Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 31
Vikublað 14.–16. október 2014 Sport 31 B reska blaðið Daily Mail tók á dögun- um saman lista yfir bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar það sem af er. Það þarf ekki að koma á óvart að Chelsea eigi flesta fulltrúa í liðinu. Gylfi Þór Sigurðsson er í liðinu en hann hef- ur lagt upp sex mörk og skorað eitt í fyrstu sjö leikjum Swansea. Daily Mail notaðist við svokallaðan EA Sports Player Performance- stuðul. Til grundvallar honum eru lögð ýmis atriði; má þar nefna skot á mark, fyrirgjaf- ir, hreinsanir frá marki, tæklingar, mörk og stoðsendingar. Þá fá leikmenn fleiri stig ef lið þeirra vinnur leik eða heldur hreinu. Þetta er úrvalslið ensku úrvalsdeildarinnar það sem af er vetri. n einar@dv.is Thibaut Courtois Félag: Chelsea Stig: 86 n Courtois hefur aðlagast ensku úrvalsdeildinni fullkomlega eftir að hafa leikið með Atletico Madrid á Spáni undanfarin tvö ár. Courtois var lánsmaður hjá spænska stórveldinu og það sem af er tímabili hefur hann oft varið á ögurstundu. Samkvæmt skilgreiningu EA Sports-stuðulsins hefur hann átt 14 „mikilvægar markvörslur“ í fyrstu sjö leikjum sínum. Cesar Azpilicueta Félag: Chelsea Stig: 116 n Það ætti að koma fáum á óvart að Cesar Azpilicueta fái sæti í úrvalsliðinu. Þessi öflugi Spánverji eignaði sér vinstri bakvarðar- stöðuna í liði Chelsea í fyrra og hann hefur haldið uppteknum hætti í vetur og skilað magnaðri frammistöðu. Hann hefur til dæmis unnið 24 tæklingar og hreinsað boltann 31 sinni úr vörn Chelsea-liðsins. Azpilicueta spilar sem vinstri bakvörður en er hér stillt upp í hægri bakverði. Branislav Ivanovic Félag: Chelsea Stig: 138 n Þó að Ivanovic sé hægri bakvörður í Chelsea-liðinu fær hann sæti í miðri vörninni við hlið félaga síns, Gary Cahill, í þessari uppstillingu. Enginn varnarmaður er með fleiri stig samkvæmt EA Sports-vísitölunni en Serbinn sterki. Ivanovic er ekki bara góður varnarmaður heldur síógn- andi í sóknarleik Chelsea. Þannig hefur hann skorað tvö mörk það sem af er tímabili og átt 16 fyrirgjafir. Gary Cahill Félag: Chelsea Stig: 112 n Gary Cahill er lykilmaður í vörn Chelsea-liðsins. Það er kannski eitthvað sem ekki endilega allir bjuggust við þegar hann var keyptur frá Bolton árið 2012. Cahill þykir lesa leikinn einstaklega vel og það er ekki síst honum að þakka að Chelsea-liðið er frábært varnarlið. Hann hefur hreinsað boltann 42 sinnum úr vörn liðsins og varið 8 skot með einstakri fórnfýsi. Ryan Bertrand Félag: Southampton Stig: 128 n Það kemur kannski einhverjum á óvart að Ryan Bertrand skuli eiga sæti í liðinu. Staðreyndin er sú að þessi lánsmaður frá Chelsea hefur verið frábær í liði Southampton í vetur, jafnt í vörn og sókn. Southampton-liðið hefur raunar komið allra liða mest á óvart og situr í 3. sæti eftir fyrstu sjö umferðirnar. Bertrand hefur gefið 29 fyrirgjafir og skorað eitt mark. Eden Hazard Félag: Chelsea Stig: 188 n Þessi fljóti og ótrúlega leikni Belgi hefur spilað vel í liði Chelsea það sem af er tímabili en þó verið í örlítið öðru hlutverki en oft áður. Á meðan Cesc Fabregas hefur séð um að leggja upp mörk og Diego Costa að skora þau hefur Hazard verið mikilvægur í uppspili Chelsea. Þannig hefur hann reynt 325 sendingar og þar af hafa 296 heppnast. Hazard hefur þó lagt lóð sitt á vogarskálarnar hvað markaskorun og stoðsendingar varðar; hann hefur skorað tvö og lagt upp tvö í vetur. Cesc Fabregas Félag: Chelsea Stig: 176 n Fabregas hefur líklega verið annar af tveimur bestu leik- mönnum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Þessi Spánverji sem kom frá Barcelona í sumar hefur lagt upp sjö mörk í sjö leikj- um. Hann er einfaldlega fæddur til að spila í úrvalsdeildinni. Þá hefur hann reynt 569 sendingar, þar af hafa 511 heppnast sem er frábært miðað við sókndjarfan miðjumann. Gylfi Þór Sigurðsson Félag: Swansea Stig: 168 n Allir Íslendingar sem fylgjast með enska boltanum hafa fylgst spenntir með leikjum Swansea á þessari leiktíð. Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í feiknarformi fyrir Swansea og lagt upp sex mörk í deildinni og skorað eitt mark. Hann hefur átt beinan þátt í sjö af tíu mörkum Swansea í úrvalsdeildinni og er líklega ein helsta ástæða þess að Swansea er í 5. sæti deildarinnar um þessar mundir. Raheem Sterling Félag: Liverpool Stig: 172 n Raheem Sterling er ekki efnileg- ur lengur heldur er hann einfald- lega frábær leikmaður og einn sá besti í úrvalsdeildinni. Þó að gengi Liverpool hafi ekki verið jafn gott og stuðningsmenn liðsins vonuðu hefur Sterling verið einn af ljósu punktunum hjá Liverpool. Hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp tvö mörk það sem af er tímabili sem er virkilega góður árangur fyrir svo ungan leikmann. Sergio Aguero Félag: Manchester City Stig: 166 n Argentínumaðurinn hefur fyrir löngu sannað sig sem einn allra besti framherji heims. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum á undan- förnum misserum. Hann byrjaði á bekknum í fyrstu tveimur leikjum City en hefur byrjað síðustu fimm leiki. Í heildina hefur hann skorað fimm mörk og verið einn allra hættulegasti sóknarmaður City. Þegar þessi magn- aði leikmaður kemst í sitt besta form fær hann fátt stöðvað. Diego Costa Félag: Chelsea Stig: 287 n Þetta er ekki flókið. Diego Costa hefur verið besti leikmaður ensku úr- valdeildarinnar í vetur. Hann er sá eini í liðinu sem búinn er að rjúfa 200 stiga múrinn og raunar á hann stutt í 300 stigin. Costa, sem kom frá Atletico Madrid í sumar, hefur aðlagast ensku úrvalsdeildinni fullkomlega. Hann hefur skorað níu mörk í fyrstu sjö leikj- um sínum í deildinni sem er algjörlega magnaður árangur. Gylfi með þeim bestu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.