Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Qupperneq 36
Vikublað 14.–16. október 201436 Fólk Fræg og farsæl Það er vissulega algengt að fluttar séu fréttir af skilnuðum Hollywood-stjarna, og oftar en ekki hafa hjónaböndin varað stutt. Það er sjaldnar sem sagðar eru fréttir af hamingjusömum Hollywood-pörum eða hjónum þar sem ástin virðist blómstra eftir margra ára, eða áratuga, samband. Hér eru dæmi um nokkur pör sem eru hvort tveggja fræg og í farsælu hjónabandi til margra ára. Freddie Prinze Jr. og Sarah Michelle Prinze Prinze-hjónin kynntust fyrst árið 1997 en giftu sig árið 2002. Á fimm ára brúðkaupsafmælinu ákvað Sarah svo að taka upp eftirnafn eiginmanns síns. Þann gjörning má jafnvel túlka sem svo að hjónband þeirra hafi þá verið orðið mun traustara og þau ákveðnari í að eyða lífinu saman. Iman og David Bowie Bæði eru þau fræg og farsæl, en hvort á sínu sviði þó. Hann er tónlistarmaður og hún er módel – hin fullkomna blanda. Þá er menn- ingarlegur bakgrunnur þeirra einnig ólíkur, en hann er Breti og hún kemur frá Sómalíu. Þau giftu sig árið 1992 og eiga eina dóttur. Þeir sem til þekkja segja að Bowie sé mjög fyndinn og komi konu sinni alltaf til að hlæja. Það er alltaf kostur í hjónabönd- um og virðist hafa virkað vel fyrir Iman og Bowie. Victoria og David BeckhamBeckham-hjónin þekkja allir, enda eitt glæsilegasta par sem sögur fara af. Þau giftu sig árið 1999 að viðstöddum aðeins nánustu ættingjum og vinum. Margir hafa skoðanir á þeim, sumir neikvæðar, en hvað sem því líður þá eru þau með farsælustu hjónum seinni tíma. En hver ætli sé lykilinn að velgengni þeirra? Ætli það sé ekki bara ástin? Bono og Ali Hewson Það er víst ekki auðvelt að búa með Bono, að sögn Hewson. Þrátt fyrir það virðist samband þeirra vera traust og sterkt, en þau giftu sig árið 1982. Saman eiga þau fjögur börn Gwen Stefani og Gavin Rossdale Hjónin giftu sig árið 2002 og virðast enn mjög hamingjusöm. Þau eiga saman tvo syni og sjálf segja þau að gott samband þeirra og ást endurspeglist í þessum aðdáunarverðu og kláru börnum. Þá virðast þau einnig vera mjög stolt af hvort öðru. Rhea Perlman og Danny DeVito Þau eru eflaust ein fyndnustu hjónin í Hollywood og hljóta að geta komið hvort öðru til að hlæja. Þau giftu sig árið 1982 og margir héldu að hjóna- bandið myndi endast að eilífu. Það kom því á óvart árið 2012 þegar fréttir bárust af því að þau ætluðu að skilja, eftir þrjátíu ára hjónaband. Þau virðast þó hafa náð að vinna úr sínum málum og ákváðu að vera áfram saman, aðdáendum þeirra til mikils léttis. Tom Hanks og Rita Wilson Stjörnurnar giftu sig árið 1988 og hafa verið í hamingjusömu hjónabandi síðan. 26 ár er ansi langur tími og oft er talað um þau sem hið fullkomna par. Hvort það er rétt skal ósagt látið. Saman eiga þau tvö börn, en Hanks átti tvö börn fyrir. Hanks er augljóslega mjög ástfanginn af konu sinni, en hann sagði einu sinni í viðtali að hann myndi ekki vilja breyta neinu í fari hennar, því hann gjörsamlega dáði hana. Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick Þau giftu sig árið 1997 og eiga saman þrjú börn . Hjónunum hefur tek- ist að sanna að það er vel hægt að vera kvikmy ndastjarna, trúr maki, og gott foreldri – allt á sama tíma. Svo virðist sem þau forgangsraði lífi sínu þannig að fjölskyldan er í fyrsta sæti e n peningarnir aukaat- riði. Þau skortir þó eflaust ekki neitt. Önnur Ho llywood-pör gætu vel tekið Parker og Broderick sér til fyrirmyndar. Micahel Douglas og Cathrine Zeta-Jones Þetta ofurpar gekk upp að altarinu árið 200 0 og innsiglaði þar með ást sína. Douglas gjörsamlega dái r konu sína og er duglegur við að segja það bæði við hana sjá lfa og opinber- lega. Hjónaband þeirra virðist vera farsælt svo gera má ráð fyrir að ást Jones á eiginmanninum sé einn ig mjög mikil. Goldie Hawn og Kurt Russell Hawn var aðeins 21 árs þegar hún hitti Russell í fyrsta skipti, en hann var þá bara 16 ára. Þau byrjuðu þó ekki að rugla saman reytum fyrr en árið 1983. Parið hefur enn ekki gengið saman upp að altarinu en það virðist þó ekki koma að sök. Russell gekk Kate Hudson, dóttur Hawn, hálfpartinn í föðurstað og hún talar um hann sem föður sinn. Vinir þeirra segja þau mjög náin og styðja hvort annað í einu og öllu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.