Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Síða 45

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Síða 45
Gunnhildur Gísladóttir iðjuþjálfi 43 VÍSINDAÞING ÖLDRUNAR- FRÆÐAFÉLAGS ÍSLANDS Dagana 24. og 25. september hélt Öldrunarfræðafélag Islands vísinda- þing á Hótel Loftleiðum. Þingið var ætlað fyrir alla sem tengj- ast á einhvern hátt öldruðum. Þar mátti sjá fólk úr öllum heilbrigðisstétt- um og einnig aðstandendur aldraðra. Mæting var mjög góð og þingið tókst í alla staði mjög vel. Þar voru haldin tíu erindi og er ætlun mín að rekja í stuttu máli innihald þessara erinda. Fyrstu tveir fyrirlestrarnir voru haldnir af Dr. Margarethe Lorensen prófessor í hjúkrunarfræði við háskólann í Osló. Fyrra erindið hét "Holistic rehabilita- tion of the elderly" og fjallaði Dr. Margarethe þar um hve stóran þátt öldrunarþjónusta á, innan heilbrigðis- kerfisins. Hún ræddi um vaxandi þörf fyrir öldrunarþjónustu bæði innan sjúkrastofnana og utan. Einnig talaði hún um þörf eldri borgara fyrir hjálp þegar heilsa þeirra eða umhverfis- aðstæður breytast. Dr. Margarethe benti á að eldri borgarar og aðstand- endur þeirra vilja gjarnan hafa at- kvæðisrétt þegar ákvarðanir um heil- brigðis- og félagsmál eru teknar. Seinni fyrirlestur Dr. Margarethe hét "The elderlys mastery of every day activities of daily living. Environ- mental control". Þar skýrði hún frá sjálfshjálparlista sem útbúinn var vegna skorts á skipulegra mati á sjálfs- hjálpargetu eldra fólks. Listi þessi byggðist upp á "Orem’s work on selv- care" og mér virtist listi þessi svipa mjög til færnismats þess sem við iðjuþjálfar notum. Tekið var til grund- vallar við gerð listans m.a. líkamlegt og andlegt ástand og geta, félagslegar aðstæður - bæði umhverfi og aðbún- aður. Listinn er auðveldur í með- förum og getur notast á sjúkrahúsum, í dagvistunum og við heimaumönnun. Næsta erindi var flutt af Matthildi Valfells hjúkrunarfræðingi við öldrun- ardeild Landspítalans. Heiti hans var "Lyfjanotkun aldraðra í heimahúsum". Fjallaði fyrirlesturinn um könnun sem gerð var á aðal vandamálum í sam- bandi við lyfjatöku aldraðra og inn- byrðis vægi þeirra vandamála. þessi fyrirlestur vakti mikla athygli og voru niðurstöður könnunarinnar vægast sagt ógnvekjandi. 67 einstaklingar tóku þátt í könnuninni og var athugað lyfjatökumynstur þeirra, athugað hvort þau væru rétt tekin, hver sæi um lyfjatiltekt og þekking þátttakenda á lyfjunum könnuð. Einnig var athugað hvort líkamleg vangeta hamlaði lyfja- töku t.d. sjón, minni og geta til að opna lyfjaglös.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.