Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Síða 11

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Síða 11
________________________ 9______________________________________ Komið nœr og lítið á mig Hvað sjáið þið, systur, hvað finnst ykkur? Hugsið þið sem svo, er þið horfið á mig: Þetta er gömul nöldurkerling, ekki sérlega snögg í hreyfingum. Óörugg um venjur, með fjarrænt augnaráð, sem sullar matnum niður og svarar ei, þegar þið muldrið um hana, sem aldrei er búin. Sem virðist ei merkja, hvað þið gerið og sem sífellt missir stafinn og gengur ei varlega, sem án þess að andmæla leyfir ykkur að gera allt eins og þið viljið í sambandi við mötun og þvott og allt sem heyrir til. Er það þannig sem þið hugsið, þegar þið horfið á mig segið mér það. Opnið augun, systur, horfið nánar á mig. Ég ætla að segja frá hver ég er, sem sit hér svo kyrrlát og hljóð. Sem geri allt sem ég er beðin um og borða þegar þið viljið. Ég er tíu ára gamalt barn með pabba og mömmu, sem elska mig, systur mína og bróður. Sextán ára stúlka, fín og grönn, sem dreymir um að mæta bráðlega manni. Næstum tvítug brúður, hjarta mitt slær ótt, við minninguna um loforð, sem ég gaf og hélt. Tuttugu og fimm ára - nú á ég mín eigin börn, sem þarfnast mín í hlýju og tryggu horni heimilisins. Þrítug kona, börnin vaxa fljótt og hjálpa hvort öðru í stóru og smáu. Um fertugt eru börnin orðin fullvaxta fólk og fljúga á braut, en maðurinn er kyrr, og gleðin er ei á enda. Um fímmtugt koma barnabörn og veita lífi okkar gleði, aftur höfum við börn, minn elskaði og ég. Dimmir dagar koma, maðurinn minn er dáinn. Ég geng inn í framtíð einmanaleika og neyðar. Mitt fólk hefur nóg með sitt, en minningin um árin og ástina er mín. Lífíð er miskunnarlaust. Þegar maður er gamall og boginn, lítur maður út fyrir að vera svolítið skrýtinn. Nú er ég bara gömul kona,

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.