Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Page 29

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Page 29
_____________________________________27 Svanhildur Elentínusdóttir sjúkraþjálfari HUGLEIÐING UM ELLINA Erindi flutt á ráðstefnu FÍSÞ "Heil- brigði frá getnaði til grafar". Góðir ráðstefnugestir! A tímum æsku og fegurðardýrkunar og á tímum óhóflegrar vinnu og tíma- skorts er hverjum manni hollt að doka við og hugleiða viðhorf sitt til ellinnar. - Hvað er öldrun og hvernig lýsir hún sér? Allir hafa ákveðið viðhorf til ellinnar °g byggist það á persónulegri reynslu hvers og eins. - Þeir sem eiga heil- brigða afa og ömmur hafa annað viðhorf en þeir sem umgangast veikt gamalt fólk í heimahúsum og á heil- brigðisstofnunum. Hjá þeim ríkir oft og tíðum neikvætt viðhorf til þessa aldurshóps. - En þetta er það viðhorf sem þróast hefur á Vesturlöndum á síðustu áratugum vegna gjörbreytinga og byltinga í þjóðfélagsháttum og breyttu gildismati. Oþolandi er sú elliímynd sem oft er notuð í auglýsingum og skemmtana- iðnaði, hvernig "gamalmennið" er túlkað hjákátlegt, aumkunarvert og rænt allri reisn og það sem verra er, að þetta er oft sú eina mynd sem aeskan fær af gömlu fólki. Ég hef orðið vitni að fordómafullum viðbrögðum fólks í heilbrigðisstétt þegar það heyrði um stéttarsystkini sín sem hófu störf í öldrunarþjónustu. Hlut átti að máli miðaldra kona sem byrjaði að starfa á öldrunarstofnun, þá heyrðist sagt: "hún er orðin þreytt og getur nú farið að draga úr vinnu og dúllað við gamla fólkið", en í hinu tilvikinu heyrðist sagt, þegar ungur maður fór að vinna að málefnum aldraðra: "æ, fékk hann nú ekkert annað að gera?" Ef fimmtugur maður gleymir lykli sínum er Elli kerlingu kennt um, en ef þrítugum manni verður það sama á, er þreytu og álagi kennt um. - Þessi dæmi sýna það neikvæða viðhorf sem við höfum án þess að gera okkur grein fyrir því. Það er mjög áhugavert að velta því fyrir sér hvernig fólk upplifir aldur sinn, en það er einstaklingsbundið, háð gildismati og viðhorfum hvers og eins. íþróttamanninum finnst hann vera orðinn gamall um fertugt og telur sig þá meðal öldunga!! Ballet dansarinn, sem hættir að dansa opin- berlega á fertugsaldri, byrjar glímuna við Elli kerlingu um þrítugt, að eigin sögn. 67 ára ellilífeyrisþegi sem verður að hætta starfi vegna aldurs, þrátt fyrir að hann búi yfir sömu starfsorku og um sextugt, finnst hann vera orð- inn gamall og jafnvel úr leik. Níræð langalangamma sem heklar teppi handa væntanlegum afkomanda, segist

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.