Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Qupperneq 14

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Qupperneq 14
___________________________________12 Pálmi V. Jónsson lyf- og öldrunarlæknir UM ELLINA OG VIÐFANGSEFNI ÖLDRUN ARLÆKNIN GA Það er kunnara en frá þurfi að segja að öldruðum fjölgar og háöldruðum mest allra hópi í samfélaginu. Hitt er ekki eins ljóst að hlutfall aldraðra af heildarmannfjölda er lægra hér en á hinum Norðurlöndunum. Þegar hlut- fallið er 16-18% þar er það um 10% hér. Samt eru lífslíkur karla þær lengstu hér á landi, og með þeim lengstu fyrir konur. A næstu þremur áratugunum mun þetta hlutfall jafnast. Verkefnaskortur verður því enginn á þessu sviði. Það er erfitt að skilgreina elliferlið. Segja má að einkum tvennt einkenni hana; minnkaður hæfileiki til að svara ytra álagi annars vegar og hins vegar aukinn breytileiki. Við fæðingu erum við tiltölulega lík hvert öðru í allri líkamsstarfsemi, en eftir því sem árin færast yfir okkur verðum við hvert öðru ólíkara. Það sem meira er að einstök líffæri eldast mishratt í sama einstaklingnum og kemur þar til sam- spil umhverfis og erfðaþátta. Við fæðingu eigum við umframmagn vefja, sem við göngum á eftir því sem á ævina líður. Þannig þola aldraðir æ minna utanaðkomandi álag með árun- um. Kreatinin, sem gjarnan er notað sem mælikvarði á nýrnastarfsemina, helst eðlilegt þrátt fyrir vaxandi aldur. En þar er ekki allt sem sýnist. Með minnkandi vöðvamassa minnkar kreat- inin álagið á nýrun. Það berst því minna kreatinin að nýrunum og felur það raunverulega skerðingu á nýrna- starfsemi, sem er allt að 50%, þrátt fyrir eðlilegt kreatiningildi. Enda þótt nýrnastarfsemi skerðist þannig að meðaltali með aldrinum um 50%, sést hins vegar mjög vaxandi breytileiki. Þannig eru sumir sem unglömb, en aðrir verulega skertir. Þetta verður til þess að lyfjameðferð með lyfum sem skiljast út um nýrun flækist nokkuð. Digoxin er gamalreynt hjartalyf með nýrnaútskilnað. Við upphafsgjöf þess þarf að taka tillit til minnkaðs útskiln- aðar til þess að vera réttu megin við eiturmörkin. Hins vegar þarf að mæla þéttni lyfsins þegar að jafnvægi hefur myndast, þar sem einnig er mögulegt að þeir sem halda nýrum sínum ung- legum séu undirmeðhöndlaðir. Ellin hefur á sér margar myndir. Til skamms tíma hefur ýmsu verið skellt á ellina. Blóðleysið stafaði af elli. En ekki lengur. Nú þurfum við að vita og vitum að sumir þættir breytast ekki með aldri. Þannig breytast ekki vik- mörk fyrir blóðgildi, albumen og flest hormón, önnur en kynhormón. Þegar við rekumst á óeðlileg mælingagildi, þurfum við því að finna betri skýr- ingar en ellina fyrir breytingunni,

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.