Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Síða 26
Vikublað 14.–16. október 201426 Lífsstíll
Þ
að reynist flestum erfitt að
hætta að reykja. Í tímaritinu
Medical Daily er listi yfir
það sem gerist í líkamanum
þegar þú hættir. Sjáðu
hvernig líkaminn losar sig smám
saman við eitrið. Það gæti hjálpað
þér að berjast við fíknina.
Fráhvörfin erfiðust
Um leið og þú drepur í síðustu síga
rettunni fara jákvæðir hlutir að ger
ast. Aðeins 20 mínútum seinna mun
hjartsláttur þinn verða eðlilegur að
nýju. Tveimur tímum síðar mun
bæði hjartsláttur og blóðþrýsting
ur verða eðlilegur en um þetta leyti
fer nikótínið að hverfa úr kerfinu.
Vanalega fara fráhvarfseinkenni að
gera vart við sig 2–12 tímum frá síð
ustu sígarettu. Nú er það erfiðasti
kaflinn. Fráhvörf frá nikótíninu ná
yfirleitt hámarki um það bil þremur
dögum eftir að þú hættir. Fyrir vik
ið muntu finna fyrir höfuðverk og
jafnvel ógleði og geðvonsku. Á þess
um tíma er kolmónoxíðmagn í blóði
orðið eðlilegt.
Líkur á krabba hrynja
Ef þér tekst að halda aftur af löngun
inni áttu aðeins góða hluti í vænd
um. Næstu vikurnar muntu losna
við hóstann, hætta að vera svo and
stuttur auk þess sem þér hættir að
finnast sem lungu þín séu að brenna
að innan við minnsta átak. Spólum
örfá ár fram í tímann og líkurnar á að
þú þróir með þér hjartasjúkdóma og
krabbamein (þar með talið lungna
krabbamein) eru helmingi minni
en hjá manneskju sem reykir. Eftir
15 ár verða líkur á hjartasjúkdóm
um þær sömu og hjá manneskju sem
hefur aldrei reykt. Og ef þú hættir fyr
ir þrítugt áttu mikla möguleika á að
lifa jafn löngu lífi og manneskja sem
hefur aldrei reykt – nema reykingar
þínar hafi verið svo miklar að þær
hafi nú þegar valdið lungum þínum
óbætanlegum skaða. n
Hættu að reykja
n Sjáðu hvað gerist í líkamanum þegar þú drepur í síðustu sígarettunni
Viltu hætta? Það hjálpar
kannski að vita hvað gerist
í líkamanum eftir síðustu
sígarettuna.
Þetta gerist þegar þú drepur í
Líkaminn lagar sig sjálfur
n 20 mínútum eftir að þú drepur í:
Hjartsláttur og blóðþrýstingur ná eðlileg-
um hraða.
n 12 klukkustundum eftir að þú
drepur í: Kolmónoxíðmagn í blóði verður
eðilegt.
n 1–2 vikum eftir að þú drepur í:
Blóðflæði og lungnastarfsemi batna til
muna.
n 1–9 vikum eftir að þú drepur í:
Hósti og mæði minnka. Litlu hárin í
lungunum ná aftur eðlilegri starfsgetu og
vinna gegn sýkingum.
n Ári eftir að þú drepur í: Líkur á
hjartasjúkdómum minnka um helming.
n Fimm árum
eftir að þú drepur í:
Líkur á krabba í
munni, vélinda,
hálsi eða þvag-
blöðru eru nú
helmingi minni
en hjá reykinga-
manneskju.
Líkurnar á leg-
hálskrabbameini
og heilablóðfalli
snarminnka
einnig.
n Tíu árum eftir að þú drepur í:
Líkur á að þú deyir vegna lungnakrabba
eru nú helmingi minni en hjá reykinga-
manni. Líkur á krabbameini í brisi eða
barkakýli snarminnka einnig.
n 15 árum eftir
að þú drepur í:
Líkurnar á hjarta-
sjúkdómum eru
álíka og hjá mann-
eskju sem hefur
aldrei reykt.
Leggangafull-
næging ekki til
Samkvæmt nýrri rannsókn sem
birt verður í tímaritinu Clinical
Anatomy þá er ekki möguleiki fyrir
konur að fá leggangafullnægingu
og segja engan líffræðilegan grunn
fyrir því að það ætti að vera hægt
og er það snípurinn sem sér um
alla vinnuna. Rannsakendurnir
Vincenzo og Giulia Puppo leggja
áherslu mikilvægi snípsins og
segja gblettinn algjöra mýtu. Þau
segja einnig að kynlíf eigi ekki að
þurfa að enda þegar karlmaður
inn hefur sáðlát. Í rannsókninni er
snípurinn kallaður kvenkynslim
ur og hann er sagður mun mikil
vægari en leggöng.
