Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Síða 19
17
9-10 villur: alvarleg heilabilun
Ef í ljós koma einhver merki um
heilabilun má leggja fyrir viðkomandi
ítarlegra próf.
Annað þægilegt próf sem hefur þá
eiginleika að vera gott próf samanber
fyrri skilgreiningu, stutt, skýrt og ekki
barnalegt er Mini Mental State Exa-
mination, - MMSE - sem Folstein og
félagar bjuggu til og stöðluðu. Þetta
próf hefur verið þýtt og lagað að
íslenskum aðstæðum af Kristni
Tómassyni lækni.
Prófun með Mini Mental State Exa-
mination er fremur fljótleg, 10 til 15
mínútur. Það er hlutlaust, ópersónu-
legt, stöðugleiki er mikill, þ.e. sama
hver leggur prófið fyrir. Það þarf fáa
aukahluti: 1 autt blað, penna og arm-
bandsúr.
Prófið skiptist í 5 þætti:
1. áttun (tími og staður)
2. næmi (læra nýtt, hlaða í minni)
3. athygli og reiknigeta (óhlutbundin
hugsun)
4. einbeiting og minni (skammtíma
minni)
5. mál (málskilningur og fram-
kvæmdafærni)
Prófið gefur samtals 30 stig en fái fólk
23 til 24 stig er ástæða til að vera
vakandi fyrir byrjun á elliglöpum.
Þetta eru svokölluð skim mörk. Ef
stigin eru 21 eða minna er það talið
öruggt að einhver glöp séu til staðar,
en 15 stig og minna er merki um
alvarleg glöp.
Miðað við niðurstöður úr þessu prófi
og engin líkamleg einkenni má álíta
að einstaklingur með:
- yfir 21 stig geti búið einn án eftirlits
og aðstoðar,
- 15-21 stig þurfi eitthvert eftirlit og
aðstoð,
- undir 15 stigum þurfi vistheimili eða
hjúkrunarvist.
Eins og minnst var á í upphafi þarf að
hafa í huga þegar niðurstöðurnar eru
skoðaðar hvort um bráðarugl geti
verið að ræða og einnig huga að
geðslagi og líðan. Rétt er að endur-
taka prófunina eftir nokkra daga ef
grunur er um að þessir þættir hafi
áhrif á prófunina.
Stundum er þörf á að líta nánar á
einstaka þætti vitrænnar starfsemi. Þá
er oft notað próf eftir Lone Sörensen:
Lone Sörensen kognitiv test, stytt
útgáfa fyrir aldraða. Þetta próf er
nokkuð lengra en ofannefnd próf, 30
til 40 mínútur þarf til að vinna það.
Prófið gefur góðar upplýsingar um
einstaka þætti vitrænnar starfsemi.
Það er ekki staðlað. Prófið felst í
verkefnum sem reyna þætti eins og:
a) áttun
b) minni
c) verkgetu (praxiu)
d) framkvæmdafærni
Annar þáttur sem skipar stóran sess í
öldrunarmati iðjuþjálfa er mat á at-
höfnum daglegs lífs, ADL, þar sem
meðal annars er metið hvort einstakl-
ingurinn geti þvegið sér og snyrt,
klætt sig, borðað sjálfur, komist um,
tjáð sig og skilið aðra. Til eru próf-
anir/möt sem gefa einstaklingnum
einkunn s.s. Barthel Index af ADL og
Katz Index of ADL. Þessi möt eru
ekki mikið notuð af iðjuþjálfum því