Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Qupperneq 31

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Qupperneq 31
29 inga fer að gæta. - Helstu vefjabreytingar eru fólgnar í rýrnun beina, en þar eru mikil tengsl milli aldurs, kyrrsetu, fæðuvals og annarra lífshátta. Liðbrjósk þynnist, sérstaklega á þungaberandi flötum. Vöðvar rýrna og styrkur þeirra þverr og draga fer úr myndun boðefni í taugakerfi. - Mjög athyglisvert er að í öndunar- vöðvum og vöðvum augna, sem eru sístarfandi, finnast ekki sömu hrörn- unarbreytingar og í öðrum þver- rákóttum vöðvum. - Vefir hjarta og æðakerfis missa teygjanleika sinn og dælukraftur hjartans minnkar, blóð- þrýstingur hækkar og veldur það álagi á viðkomandi líffæri en öruggt er talið að minnkandi blóðstreymi til höfuðs hafi áhrif á starfsemi heilans. Starfs- hæfni lungna minnkar vegna breytinga í lungnavef og liðamótum brjóstkassa. - Breytingar í miðtaugakerfinu valda minnkandi viðbragðsflýti og það dreg- ur úr hraða hreyfinga, samhæfingu og jafnvægi. - Sjón og heyrn daprast og snerti- og stöðuskyn minnkar. Skammtímaminni skerðist oft hjá gömlu fólki og veldur því að það kýs það þekkta og vanabundna og lær- dómshæfileikinn skerðist af þeim sökum. - Ég fjölyrði ekki frekar um lífeðlis- fræðilega aldursbreytingar líkamans heldur legg áherslu á aðra þætti. Um fertugt fer hrörnunar að gæta, sem kemur fram í minni afkastagetu til vinnu og minnkaðrar getu til lík- amsæfinga en vitsmunalegur þroski mannsins eykst langt fram eftir aldri. Ef einstaklingurinn verður ekki fyrir heilsutjóni, sem hefur áhrif á heila eða miðtaugakerfi, getur hann haldið andlegu heilbrigði óskertu til æviloka. Skilningur og hugsunarhæfni okkar er óbreytt allt lífið ef við þá nennum yfirleitt að hugsa og stunda huglæg verkefni og látum ekki fjölmiðlafirr- ingu nútímans trufla okkur um of. I dag er talið að heilbrigður maður nái hápunkti andlegs þroska um sjötugt ef hann hefur nýtt sér gáfur sínar og hæfileika. - Aður fyrr var talið að þessu marki væri náð mun fyrr á ævinni og mætti nefna þar mörg dæmi. Sköpunargáfan og þörfin til að tjá sig í handverki getur náð hámarki á efri árum þegar einstaklingurinn fer að hafa tíma og aðstöðu til að sinna áhugamálum sínum, getum við þar nefnt bandarísku listakonuna Grandma Moses, sem byrjaði að mála 67 ára gömul. - Aðlögunarhæfni gam- als fólks er oft aðdáunarverð. Það verður oft að aðlagast breyttum að- stæðum s.s. heilsubresti, láti maka og ástvina, verða fyrir tekjuskerðingu og missa þjóðfélagsstöðu sína. Oft og tíðum þarf það að skipta um búsetu og umhverfi, og ósjaldan býr það við einangrun og afskipt af þeim sem eftir lifa. Segja má að allar þessar félagslegu breytingar geta valdið biturleika, upp- gjöf og vonleysi en yfirleitt sér maður þessa einstaklinga takast á við aðstæð- ur sínar með reisn og í andlegu jafn- vægi. Það sem hinn aldraði hefur misst af

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.