Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Page 10
8
Allt þetta sýnir að áhuginn á bættri
þjónustu fyrir aldraða er að aukast.
En betur má ef duga skal.
Aðalviðfangsefni þessa árs voru m.a.
að velta upp á yfirborðið ýmsum
spurningum s.s.:
- Hvers virði eru aldraðir á vinnu-
markaðnum?
- Eru eldri konur annars flokks borg-
arar?
- 50 ára og eldri, vandamál eða auð-
legð?
- Hvernig brúum við kynslóðabilið á
21. öldinni?
- Hvernig náum við jafnrétti aldraðra
til þátttöku í námi, launþega-
samtökum, á vinnustöðum, í fjöl-
miðlum?
- Hver er þýðing umhverfis fyrir aldr-
aða (húsnæði, heilbrigðisþjónusta,
boðskipti og ferðamöguleikar)?
- Hverjir eru möguleikar eldra fólks
til þátttöku í stjórnmálum og geta
þau haft áhrif á ganga mála þar?
Einnig hafði nefndin sett sér að opna
hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi og
hefjast handa við byggingu þriðja
áfanga Hrafnistu í Hafnarfirði sem
ljúka á við án æsta ári.
Vonandi hefur þetta ár aldraðra skil-
að sér í bættri þjónustu og meiri
skilningi á málefnum aldraðra og að í
kjölfar ársins 1993 fylgi eins miklar
framkvæmdir og raun varð á þegar
síðasta ár aldraðra 1982, var haldið.
Unnið úr blaðagreinunum:
Morgunblaðið 20. janúar 1993: Ár
aldraðra 1982 og 1993 eftir Pétur
Sigurðsson.
Morgunblaðið 3. febrúar 1993: Mal
aldraðra 1993 eftir Hrafn Pálsson.
Morgunblaðið 4. júní 1993: Lífsgleði
og atorka aldraðra - eru breytingar í
vændum? eftir Þóri S. Guðbergsson.
Morgunblaðið 30. júní 1993: Öldrun
og öldrunarþjónusta eftir Björn Þór-
leifsson.