Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Page 30

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Page 30
28 aldrei hugsa um aldur eða ævilok heldur þakka fyrir hvern þann dag sem henni er gefin heilsa til að klæð- ast sjálf og matast hjálparlaust. - Svo er það hinn fjölmenni hópur sem finnst að allir aðrir eldist nema hann sjálfur. - Ég held að niðurstaðan verði sú, að við erum ekki deginum eldri en við upplifum okkur sjálf. Lífeðlisfræðin verður samt að nota ákveðna aldursviðmiðun í öldrunar- rannsóknum. Danski sálfræðingurinn Knud Ramain segir: "ellin hefst þegar helmingur aldursárgangs er látinn". Þegar þessi skilgreining er notuð hefst ellin við 75 ára aldur. - Eins og alltaf er það umhverfið sem hefur mótandi áhrif á skoðanir okkar og viðhorf. - Stóri bróðir telur okkur gömul 67 ára og þá fara fjölskylda og vinir að vernda, jafnvel yfirvernda með hjálpsemi og ákvarðanatöku og svipta oft þann aldraða frumkvæði og athafnavilja. Hinar ýmsu greinar vísinda fást við rannsóknir á sviðum öldrunar, svo sem félagsfræði, sálarfræði, læknis- fræði og lífeðlisfræði. Rannsóknir þessar hafa sýnt hin margbreytilegu áhrif öldrunar, ekkert eitt þessara sviða er einangrað heldur skarast þau og hafa áhrif hvert á annað. Þannig geta félagslegar breyt- ingar s.s. lát maka leitt til þunglyndis og haft áhrif á andlegt heilsufar, sem með keðjuverkun getur stuðlað að líkamlegum sjúkdómi. Nútíma öldrun- arfræði er sannarlega þverfagleg grein. Hún byggist á nánu samstarfi þeirra, sem fást við rannsóknir á því sviði til þess að það megi nýtast sem best hinum öldruðu og öllum þeim sem vinna í þjónustu þeirra. - Ég tel að á fáum sviðum heilbrigðisþjónustu sé samstarf þessara hópa jafn mikil- vægt og innan öldrunarþjónustunnar. Margt hefur verið ritað um lífeðlis- fræðilegar breytingar við öldrun og mismunandi kenningar komið þar fram t.d. um lífslengd mannsins. - í aldanna rás hefur hámarksaldur manna lítið breyst. - Eins og segir í Davíðssálmum: "ævi- dagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu". Meðalaldur manna í dag er hærri en fyrr á öldum vegna framfara í læknavísindum og batnandi lífskjara almennings. - Burt séð frá ytri aðstæðum, er hámarks lífaldur mannsins um 100 ár, en þrjú ár hjá músum, þannig eru greinileg aldurs- mörk sett öllum lífverum. - Eins og vöxtur og þroski líkamans fylgir ákveðnu lögmáli, þá sjást ákveðnar hrörnunarbreytingar á manns- líkamanum við öldrun. Vitað er að ein af orsökum hrörnun- arbreytinga mannslíkamans er frumu- dauði og minnkun hinna ýmsu boð- efna í taugakerfinu. Þegar fækkun á frumum í vefjum hefur náð ákveðnu marki fer að draga úr starfhæfni; rannsóknir hafa sýnt að draga fer úr starfsemi flestra lífeðlis- fræðilegra þátta líkamans upp úr 30 ára aldri, en mjög mikill einstaklings- munur er á því hvenær þessara breyt-

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.