Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 34

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 34
32 Bent er á að góð leið til sjálfsbjargar fyrir aðstandendur sé að mynda hópa með öðrum aðstandendum en margir slíkir hópar eru þegar starfandi í Danmörku. Engar af fjölskyldunum sem Inger talaði við höfðu nokkru sinni verið spurðar af starfsfólki geðdeilda hvern- ig þeim sjálfum liði og hvernig þær bæru sínar byrðar. - Það er ekki þeirra vandamál. Inger bendir á að starfsfólk geðdeilda vinni undir geysimiklu álagi og gengur jafnvel svo langt að segja að vinna með alvarlega geðsjúka sé erfiðasta vinna sem hugsast geti. Hún spyr því hvort hægt sé að ætlast til að starfs- fólkið styðji örvæntingarfulla foreldra? Hversu mikla sorg og örvæntingu er hægt að taka á sínar herðar? Inger telur æskilegt að aðstandendum væri boðið upp á aðstoð og stuðning ("krisehjælp") ef ekki af stofnuninni þar sem sjúklingurinn er innlagður þá að vísa á aðra aðila úti í bæ. Fram kemur að í Danmörku er nú í gangi tilraun þar sem sjúkrasamlagið greiðir hluta af kostnaði við sálfræðiaðstoð fyrir fólks sem fær alvarlegan sjúkdóm og aðstandendur þeirra. EN þetta gildir ekki fyrir foreldra fólks með geðræna sjúkdóma. í lok bókarinnar veltir höfundur fyrir sé hvað sé til ráða. Hún bendir á nauðsyn þess að marka ákveðna stefnu í málum aðstandenda. Auk þess: - að gera sjúkrahúsin/stofnanirnar heimilislegar og þægilegar svo það sé auðveldara að koma þangað í heimsókn að mennta starfsfólkið svo það verði færara um að styðja aðstand- endur - að bjóða aðstandendum upp á fræðslu um sjúkdóminn, meðferð hans og endurhæfingu. að gefa ráð varðandi vandamál daglega lífsins - að hjálpa foreldrum að finna jafn- vægi milli ábyrgðar á veiku barni sínu og þeirra eigin lífi að vinna með sjálfshjálparhópum aðstandenda og benda öðrum á þann möguleika o.m.fl. sem of langt er hér upp að telja en lesið bara bókina - hún er sannarlega þess virði. Jafnt fyrir þá sem vinna á geðsviði sem aðra sem vinna með fólk. Við megum ekki gleyma - hvar sem við vinnum - að á bak við hvern sjúkling sem við hittum er fjölskylda, oft fjölskylda í kreppu. Því er bókin þörf áminning. Fjölskyldan er hluti af heildar- aðstæðum - er það ekki það sem við vinnum með?

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.