Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Side 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson • Fréttastjóri: Jóhann Hauksson
Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Þorsteinn Guðnason •
Sölu- og markaðsstjóri: Helgi Þorsteinsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéttaSkot
512 70 70FR jál S t, ó Háð Dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnÚmeR
RitStjóRn
áSkRiFtaRSími
aUglýSingaR
Sandkorn
20 Umræða Vikublað 14.–16. október 2014
Barnaníðingur er ekki
bara barnaníðingur
Siglt út í óvissuna
Þráinn Farestveit segir sérstakar reglur gilda um það hvernig menn séu valdir inn á Vernd. – DV
V
ið gætum verið að sjá fyrstu
merkin um að það styttist í los-
un fjármagnshaftanna, sem
hafa haldið þjóðarskútunni
kirfilega bundinni við bryggju síðan
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn dró hana
af strandstað fyrir sex árum.
Seðlabankafólkið sem vaktar fjár-
málastöðuleika landsins vakti að
minnsta kosti vonir um það í síðustu
viku með því að segja að nú væru að
skapast sérstaklega góðar aðstæður til
afléttingar haftanna.
Sigríður Benediktsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjármálastöð-
ugleikasviðs Seðlabankans, gaf sterk-
lega til kynna þegar hún kynnti nýja
skýrslu sviðsins, að þessar aðstæður
til að losa höftin væru sennilega þær
bestu sem völ væri á því ekki væri
víst að þessi skilyrði héldust til lengri
tíma.
Nánast eins og nú væri að hrökkva
eða stökkva.
Sigðríður fór yfir efnahagsforsend-
urnar sem skapa þessi hagfelldu skil-
yrði til farsællar losun haftanna: Vext-
ir erlendis eru í sögulegu lágmarki og
vaxtamunur við Ísland er þess vegna
verulega jákvæður. Hagvöxtur er mik-
ill og verðbólgan er nálægt mark-
miðinu. Auk þess njótum við líka
viðvarandi viðskiptaafgangs og ríkis-
fjármálin eru að ná jafnvægi.
Og svo, þegar munurinn á skráðu
gengi krónunnar og aflandsgengi
hennar hefur dregist verulega saman
eins og á síðustu mánuðum, þá
minnkar óttinn við það að láta vaða.
Þá er þetta orðið þannig að það
fall krónunnar sem kæmi í kjölfarið
yrði væntanlega ekki það hátt að hún
myndi brotna og kollsigla efnahagslíf-
ið. Nú sé því hugsanlega í lagi að losa
landfestar þjóðarskútunnar og hefja
millilandasiglingar á ný. Í stað þess að
fjari undan krónunni gæti hafist nýtt
innflæði gjaldeyris.
Miklir bjartsýnismenn alltaf
hreint, erum við Íslendingar. Við vit-
um vel, og ótal dæmi sanna það, að
krónudrifna þjóðarskútan okkar er
ekkert úthafsskip. Þetta er skekta frá
annarri öld og hennar tími er liðinn.
Henni er varla treystandi milli fjarða,
hvað þá í millilandasiglingar. Sjálf-
ur sjávarútvegurinn notar ekki einu
sinni krónuna lengur.
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi for-
maður Sjálfstæðisflokksins og for-
sætisráðherra, benti á þetta í tíma-
mótaræðu um gjaldeyrismálin á
Iðnþingi í mars s.l. Þorsteinn benti á
að sjávarútvegurinn hefði vissulega
notið forréttinda í kvótaúthlutuninni
og með framsalsréttinum. Þau for-
réttindi hefði þó mátt réttlæta vegna
líffræðilegra endimarka auðlindar-
innar og auk þess sem þetta hefði
leitt til stórstígra framfara í þjóðarbú-
skapnum.