Helsta eftirsjá í starfi
Það er gott að læra af mistökum annarra
E
ftirsjá getur verið nagandi og
íþyngt fólki töluvert. Athafna
maðurinn og frumkvöðull
inn Daniel Gulati hefur tölu
vert rannsakað hvað það er helst
sem fólk sér eftir í starfi. En hann
telur mikilvægt að fólk sé meðvit
að um í hverju eftirsjáin liggur til
að gera ekki sömu mistökin aftur. Í
spjalli Gulati við eldra fólk úr hin
um ýmsu stéttum komu nefnilega
alltaf sömu atriðin upp. Algengast
var að fólk sæi eftir því að hafa tekið
eitthvert starf eingöngu vegna pen
inganna. Það hefði ekki gefið þeim
neina lífsfyllingu. Þá voru margir
sem vildu óska þess að þeir hefðu
hætt fyrr í einhverju starfi, áður en
þeir brunnu alveg út. Stór hluti vildi
að hann hefði haft kjark til að fara út
í eigin rekstur. En samkvæmt Gulati
hafa um sjötíu prósent launafólks
löngun til stofna eigið fyrirtæki. Að
eins um fimmtán prósent telja sig
þó hafa það sem þarf. Margir þeirra
sem hann spjallaði við sáu einnig
eftir því að hafa ekki sinnt náminu
betur á háskólaárunum og öðlast
þannig betri og dýpri þekkingu á
námsefninu. En þeir einstaklingar
voru þá sannfærðir um að þeir
hefðu orðið betri starfskraftar fyrir
vikið. Eftirsjáin eftir því að hafa ekki
nýtt sér tækifærin betur þegar þau
buðust, eða gefið hugboðum um
breytingar gaum, komst líka á list
ann. n
solrun@dv.is
Mistök Flestum þótti það mis-
tök að hafa tekið eitthvert starf
eingöngu vegna peninganna.
Óhamingju-
samir leita uppi
verr stadda
Þegar fólk er í vondu skapi eða
óánægt með sjálft sig er það lík
legt til þess að leita uppi fólk á
samfélagsmiðlum sem það tel
ur að sé verr statt, og skoða síð
urnar þeirra. Að þessu komust
vísindamenn við Ohio Statehá
skólann á dögunum. Gerð var
tilraun á 168 nemendum sem
skipt var í tvo hópa. Öðrum
hópnum var tjáð að þeim hefði
gengið illa á prófi en hinum var
sagt að þeim hefði gengið mjög
vel. Í framhaldinu voru þessir
einstaklingar látnir skoða síð
ur valdra einstaklinga á sam
félagsmiðlum, sem sérstaklega
höfðu verið settar upp þannig að
það sást greinilega að viðkom
andi gekk vel í lífinu eða illa. Á
heildina litið kom í ljós að flestir
nemendanna eyddu meiri tíma
í að skoða síður þeirra sem voru
aðlaðandi, en þeim sem hafði
verið talin trú um slæmt gengi
viðkomandi á prófinu eyddu þó
mun meiri tíma á síðum þeirra
sem virtist ekki ganga vel í lífinu.
Þvoðu þér rétt
Ekki allir virðast átta sig á mikil
vægi handþvottarins, en það eru
þó frekar karlmenn sem virðast
gleyma að þvo sér um hendurnar.
Sérstaklega eftir klósettferðir. Fyr
ir þá sem ekki eru alveg með það á
hreinu hvernig best er að gera þetta
þá eru hérna góðar leiðbeiningar.
Skrúfaðu frá vatninu og nuddaðu
sápu á hendurnar. Settu svo hend
urnar undir vatnið og nuddaðu
aftur vel. Mælt er með því að þessi
aðgerð vari í um 20 sekúndur. Svo
skal skola hendurnar vel og þurrka.
Ef þú ert á almenningssalerni er
gott að taka pappírsþurrku og nota
hana til að skrúfa fyrir vatnið. Þá er
líka gott að grípa með sér þurrku
til að setja á hurðarhúninn þegar
opnað er. Þannig sleppur þú við að
fá bakteríuflóruna sem þar þrífst á
hreinar hendurnar.