Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 27

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 27
25 hennar með athöfnum, sem gera hana meira aðlaðandi og gefa henni tilfinn- ingu fyrir sjálfri sér sem slíkri. Fyrra markmiðið má nálgast með því að hjálpa henni til að búa til kjól handa sér. Til þess þarf að taka mál af lík- ama hennar. Vinna má að síðara markmiðinu á meðan hún er að búa til kjólinn með því að ræða það, sem er jákvætt við útlit hennar, hvað fer henni best o.s.frv. Jafnvel handavinnu- verkefni eins og það að búa til skart- grip er heppilegt í sama tilgangi með svipuðum umræðum. Næsta skref fyrir þessa stúlku gæti verið að taka þátt í kvennahópi, þar sem hún gæti fengið stuðning og álit annarra um útlit sitt. Þar á eftir gæti hún tekið þátt í blönduðum hópi beggja kynja, þar sem hún hefur tækifæri til þess að auka hæfni sína í persónulegum sam- skiptum enn frekar. Annað dæmi um einstaklingsbundna iðjuþjálfun er að vinna með sjúklingi, sem truflar teiknigrúppu með kröfu um stöðuga athygli. Hann gerir þetta með því að nota allt blaðið fyrir sjálf- an sig, svo að lítill tími eða rúm er fyrir aðra, sem verða því reiðir. Frem- ur en að útiloka þennan sjúkling úr hópnum og þar með endurtaka hafn- andi viðbrögð, sem hann hefur fengið oft áður á ævinni, þá vinnur iðjuþjálf- inn með hann einan nokkurn tíma, leyfir honum að nota heilt blað af sömu stærð fyrir sjálfan sig, tjá það, sem hann vill. Þannig fær sjúklingur- inn þá athygli, sem hann þarfnast svo mjög. Iðjuþjálfinn ræðir við hann ókosti þess að krefjast svo mikillar athygli í hópnum og útskýrir, hvernig hann getur fullnægt þörf sinni í einka- tímunum. Á þennan hátt er sjúklingn- um hjálpað til að vera áfram þátt- takandi í hópnum, bæta atferli sitt þar og í fyrsta skipti fá hrós og stuðning frá öðrum fyrir. Þegar hann fær athygli með eðlilegra atferli getur hann dregið úr hinum pirrandi aðferð- um sínum. Á dvalarheimili, þar sem flestir vist- menn eru annað hvort í vinnu eða dagsjúklingar, er þörf fyrir félaga- samtök til hjálpar fólki, sem kann ekki að nota frítíma sinn á jákvæðan hátt. Þetta fólk á oft erfitt með að eignast vini og lendir stundum aftur inni á spítalanum vegna einmanaleika, þung- lyndis eða drykkjuskapar. Iðjuþjálfinn mundi við þessar aðstæður koma á reglulegum kvöldvökum í ýmsu fonni, þannig að þetta fólk fengi sem marg- víslegust tækifæri til félagslífs. Þar með þyrfti þetta fólk ekki að sitja einsamalt í herbergjum sínum, ein- angrað, með svipaðar ófullnægðar þarfir. Iðjuþjálfi kann að koma upp vinnu- prógrömum, ýmist innan veggja sjúkrahússins eða í endurhæfingar- stöðvum. Sjúklingastörf inni á spítal- anum eru mikilvægt millistig til að undirbúa sjúklinga, áður en þeir fara út á hinn kröfuharðari vinnumarkað, þar sem samkeppni er meiri. Það er

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.