Þetta er vissulega umdeilanlegt
sjónarmið, en síður það sem Þor-
steinn sagði líka: „Útgerðin nýtur
annarra forréttinda: Hún má færa
reikninga sína í erlendri mynt, hún
hefur tekjurnar í erlendri mynt og
hún tengir laun sjómanna við er-
lenda mynt. Aðeins fáir aðrir njóta
þessarar aðstöðu og alls ekki launa-
fólk. Í þessu tilviki eru engar líffræði-
legar takmarkanir á því hversu margir
geta notið sambærilegrar aðstöðu svo
að það megi teljast hagkvæmt. Það
eru því ekki réttmætir hagsmunir út-
vegsins þegar hann þrýstir af öllu sínu
mikla afli á stjórnvöld til að koma í veg
fyrir að nýsköpunaratvinnugreinarn-
ar og launafólk fái notið þessa sama
hagræðis. Fyrir slíkri kröfu eru hvorki
siðfræðileg né hagræn rök.“
Þeirri siðferðilegu togstreitu um
nýjan gjaldmiðil með Evrópusam-
bandsaðild sem hér er bent á linn-
ir ekkert eftir að krónan losnar úr
viðjum. Hún mun bara magnast. Og
fyrsta orrustan í þeirri mögnun fer
fram á vinnumarkaði bráðlega.
Aflétting hafta er fagnaðarefni og
löngu tímabær. En án skýrrar sýnar
til stöðugra efnahagslífs innan lífvæn-
legs gjaldmiðils verður næsta sigling
okkar jafnframt leiðin að næstu koll-
steypu. Þó veðrið gerist ekki betra en
akkúrat núna til að losa höft, þá vitum
við jafn vel að lægðirnar halda áfram
að koma. n
Í sæng með Jóni Ásgeiri
Samruni fjölmiðlafyrirtækis Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar 365 og
fjarskiptafyrirtækisins Tals hefur
vakið mikla athygli.
Nú eru lífeyrissjóðir landsmanna
óbeint farnir að vinna með Jóni
Ásgeiri í gegnum Tal en þeir eru
hluthafar í fagfjárfestasjóðnum
Auði 1 sem er í stýringu hjá verð-
bréfafyrirtækinu Virðingu. Auð-
ur 1 á svo nærri allt hlutafé í fé-
laginu IP fjarskiptum sem á Tal.
Staðan er því sú að lífeyrissjóð-
irnir eru komnir í eina sæng með
Jóni Ásgeiri, þótt vissulega sé
það viðskiptasamband óbeint.
Það skyldi þó aldrei fara svo að
lífeyrissjóðir landsins endi á að
kaupa 365 af þeim Jóni Ásgeiri og
Ingibjörgu Pálmadóttur en þeim
hefur gengið erfiðlega að finna
kaupendur að fyrirtækinu. Verð-
miðinn hefur verið um átta millj-
arðar.
Kannski lífeyrissjóðirnir sjái ljós-
ið í sameinuðu félagi og borgi
uppsett verð – nóg er af pening-
um á þeim bænum.
Farsinn fullkomnaður
Það þarf eiginlega ekki vitnanna
við, en fáránleiki íslenska banka-
hrunsins opinberaðist í allri
sinni dýrð hjá einu aðalvitnanna
í málinu gegn Sigurjóni Árna-
syni, fyrrver-
andi bankastjóra
Landsbankans,
og félögum í hér-
aðsdómi núna
á mánudaginn.
Eða hvar á eig-
inlega að byrja
þegar gripið er niður í svör Björg-
ólfs Guðmundssonar, fyrrverandi
bankaráðsformanns, fyrir réttin-
um? Hann sagðist hafa haft mikla
trú á bankanum og það seinasta
sem honum datt í hug var að
hann gæti farið í þrot. „Það var
aldrei í okkar hugsun að eitthvað
svona færi að koma fyrir.“ Skýrari
staðfestingu á því að rangir menn
fengu að kaupa íslensku bankana
fáum við líklega seint. Það er eig-
inlega fullkomlega óskiljanlegt
að formaður bankaráðs Lands-
bankans skuli ekki hafa vitað bet-
ur þegar á leið 2008, þegar altalað
var í seðlabankakreðsum Vest-
urlanda að íslenska bankakerfið
væri komið í alvarleg vandræði.
