Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Page 40
38
heimili var formlega tekið í notkun á
afmælisdegi bæjarins þann 11. maí sl.
Með tilkomu þessa nýja og glæsilega
húsnæðis hefur verið brotið blað í
sögu félags- og tómstundastarfs eldri
borgara í Kópavogi hvað húsnæði
varðar. Kópavogur hefur reyndar
alltaf verið sveitarfélag sem hefur látið
sig varða alla aldurshópa sem sveitar-
félagið byggja og þar hefur verið
blómlegt starf þessa aldurshóps á
þriðja tug ára.
í Gjábakka eru eldri borgarar að
takast á við hin ýmsu verkefni sem
þjálfa hug og hönd. Þar gefst þeim
kostur á að læra hin ýmsu handbrögð
svo sem glerskurð, silkimálun, taumál-
un, perlusaum, vefnað, keramik o.fl. I
vetur er einnig fyrirhugað að vera
með námskeið í myndlist, ritvinnslu á
tölvu, tungumálum, tréskurði og fleiri
ef óskir berast. Þá er einnig kennd
leikfimi, til að styrkja stoðkerfi líkam-
ans, fimm sinnum í viku í Gjábakka
og tekin eru dansspor af og til ekki
sjaldnar en einu sinni í mánuði.
Ekki má gleyma spilamennskunni.
Bridge er spilað tvisvar í viku einnig
er spiluð félagsvist og teflt. Þá starfar
blandaður kór eldri borgara og leik-
hópur verður að öllum líkindum einn-
ig starfandi í Gjábakka í vetur.
Engum blandast hugur um að allar
þessar athafnir eru markviss þjálfun í
að viðhalda og auka við þann reynslu-
þroska sem einstaklingarnir hafa.
Þannig má seinka áhrifum "elli kerl-
ingar" sem við fáum þó víst ekki um-
flúið.
Aldraðir hafa orðið
Eins og fram kom hér áður erum við
sem vinnum í þágu eldri borgara í
Kópavogi fús að leggja okkar af mörk-
um til að hægt sé að verða við óskum
þeirra um hvernig þeir vilja verja
sínum tómstundum. Við leggjum ríka
áherslu á að Gjábakki er félagsheimli
eldri borgara sjálfra - þessara einstakl-
inga sem margir hverjir eru frum-
byggjar þessa góða bæjarfélags sem
við búum í.
Við sem höfum kosið að sinna þess-
um málaflokki erum sannfærð um, að
engir viti betur en einmitt eldri borg-
arar sjálfir, hvernig þeir vilja verja
tómstundum sínum. Þess vegna er í
Gjábakka óska- og hugmyndabanki til
að allir geti komið óskum sínum og
hugmyndum á framfæri. Gestir Gjá-
bakka hafa líka verið áhugasamir um
að taka þátt í að móta vetrarstarfið og
er gott til þess að vita.
Við vonumst til að í þessu húsi séu
það raddir eigendanna sem enduróma
um salina.
Að endingu
Gjábakki félagsheimili eldri borgara í
Kópavogi er opið alla virka daga frá
kl. 9W-1700. í Gjábakka er heitt á
könnunni á opnunartíma og heima-
bakað meðlæti, sem selt er á vægu