Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Page 18

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Page 18
Lilja Ingvarsson iðjuþjálfi 16 HVAÐA PRÓFANIR GERA IÐJUÞJÁLFAR Á ÖLDRUÐUM? Mat iðjuþjálfa á öldruðum er í raun ekkert öðruvísi en mat iðjuþjálfa á hverjum öðrum þar sem tekið er tillit til heildaraðstæðna einstaklingsins. Það sem þarf þó að gæta vel að og hafa í huga er að vitræn skerðing - elliglöp - eru oft dulin fötlun, því daglegur vani og þekkt umhverfi - kunnátta og venjuminni - hafa stuðlað að því að dagarnir ganga stórslysalaust fyrir sig hjá fólki með væga vitræna skerðingu. Einnig þarf að hafa í huga að fólk getur virst vera með vitræna skerðingu og sýnt öll einkenni þess, en síðar komið í ljós að um bráðarugl var að ræða. Bráðarugl er tímabundin truflun á vitrænni starfsemi, t.d. vegna hita, sýkinga, rangrar töku lyfja eða heilablæðingar. Ahnenntgeðslag getur einnig haft mikil áhrif á hvort fólk virðist "ruglað" eða ekki og þetta þarf að hafa sérstaklega í huga þegar próf- anir eru framkvæmdar því niðurstöður þeirra geta gefið alranga mynd af ástandinu ef ekki er hugað að þessum þætti. Tilgangurinn með mati iðjuþjálfa á öldruðum er: - að fá raunhæfa mynd af getu/færni einstaklingsins í daglegu lífi, - átta sig á hvort einstaklingurinn sé öruggur í sínu umhverfi, t.d. athugi að skilja ekki eftir pott á eldavélinni með fullum straumi á, rati um, - Skýrgreina þörf og skipuleggja stuðningskerfí, - gera greinarmun á bráðarugli og varanlegri heilabilun. ✓ Ymis próf eru til sem meta vitræna starfsemi (cognitiv próf) og eru þau misjöfn að gæðum og misvel til þess fallin að meta aldraða. Til að vera "góð" þurfa þau að vera fljótleg, skýr og ekki barnaleg, en margir kvarta yfír því að þurfa að raða kubbum í sum- um prófunum. Almennt samtal getur gefíð góðar upplýsingar ef vel er að gáð. Inn í það má flétta spurningum sem gefa góða hugmynd um vitræna starfsemi. Hægt er að nota staðlað skimpróf, eins og goldfarbs Mental Status Questionaire - MSQ. Þetta próf samanstendur af 10 spurningum, sem gefa eitt stig hver. Það gefur fyrst og fremst upplýsingar um áttun: a) á stað og stund, b) á upplýsingum um eigin persónu, c) á upplýsingum úr þjóðlífí. Mjög einfalt er að koma þessum spurningum við 1 eðlilegu spjalli. Stigagjöfín er einföld: 0-2 villur: engin eða byrjandi heila- bilun 3-8 villur: væg til töluverð heilabilun

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.