Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Page 36
34
sjálfir sína húsaleigu og einnig fyrir þá
þjónustu sem í boði er og þeir kjósa
að nýta sér.
í íbúðunum á Dalbraut 21-27 eru 46
einstaklingsíbúðir og 18 hjónaíbúðir í
raðhúsum. Þess má geta að þjónustan
á Dalbraut er nokkuð meiri en í öðru
leiguhúsnæði enda greiða íbúarnir
mánaðarlega sérstakt þjónustugjald
ásamt húsaleigu, rafmagni og hita. Á
Dalbraut er vakt allan sólarhringinn
og er öryggiskerfi tengt beint úr íbúð-
um í aðalvaktherbergi. Hádegisverður
er alla daga vikunnar en íbúar geta
auk þess fengið keypt fullt fæði.
Heimilishjálp og heimahjúkrun er eftir
þörfum hvers og eins. Lítil verslun er
á staðnum sem selur helstu nauð-
synjar. Læknir er ráðinn fyrir heimilið
og hefur hann fastan viðtalstíma tvisv-
ar í viku einnig getur fólk haft heim-
ilislækni að eigin vali. Félagsleg þjón-
usta þ.e. hárgreiðsla, fótsnyrting og
aðstoð við böðun er einnig í boði
ásamt fjölbreyttu félags- og tóm-
stundastarfi fyrir íbúana.
Eins og áður hefur komið fram er nú
verið að taka í notkun verndaðar
leiguíbúðir á Lindargötu 61-66. Fyrir-
hugað er að þar verði sambærileg
þjónusta og á Dalbraut 21-27. Þar
verður félags- og þjónustumiðstöð
fyrir alla Reykvíkinga 67 ára og eldri
og þá einkum ætluð þeim sem búa í
næsta nágrenni. Áætlað er að hún
verði tekin í notkun í maí á næsta ári.
Nauðsynlegt er að vekja sérstaka
athygli á því að ekkert þessara húsa
getur mætt þörf fyrir hjúkrunarþjón-
ustu. Því er gert ráð fyrir að þegar
íbúi þarfnast stöðugrar og viðvarandi
hjúkrunar sæki hann um vistun á
hjúkrunarheimili.
íbúðirnar sem hér hefur verið fjallað
um eru eins og áður kom fram, leigu-
íbúðir fyrst og fremst ætlaðar fyrir þá
Reykvíkinga 67 ára og eldri sem búa
við ótryggan leigusamning eða búa í
óhentugu eða heilsuspillandi húsnæði.
Þegar umsækjandi sækir um húsnæði
þarf hann að útfylla eyðublöð sem fást
bæði á aðalskrifstofu öldrunarþjón-
ustudeildar í Síðumúla 39 og félags-
og þjónustumiðstöðvum aldraðra.
Læknisvottorð á sérstaklega hönnuð-
um eyðublöðum þarf alltaf að fylgja
umsóknum. Skilyrði til að sækja um
er að vera orðin/n 67 ára og hafa búið
í Reykjavík síðastliðin 7 ár. Flytjist
umsækjandi úr höfuðborginni missir
hann rétt sinn til leiguhúsnæðis á
vegum Reykjavíkurborgar.
Þegar sótt hefur verið um húsnæði er
hver umsókn metin af starfshópi og
grundvallast matið á félagslegum,
fjárhagslegum og heilsufarslegum
aðstæðum umsækjenda.