Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Qupperneq 32

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Qupperneq 32
Guðrún Pálmadóttir iðjuþjálfi 30 MOHO LÍKANIÐ UM IÐJU MANNSINS Dagana 12.-13. mars var haldið nám- skeið fyrir iðjuþjálfa í samvinnu II og Endurmenntunarstofnunar HI. Fjallað var um "Model of Human Occupa- tion" eða "Líkanið um iðju mannsins". Fyrirlesari á námskeiðinu var Dr. Gary Kielhofner, en hann er einmitt höfundur þessa líkans. Dr. Kielhofner er prófessor og náms- brautarstjóri við Department of Oc- cupational Therapy, College of Asso- siated Health Professions við Univer- sity of Illinois í Chicago. B.Sc. gráða hans var í sálarfræði, mastersgráðan í iðjuþjálfun og doktorsgráðan í "Public Health" Dr. Kielhofner hefur fyrst og fremst helgað sig kenningasmíð innan iðjuþjálfunar og hefur hann skrifað 7 bækur og yfir 50 greinar í ýmis fag- tímarit. Upphafið að þróun "Model of Human Occupation" (MOHO) hófst 1975 með mastersritgerð Kielhofners; The Evo- lution of knowledge in occupational therapy: Understanding adaptation of the chronically disabled. Árið 1980 var líkanið sjálft orðið að veruleika, en þá birti Kielhofner ásamt samstarfsmönn- um sínum greinaröð (4 greinar) í American Journal of Occupational Therapy um líkanið og notkun þess innan iðjuþjálfunar. Þróun líkansins hélt svo áfram og 1985 gaf Kielhofner út bók um það undir titlinum "A Model of Human Occupation". Fræði Kielhofners hafa náð gífurlegri útbreiðslu innan iðjuþjálfunar. Hann hefur ferðast víða um lieim og haldið námskeið fyrir iðjuþjálfa og bækur hans hafa verið þýddar á fleiri tungu- mál, m.a. þýsku og japönsku. Sem dæmi um vinsældir hans má geta þess að það er búið að vera að vinna að því í 5 ár að fá hann til að koma til Islands. Innan líkansins hafa verið þróuð fjöldamörg meðferðar- "prógröm", spurningalistar, stöðluð próf og stöðluð viðtöl innan ýmissa

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.