Beðið eftir
umboðsmanni
Nú fer að styttast í að Tryggvi
Gunnarsson, umboðsmaður Al-
þingis, ljúki athugun sinni á sam-
skiptum innanríkisráðherra og
lögreglustjóra höfuðborgarsvæð-
isins. Einna mest eftirvænting
er sögð ríkja um það hvort um-
boðsmaður telji málsatvik þess
eðlis að eftirfarandi málsliður
12. greinar laganna um umboðs-
mann Alþingis gildi um málið:
„Ef umboðsmaður verður áskynja
stórvægilegra mistaka eða af-
brota stjórnvalds getur hann gef-
ið Alþingi eða hlutaðeigandi ráð-
herra sérstaka skýrslu um málið.“
Þingmenn bíða í ofvæni.
Ríkisstjórnin gegn Íbúðalánasjóði
E
in meginástæða fyrir and-
stöðu minni við Evrópusam-
bandið er hve miðstýrt og
kredduþrungið þetta ríkja-
samband er. Kreddan er
markaðshyggja og miðstýringin er
fólgin í því að vilja þröngva þessum
pólitíska rétttrúnaði ofan í alla. Ef
nokkur kostur er að beina félagslegri
starfsemi inn á markaðstorgið þá
skal það gert – og alls staðar!
Gamalkunn aðferðafræði
Ferlið er yfirleitt þetta: Byrjað er
á því að krefjast þess að starfsemi
sé sundrað niður í grunneiningar.
Ef einhver rekstrareining fær síð-
an samkeppni á markaði þá er strax
brugðist við. Sett er bann við því
að til komi nokkur stuðningur til
hinnar opinberu „samkeppnisein-
ingar,“ hún skal með öllu vera „sjálf-
bær.“ Þar með er hún komin und-
ir samkeppnislög og lýtur agavaldi
Samkeppnisstofnunar.
Fyrst Síminn
Dæmi er Síminn. Hann var rekinn
með góðum árangri í samkrulli við
póstinn, Póstur og Sími var sú ágæta
stofnun kölluð. Í skjóli hins arðbæra
símahluta var hægt að halda úti
pósthúsum um landið allt, sjá okk-
ur fyrir ódýrasta síma á byggðu bóli,
og viti menn, skila ríkissjóði að auki
milljörðum í hagnað á hverju ein-
asta ári!
Þannig var þetta í alvöru þar til
Evrópusambands/markaðskreddan
píndi okkur undir aldarlok (í gegn-
um EES-samninginn) til að skilja
að póst og síma, gera hvort tveggja
að hlutafélögum enda báðir hlut-
ar komnir, að öllu leyti eða að hluta
til, inn á samkeppnismarkað. Síðan
var Síminn seldur. Vandinn var sá að
einkavæddu símafyrirtæki var ekki
hægt að þröngva til að sjá fyrir sam-
bærilegri þjónustu í arðbæru þétt-
býli og í dreifðasta dreifbýli.
Hvað var þá ákveðið? Jú, dreif-
býlið skyldi vera á ábyrgð samfé-
lagsins en hinn arðbæri hluti látinn
leika lausum hala á markaði. Að
vísu hefur ríkið að hluta til reynt
að rísa undir samfélagsábyrgðinni
með skattlagningu á símafyrirtæk-
in. En grunnreglan stendur eftir sem
áður: Arðvænlegi hlutinn skal vera
á markaði, taprekstur á kostnað al-
mennings.
Nú er það Íbúðalánasjóður
Annað dæmi um Evrópusambands/
markaðskredduna er Íbúðalána-
sjóður. Bankar vita sem er að traust-
ustu veð í nokkru landi eru veð í
heimilum fólks. En ekki öllum heim-
ilum. Ekki í heimilum sem eru stað-
sett þar sem húsnæðismarkaður er
ótraustur – þ. e. í dreifðum byggðum
– eða þegar um er að ræða tekjulítil
heimili. Þetta vita bankarnir og vilja
aðgreina þetta tvennt. Á því hef-
ur Evrópusambandið að sjálfsögðu
skilning og hefur sett reglur sem
banna að veitt séu lán með ríkis-
ábyrgð til heimila sem bankarnir
telja sig örugglega geta grætt á. Ann-
að er skilgreint sem „félagsleg lán“
og gegnir þar að sjálfsögðu allt öðru
máli!
