Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Page 35

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Page 35
Ásta Þórðardóttir Margrét Sigurðardóttir 33 ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR FYRIR ALDRAÐA í EIGU REYKJAVÍKURBORGAR Kannanir sem gerðar hafa verið á högum aldraðra sýna að langflestir aldraðra einstaklinga á íslandi vilja búa á eigin heimilum utan stofnana svo lengi sem kostur er. Þrátt fyrir það virðist þörf aldraðra fyrir breyt- ingar á búsetu vera all veruleg. Ný- byggingar þjónustuíbúða fyrir aldraða, undanfarin ár, er mælikvarði þar á. Hér er um að ræða annars vegar leiguíbúðir á vegum sveitarfélaga og hins vegar söluíbúðir sem byggðar hafa verið á vegum sveitarfélaga svo og ýmissa félagasamtaka. A vegum Reykjavíkurborgar voru fyrstu leiguíbúðir, eingöngu ætlaðar öldruðum, teknar í notkun 1972 á Norðurbrún 1. Tilgangurinn var fyrst og fremst að mæta vaxandi þörf aldr- aðra fyrir leiguhúsnæði. Upphaflega var gert ráð fyrir að í þessum íbúðum yrði engin sérstök þjónusta við íbúana þar eð þeir áttu að vera sjálfbjarga að mestu. Hins vegar hefur reynslan orðið sú að þjónustuþörf íbúanna hefur vaxið með árunum enda meðal- aldur orðinn nokkuð hár. Reykjavíkurborg á nú 220 verndaðar leiguíbúðir, sem leigðar eru öldruðum Reykvíkingum. Meðvernduðum leigu- íbúðum er átt við íbúðir með tak- markaða þjónustu. Þessar íbúðir eru í fjölbýlishúsunum Norðurbrún 1, Furu- gerði 1, Lönguhlíð 3 og Dalbraut 21- 27. Einnig er nú og á næstu mánuð- um verið að taka í notkun 56 vernd- aðar leiguíbúðir á Lindargötu 61-66. Auk þessa eru einnig leiguíbúðir fyrir aldraða á vegum Reykjavíkurborgar ætlaðar þeim sem ekki eru í þörf fyrir sérstaka þjónustu. í Norðurbrún 1, Furugerði 1 og Löng- uhlíð 3 eru samtals 142 einstaklings- íbúðir og 23 hjónaíbúðir. Sambærileg þjónusta er veitt í öllum þessum hús- um og er fólgin í húsvörslu, afnotum af sameiginlegu rými og möguleikum á að fá keyptan hádegismat alla virka daga. Ýmiss konar félagslega þjónustu er hægt að fá á staðnum svo sem hárgreiðslu, fótsnyrtingu og aðstoð við böðun. Einnig fer þar fram fjölbreytt tómstundastarf. í Furugerði og Löng- uhlíð eru auk þess litlar verslanir með helstu nauðsynjar. Öryggiskerfi er í öllum þessum íbúðum og vakt allan sólarhringinn. Heimilisþjónusta er veitt eftir þörfum og er háð einstakl- ingsbundnu mati. Ibúar hafa sinn eigin heimilislækni. Það skal tekið fram að íbúar þessara húsa greiða

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.