Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 9

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 9
Guðrún Pálmadóttir iðjuþjálfi 7 BREYTT HLUTVERK IÐJUÞJÁLFA í MEÐFERÐ GEÐFATLAÐRA Á REYKJALUNDI Inngangur Aðlögun að nýjum aðstæðum er fast- ur liður í starfi iðjuþjálfa og á það einnig við þó starfað sé innan sömu stofnunar. Breyttar aðstæður í sam- félaginu hefur áhrif á meðferðarþörf skjólstæðinga og þróun kenninga og aðferða í iðjuþjálfun skilar sér í nýjum leiðum til að mæta þessari þörf. Þessari grein er ætlað að gefa ein- hverja hugmynd um hvernig þessi fyrirbæri hafa haft áhrif á hlutverk iðjuþjálfa í meðferð geðfatlaðra á Reykjalundi. Sú sem hana ritar hefur starfað sem iðjuþjálfi á Reykjalundi árin 1975-1980 og aftur frá árinu 1987 til þessa dags. Upphaf og þróun Fólk með einhvers konar geðræn vandamál hefur til margra ára átt aðgang að endurhæfingu á Reykja- lundi. Þegar iðjuþjálfun hóf göngu sína þar 1974 beindu iðjuþjálfar samt sjónum sínum fyrst og fremst að vist- mönnum með líkamlegar fatlanir. Á þessu varð þó fljótlega breyting og innan tveggja ára var iðjuþjálfun orð- inn fastur liður í meðferð vistmanna með geðræna erfiðleika. Á þessum árum byggðist endurhæfingarstarfsemi á Reykjalundi eingöngu upp af sjúkra- þjálfun og iðjuþjálfun auk vinnuþjálf- unar. Iðjuþjálfum voru því engar skorður settar varðandi meðferðar- tilboð til handa þessum vistmönnum, sem oftast höfðu verið lagðir inn til þátttöku í vinnu og voru ekki í sjúkra- þjálfun. Hér var oftast um að ræða ungt fólk sem ekki hafði tekist að slíta tengslin við upprunafjölskylduna á jákvæðan hátt og hefja sjálfstætt líf. Aðstaða til búsetuþjálfunar á þessum árum var engin á Reykjalundi fyrir utan eldhúsþjálfun á iðjuþjálfunar- deildinni og úrræði eftir útskrift eins og sambýli o.fl. voru þá óþekkt hug- tök. Áherslan í meðferð iðjuþjálfa var því fyrst og fremst á að vinna með sjálfan sig í félagslegum tengslum auk mats og þjálfunar á starfshæfni. Mikið af meðferðinni fór fram í lokuðum hópum þar sem notuð var myndmeð- ferð (mural), tónlistarmeðferð, dans og látbragð auk sameiginlegra fram- leiðsluverkefna. Þessir einstaklingar voru þó ekki fleiri en svo að venjulega var ekki nema einn hópur í gangi með 5 til 8 vistmönnum, sem hittust einu sinni á dag. Auk þessa unga fólks

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.