Yfirlýsingar ráðherra
húsnæðismála
Og þar erum við komin að yfirlýs-
ingum Eyglóar Harðardóttur félags-
málaráðherra í vikunni sem leið, og
vísa ég þar sérstaklega í Viðskipta-
blaðið, þar sem haft er eftir ráðherr-
anum að unnið væri að því að tryggja
að lánveitingar Íbúðalánasjóðs væru
einvörðungu til að fullnægja „félags-
legu almannahlutverki hans“ í sam-
ræmi við þankagang ESB. Í samræmi
við þetta hafi verið undirrituð ný
reglugerð, sem takmarki lánveitingar
Íbúðalánasjóðs við íbúðir sem eru
undir fjörutíu milljónum króna að
verðgildi, þ.e. framvegis verði aðeins
lánað til íbúða sem tekjulægsti hluti
samfélagsins festir kaup á. Óheilla-
spor stigum við vissulega í þessa átt
í tíð síðustu ríkisstjórnar, þegar þessi
mörk voru sett í fimmtíu milljónir,
en fram að því hafði aðeins verið sett
þak á upphæð leyfilegs láns en ekki
horft til verðgildis eignar. Nú hins
vegar skal í alvöru látið sverfa til stáls
og millitekjuhópar samfélagsins og
þeir hópar sem þar eru fyrir ofan,
útilokaðir frá lánum Íbúðalánasjóðs.
Jafnframt þessari ákvörðun var leyfi-
leg lánsfjárhæð hækkuð um fjórar
milljónir, í tuttugu og fjórar milljón-
ir. Það var góð ráðstöfun en heildar-
samhengið er slæmt. Hinn félags-
legi þáttur sem verið er að eyðileggja
með þessum ráðstöfunum er sá, að
hafa alla landsmenn í einum potti.
Slíkt fyrirkomulag gerði sjóðinn
öflugri og þar með lánsfjármagn
ódýrara. Nú er þess skemmst að bíða
að lántakendum fækki ört nema
þeim sem hafa minnst efni eða búa
á köldum svæðum. Klæðskerasniðið
að markaðshugsun ESB.
Ekki fyrsta aðförin að ÍLS
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðför
er gerð að Íbúðalánasjóði. Það var
gert á árunum í aðdraganda hruns-
ins. Þá leituðu bankarnir til sér-
fræðinga EES-samningsins í Brussel
til að fá þá til að bannfæra hið ís-
lenska félagslega fyrirkomulag.
Það tókst ekki og ætti hið sama að
gilda nú. Þetta var ekki síst að þakka
Framsóknarflokknum sem þá fór
með húsnæðismálin. Hann stóð vel
vörnina fyrir Íbúðalánasjóð. En sá
tími er greinilega liðinn. Nú er ver-
ið að undirbúa löggjöf sem færir hið
almenna íbúðalánakerfi í hendur
bankanna, eins og þeir alltaf heimt-
uðu, en skilur hinn félagslega þátt
eftir hjá íslenskum skattgreiðendum.
Bankarnir hafa því fengið góð-
an liðstyrk í Framsóknarflokkn-
um við að aðstoða þá við að láta
okkur sporðrenna markaðskreddu
Evrópusambandsins í húsnæðis-
málum. Gott fyrir bankana. Slæmt
fyrir íbúðakaupendur og skattgreið-
endur. n
Ögmundur Jónsson
þingmaður Vinstri grænna
Aðsent „Bankarnir hafa því
fengið góðan lið-
styrk í Framsóknarflokkn-
um við að aðstoða þá við
að láta okkur sporðrenna
markaðskreddu Evrópu-
sambandsins í húsnæðis-
málum.
„Þeirri siðferði-
legu togstreitu
um nýjan gjaldmiðil með
Evrópusambandsaðild
sem hér er bent á linn-
ir ekkert eftir að krón-
an losnar úr viðjum. Hún
mun bara magnast.
Ég er gengin
38 vikur
Bíl Lenu Margrétar Aradóttur var stolið. – DV
Ég kvaddi
hana ekki
Baldvin Z missti móður sína þegar hann var 13 ára. – DV
Leiðari
Hallgrímur Thorsteinsson
hallgrimur@dv.is