Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 28
28 Lífsstíll Vikublað 14.–16. október 2014
„Við eigum öll
að eiga séns“
n Jóna Palla varð móðir 16 ára n Faðir hennar var tónlistarmaður sem endaði á götunni
Þ
egar ég var lítil stelpa átti
ég erfitt með að skilja af
hverju pabbi minn gat ekki
verið eins og aðrir pabbar,
af hverju hann gat ekki farið
eftir lögum og reglum og verið inni í
mínu lífi eins og pabbarnir í kringum
mig. Fljótlega skildi ég að hann var
veikur – það veikur að hann gerði og
sagði hluti sem áttu engan rétt í tilveru
minni,“ segir Jónheiður Pálmey Hall-
dórsdóttir eða Jóna Palla eins og hún
er jafnan kölluð, en hún missti föður
sinn stuttu eftir að hún var nýorðin
móðir aðeins 16 ára gömul.
Naut þess góða
Faðir Jónu Pöllu, Halldór Fannar, var
alkóhólisti og eyddi síðustu árum sín-
um á götunni í miðborg Reykjavíkur.
„Pabba stóðu svo margar dyr opnar
inn í dásamlega framtíð en alkóhól-
isminn lokaði þeim jafn óðum og
þær opnuðust. Hann var hæfileika-
ríkur tónlistarmaður og músíkin er
það eina sem ég á eftir að hann lést,“
segir Jóna Palla sem segist lengi hafa
liðið fyrir föður sinn og varið hann
með kjafti og klóm. „En ég á góða að
og mitt veganesti í lífinu var að í stað
þess að verða reið og bera vonbrigðin
á bakinu tók ég þá afstöð að ég skyldi
aðeins njóta þess góða og fallega í fari
pabba og berjast fyrir því, að þrátt fyr-
ir veikindi hans, þá myndi hann njóta
sömu mannréttinda og aðrir í þjóð-
félaginu,“ segir Jóna Palla sem hefur
beitt sér fyrir bættum aðbúnaði fyrir
utangarðsfólk og var til að mynda í
hópi þeirra sem sáu til þess að Konu-
kot, næturathvarf fyrir heimilislausar
konur, var sett á laggirnar.
Frekar stóra systir en mamma
Jóna Palla á viðburðaríka ævi að baki
þrátt fyrir að vera aðeins 35 ára. Hún
er fimm barna móðir og amma en
elsta barnið kom í heiminn áður en
hún var komin í tíunda bekk. „Auð-
vitað var mikið sjokk að verða ófrísk.
Það er svolítið stór pakki þegar mað-
ur er sjálfur svona mikið barn. Það
var búið að vera vesen á mér, eins og
svo mörgum öðrum úr mínum vina-
hópi, og ég hafði farið inn og út af ung-
lingaheimilum. Ég var í mikilli upp-
reisn,“ segir hún en bætir við að fyrst
eftir að dóttirin kom í heiminn hafi
þær mæðgur búið hjá mömmu henn-
ar. „En ég var bara unglingur og þegar
hún var tveggja og hálfs árs hafði ég
verið í burtu í nokkuð langan tíma.
Ég hafði ekki þroska til að vera með
lítið barn á þessum tíma og var miklu
frekar eins og stóra systir hennar. Mér
fannst þetta litla kríli eiga skilið meiri
festu en þá sem ég gat boðið henni og
því bað ég mömmu að taka hana í var-
anlegt fóstur. Einu og hálfu áru síðar
varð ég aftur ófrísk og þá tók ég mig á.
Ég vildi gera þetta rétt í þetta skiptið
og var staðföst í þeirri ákvörðun minni
að bregðast ekki þessu barni.“
Fimm börn og ömmubarn
Jóna Palla eignaðist þrjú börn með
manninum sínum en þau skildu árið
2007. Fimmta barnið eignaðist hún
svo í fyrra með manni frá Króatíu sem
hún kynntist á netinu. „Sá minnsti
kom alveg óvart. Ég ætlaði að klára
barneignirnar ung og njóta svo lífs-
ins en varð svo ófrísk. Hann er samt
alveg jafn æðislegur og öll hin,“ segir
hún og bætir við að það sé tvennt ólíkt
að verða ófrísk á unglingsaldri og svo
komin yfir þrítugt. „Það á kannski
bara við um mig en í dag finnst mér
ég hafa meiri tíma fyrir hann. Ég get
hangið heima dögum saman og bara
haft það gott. Áður fyrr var ég alltaf að
bíða eftir að fá pössun til að komast
eitthvert út. Núna, ef ég fæ pössun, er
ég að drífa mig heim til hans. Svo hef
ég meiri þolinmæði. Auðvitað elska ég
þau öll jafn mikið en maður fer öðru-
vísi að hlutunum og nýtur þeirra bet-
ur í dag. Ég held líka að ég sé betri
mamma. Enda hef ég lært mikið af
hverju barni.“
Pabbinn flytur inn
Barnsfaðir hennar hefur átt í erfiðleik-
um með fíkn. Þegar þau skildu ákvað
Jóna Palla að gera allt sem hún gæti til
að börnin gætu átt kærleiksríkt sam-
band við föður sinn þrátt fyrir sjúk-
dóm hans. Hún gekk meira að segja
svo langt að flytja úr eigin íbúð aðra
hvora viku svo hann gæti flutt inn og
verið með börnunum. „Þetta var eina
lausnin sem við fundum. Þótt okkar
samband hafi orðið flókið þegar við
skildum þá pössuðum við okkur að
börnin yrðu aldrei vopn í okkar bar-
áttu. Pabbi þeirra hefur aldrei þráð
neitt heitara en að geta búið krökkun-
um heimili heima hjá sér en það var
ekki hægt svo við fórum þessa leið. Í
stað þess að börnin flyttu á milli heim-
ila aðra hvora viku þá flutti hann inn á
mitt heimili og ég flutti út á meðan.
