Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Page 28

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Page 28
Góðir skór og góð umhirða fóta er mikilvæg. Nauðsynlegt er að láta fylgjast með sjón reglulega. Nú er veturinn að ganga í garð og hálka honum samfara. Þá er mikilvægt að huga vel að skófatnaði. Skór með hrágúmmísóla eru hentugir. Einnig er hægt að fá mannbroddahlífar á skó. Gúmmí á staf og hækju slitnar og endurnýja þarf það reglulega. Isbrodd- ar á stafi og hækjur er einföld lausn til að tryggja öryggið í hálku. 26_____________________________________ Þetta eru nokkrar ábendingar um hvernig hægt er að tryggja öryggið í heimahúsum með tilliti til að fækka fallslysum og þar af leiðandi beinbrot- um. En það eru einnig önnur atriði sem hafa áhrif á beinbrotahættu eins og t.d. beinþynning. Mataræðið skiptir þar miklu máli. Ekki verður vikið að því hér. (Myndir frá Statens Husholdningsráds plancheudstilling í Danmörku)

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.