Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 18

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 18
_____________________________________16 Maren Ósk Sveinbjörnsdóttir iðjuþjálfi IÐJUÞJÁLFUN í HEIMAHÚSI Loksins læt ég heyra frá mér af lands- byggðinni. Ég flutti til Hornafjarðar í janúar 1991, þá hafði ég unnið rúm 4 ár á Geðdeild Landspítalans. Ég byrj- aði að vinna sem leiðbeinandi í sér- kennslu við barnaskólann hér. Ekki er ætlunin að tala um þá vinnu, nema að ég var mjög ósátt við að fá ekki að starfa undir mínu starfsheiti, því mín menntun nýttist vel í þessu starfi. Mig langar að segja frá aukavinnunni sem ég var í. Ég var varla stigin út úr flugvélinni þegar mér var boðið 20% starf hjá bæjarfélaginu hér. Starfið fólst í því að vinna með geðfatlaða konu sem hafði verið með annan fótinn á Geðdeild Lsp. síðastliðin 5- 7 ár. Margir voru búnir að reyna að vinna með hana hér, en allir gefist upp, því enginn hafði reynslu á þessu sviði. Þar sem ég þekkti þessa konu frá Geðdeild Lsp. þá fannst mér spennandi að vinna með hana á henn- ar heimili. Þessi kona (X) er þunglynd og með þráhyggju, hún er fráskilin með 3 unglinga á framfæri. Ég byrjaði á að setja ákveðna og fasta ramma utan um líf hennar og vann í samvinnu við heilsugæslustöð og félagsmálastjóra. X hafði oft misst stjórn á lyfjamálum sínum þannig að ákveðið var að hún færi tvisvar sinn- um í viku á heilsugæslustöðina til að ná í lyf, þar sem hún tengdist einum hjúkrunarfræðingi. I dag fer hún einu sinni í viku og mun það fyrirkomulag verða áfram. Fyrsta hálfa árið fór ég til X 1 klst. fimm sinnum í viku, því hún þurfti mikinn stuðning frá mér við allt heim- ilishald. Einnig hringdi hún í mig ef eitthvað kom upp á sem hún réði ekki við. Næsta IV2 árið vann ég í því að koma þokkalegu jafnvægi á heimilis- haldið, minnkaði viðverutíma minn niður í þrisvar sinnum 1 klst í viku og bætti inn félagslegu prógrammi svo sem gönguferðum og leikfimi. Eftir tveggja ára þjálfun og endur- hæfingu var komið stöðugt ástand og taldi ég ekki þörf á iðjuþjálfa lengur. Ráðin var ófaglærð kona sem fékk ráðgjöf frá mér 1 klst. á viku í V2 ár þar til ég fór í barnseignarfrí. Þessi kona vann í 3 mánuði í viðbót en þá var ný ráðin inn á heimilið sem fékk enga faglega ráðgjöf og þá fór allt að fara niður á við aftur. Ég byrjaði síðan að vinna á Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra á Höfn í mars sl. og tók þá við þessum málum aftur. Ráðin var ný kona inn á heimili

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.