Þetta gekk á meðan við bjuggum fyr-
ir sunnan en svo flutti ég norður til að
vera nær frumburðinum sem var að
eignast sitt fyrsta barn. Eftir það hefur
hann keyrt norður og búið hjá okkur
þegar hann hefur verið í góðu standi
en hann á góðan og langan tíma á
milli stuttra falla.“ Hún segir marga ef-
laust hafa undrast fyrirkomulagið en
segir að þetta hafi hentað þeim best á
þeim tíma. „Hvað áttum við að gera?
Horfa upp á börnin sakna pabba síns?
Við höldum alltaf jólin saman. Börnin
vita að mamma og pabbi ætla ekki að
vera saman en að þau ætla að gera allt
sem þau geti svo þau geti verið jafn
lengi með börnunum sínum. Þetta er
ekki fullkomin lausn en að okkar mati
eina lausnin eins og er,“ segir hún
og bætir við: „Ég á vin í fyrrverandi
manninum mínum. Við erum mjög
góðir félagar og þegar hann er hérna
þá er hann bara eins og heima hjá
sér. Hann og maðurinn minn eru líka
góðir félagar,“ segir hún og neitar því
að vandamál vegna afbrýðisemi hafi
komið upp. „Enda engin ástæða til.“
„Gerði mitt besta“
Móðir Jónu Pöllu gekk elstu dóttur
hennar í móðurstað. Þær búa ásamt
yngsta fjölskyldumeðlimnum rétt hjá
Jónu Pöllu. „Við erum í góðu sam-
bandi og hjálpumst mikið að. Ég veit
um foreldra sem úthúða hinu foreldr-
inu en ég mun aldrei getað skilið slíkt.
Mamma mín hefði getað gefið skít í
pabba minn en í staðinn talaði hún
alltaf fallega um hann. Hún sagði mér
til dæmis að ég mætti ekki gleyma
því að þótt hann væri haldinn þess-
um sjúkdómi sem hefði oft yfirtökin
í hans lífi þá elskaði hann mig ekk-
ert minna. Það var mitt veganesti út í
lífið. Pabbi barnanna minna er alkó-
hólisti en þegar hann er í lagi þá finnst
mér ég bera skyldu til að við sem fjöl-
skylda búum til fallegar og góðar
minningar og eigum góðar stundir
rétt eins og þegar fólk veikist af öðr-
um sjúkdómum.“ Hún segist eiga gott
samband við frumburðinn og neitar
því að vera með samviskubit gagnvart
henni. „Við áttum alltaf og munum
alltaf eiga okkar mæðgnasamband af
því að ég hafði alltaf aðgang að henni.
En ég vildi óska þess að hlutirnir
hefðu farið öðruvísi. Ég veit samt að
ég gerði mitt besta og hefði ekki getað
fundið betri lausn fyrir hana á þess-
um tíma. Henni leið vel og það var vel
hugsað um hana. Líf hennar komst í
fastar skorður.“
Ramminn hentar ekki öllum
Hún segir margt hafa breyst varðandi
aðstæður utangarðsfólks. „Það hefur
margt breyst síðan pabbi minn gekk
göturnar en við erum ekki komin á
leiðarenda. Úrræðin eru ekki nægi-
lega fjölbreytt þótt gríðarlega mikið
hafi breyst þökk sé ótrúlegu hug-
sjónafólki sem hefur lagt sál sína og
hjarta í þetta. En það má ekki stoppa
núna. Það er algjörlega óafsakanlegt
að fólki sem á hvergi höfði sínu að
halla sé vísað frá neyðarskýlum. Það
er einfaldlega hryllilegt. Hvað ef þetta
væri barnið þitt? Það er enginn sem
getur lofað þér að þótt þú elskir börn-
in þín og gerir allt sem í þínu valdi
stendur til að gefa þeim gott veganesti
út í lífið að þau verði ekki utangarðs.
Við eigum öll að eiga séns, líka utan-
garðsmenn. Ramminn sem er smíð-
aður utan um okkur hentar ekki öll-
um, sumir ná ekki að lifa innan hans
og þess vegna þurfum við að mæta
fólki þar sem það er statt.“ n
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
„Ég vildi gera
þetta rétt í þetta
skiptið og var staðföst
í þeirri ákvörðun minni
að bregðast ekki þessu
Með pabba
Faðir Jónu Pöllu var
hæfileikaríkur tón-
listarmaður en eyddi
síðustu árum ævi
sinnar á götunni.
Jóna Palla
Jóna Palla
varð móðir
16 ára. Sama
ár missti hún
föður sinn.
Fimm barna
móðir Jóna
Palla á fimm
börn og eitt
barnabarn.
Betri móðir í
dag Jóna Palla
segist hafa
lært mikið af
öllum börnunum
sínum.