Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 20

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 20
Hope Knútsson iðjuþjálfi 18 IÐJUÞJÁLFUN OG HLUTVERK HENNAR í GEÐLÆKNINGUM Eftirfarandi grein birtist í Geðvemd 1976. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi breyst í iðjuþjálfun geðfatlaðra, er fleira sem enn er í fullu gildi og er greinin því endurbirt með leyfi höf- undar. Um sögu stéttarinnar Iðjuþjálfun varð til sem starfsgrein á árum fyrri heimsstyrjaldar (1914- 1918). Óx hún hratt, einkum í ensku- mælandi löndum, þar sem mönnum var ljóst, að þörf var á að endurhæfa borgaralega sjúklinga, engu síður en hina óvígu hermenn. Gildi starfs eða iðju til hjálpar geðsjúku fólki hefur verið þekkt síðan á dögum Forn- Grikkja. Markviss notkun á iðju eða störfum til læknismeðferðar fyrir allar tegundir sjúklinga hefur þó aðeins verið viðurkennd síðan 1918. Frá lokum síðari heimsstyrjaldar hafa kenningar og hugtök iðjuþjálfunar kristallast. Endurhæfing hefur öðlast viðurkenningu sem eitt af hlutverkum lækninga. Iðjuþjálfun er nú komin vel á veg í 25 löndum og er í örum vexti í mörgum fleiri. Heimssamband iðjuþjálfa (World Federation of Occupational Therapy) var stofnað árið 1952. Þessi samtök hafa gert mikið til að koma upp námsbrautum, sem uppfylla alþjóð- legar kröfur um menntun iðjuþjálfa. Menntun iðjuþjálfa skiptist í 3 þætti: 1. Hinn læknisfræðilega hluta, sem nær yfir þekkingu á undirstöðu- atriðum í læknisfræði, þeim sjúk- legu fyrirbærum, sem fengist er við að lækna og notkun á kenningum iðjuþjálfunar. 2. Nám í þeirri tækni og athöfnum, sem notaðar eru í meðferð. 3. Kliniska þjálfun, þar sem nemend- ur meðhöndla ýmiss konar sjúkl- inga undir handleiðslu (super- vision) reynds iðjuþjálfa. Sem betur fer eru menntunarstaðlar og skólar það líkir í hinum ýmsu heimshlutum, að iðjuþjálfi, sem fengið hefur menntun og viðurkenningu í einhverju landi innan heimssamtaka iðjuþjálfa (W.F.O.T.), getur starfað í öðrum löndum samtakanna. Á íslandi er starfsgreinin, sem nefnd hefur verið iðjuþjálfun, enn mjög ung. 10 iðjuþjálfar með fulla menntun og réttindi eru við störf á Islandi, bæði

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.