryðjuverkum hér.“
ISIS er afsprengi manna í Wash
ington og Lundúnum sem, með
því að eyðileggja Írak sem hvort
tveggja ríki og samfélag, lögðu á
ráðin um að fremja stórkostlegan
glæp gegn mannkyni. Eins og Pol
Pot og Rauðu kmerarnir er ISIS
stökkbreyting á ógn vestrænna
ríkja sem úthlutað er af spilltri
heimsvaldasinnaðri elítu sem læt
ur sig litlu skipta afleiðingar að
gerða víðsfjarri, bæði í vegalengd
um og menningu. Saknæmi þeirra
er ekki til í samfélögum „okkar“.
Liðin eru 23 ár síðan þessi hel
för hófst í Írak, strax í kjölfar fyrsta
Flóastríðsins, þegar Bandarík
in og Bretland slógu eign sinni á
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
og lögðu refsiaðgerðir á írakska
borgara og, þótt kaldhæðnislegt
sé, styrktu völd Saddams Hussein
heima fyrir. Þetta var eins og um
sátur á miðöldum. Nánast allt sem
viðheldur nútímaríki var, í þessu
rugli, „stöðvað“ – allt frá klóri til
að hreinsa vatnsbirgðir til blýanta
fyrir skóla, varahluta í röntgen
myndavélar, algengra verkjalyfja
og lyfja gegn áður óþekktu krabba
meini sem berst með úraníum
menguðu ryki frá vígvöllunum í
suðri.
Rétt fyrir jólin 1999 setti við
skipta og iðnaðarráðuneytið
hömlur á útflutning bóluefnis sem
átti á verja íröksk börn gegn barna
veiki og gulu. Kim Howell, lækn
ir og aðstoðarutanríkisráðherra í
ríkisstjórn Blairs, útskýrði ástæð
una. „Hægt var að nota bóluefnið,“
sagði hann, „ sem gjöreyðingar
vopn.“ Breska ríkisstjórnin gat
komist upp með slíka vitleysu því
fjölmiðlar sem sendu fregnir frá
Írak – megninu stýrt af utanríkis
ráðuneytinu – skelltu skuldinni af
öllu á Saddam Hussein.
Undir uppgerðarformerkj
um „mannúðaraðstoðar“ Olía
fyrir matvæliprógrammsins
var hverjum Íraka úthlutað 100
Bandaríkjadölum til ársfram
færslu. Þessi upphæð átti að
greiða fyrir alla samfélagslega inn
viði og nauðsynlega þjónustu, svo
sem raforku og vatn. „Ímyndaðu
þér,“ sagði Hans Von Sponeck, að
stoðaraðalritari Sameinuðu þjóð
anna, við mig, "að leggja þessa
hungurlús fram gegn vatnsskorti,
og þeirri staðreynd að meirihluti
veiks fólks hefur ekki efni á með
ferð, og hinu mikla álagi sem fylgir
því að komast af frá degi til dags,
og þú sérð brot af martröðinni. Og
gerðu þér grein fyrir því, þetta er
með ráðum gert. Hingað til hef ég
ekki viljað nota orðið þjóðarmorð,
en nú verður ekki hjá því komist.“
Fullur ógeðs sagði Von Sponeck
starfi sínu sem samhæfingarstjóri
mannúðaraðstoðar í Írak lausu.
Forveri hans, Denis Halliday, álíka
háttsettur embættismaður S.þ.,
hafði einnig sagt af sér. „Ég fékk
fyrirmæli,“ sagði Halliday, „um að
koma á stefnu sem uppfyllti skil
greiningu þjóðarmorðs: úthugs
aða stefnu sem varð meira en
milljón manns, börnum og full
orðnum, að bana.
Rannsókn UNICEF, Barna
hjálpar Sameinuðu þjóðanna,
leiddi í ljós að á árunum 1991 til
1998, á hátindi viðskiptaþving
ananna, dóu 500.000 íröksk börn
undir fimm ára aldri „aukreitis“.
Bandarískur fréttamaður bar þetta
undir Madelaine Albright, fulltrúa
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum, og spurði hana: „Er
gjaldið þess virði?“ Albright svar
aði: „Við teljum gjaldið þess virði.“
Árið 2007 sagði háttsettur
breskur embættismaður sem var
ábyrgur fyrir refsiaðgerðunum,
Carne Ross, þekktur sem „Hr. Írak“,
við þingnefnd að „[bandarísk og
bresk stjórnvöld] meinuðu skipu
lega gervallri þjóðinni um það sem
þyrfti til að lifa.“ Þegar ég ræddi
við Carne Ross þremur árum síð
ar, var hann heltekinn af iðrun og
Frá Pol Pot til ISIS: „Allt sem flýgur á allt sem hreyfist“
John Pilger
Bush og Blair Samkvæmt mælikvörðum flestra fræðimanna kostaði innrás Bush og Blairs í Írak 2003 um 700.000 mannslíf – í ríki sem átti ekki sögu um heilagt stríð, segir Pilger.
„ISIS er af-
sprengi manna
í Washington og
Lundúnum
John Pilger er 75 ára rannsóknarblaðamaður Hann er einhver þekktasti rannsóknarblaðamaður heims, hefur starfað sem stríðs-
fréttaritari í Víetnam, Kambódíu, Egyptalandi, Indlandi, Bangladess og Bíafra sem var, og gert meira en fimmtíu heimildamyndir á ferli
sínum. Hann hefur áratugum saman haldið uppi harðri gagnrýni á heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og Bretlands.