Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 24

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 24
22 - Hvernig honum gengur að nota dómgreind, velja og taka ákvarð- anir. - Hversu vel hann getur fylgt fyrir- mælum og skilið, hvað er að gerast í kringum hann. - Hvernig hann bregst við tillögum, gagnrýni eða lofí. Þessar almennu vinnuvenjur, sem og aðrar, er hægt að meta meðan sjúkl- ingar eru að framkvæma jafnvel til- tölulega einfaldar athafnir. Þegar búið er að meta atferli og venjur, getur iðjuþjálfínn séð, hvar veikleiki er og einnig hvar styrkur er. Þá eru sett markmið með hliðsjón af getu sjúkl- ingsins. Síðan má velja verkefni og sníða þau til, svo að þau hvetji til þroska og jákvæðra breytinga. Iðjuþjálfínn er menntaður til að greina verkefni í frumparta sína. Þeg- ar einstakir hlutar verkefnisins hafa verið greindir að, er hægt að móta verkefnið til þess að bæta athafnagetu sjúklingsins. Dæmi um þetta er atriði úr daglegu lífí. Iðjuþjálfínn hefur verulegan áhuga á, hvort sjúklingur getur rakað sig eða ekki. Þegar athug- að hefur verið og metið, hvernig viðkomandi ber sig til við rakstur, getur iðjuþjálfínn greint hvað atriði verksins maðurinn á í erfiðleikum með. Þá má reyna að leysa vanda- málið með því að breyta aðstöðunni eða kenna þá tækni, sem þarf til þess að sjúklingurinn geti rakað sig hjálp- arlaust. Iðjuþjálfinn hefur áhuga á verkefnum í daglegu lífí einstakl- ingsins, vegna þess að hann er endur- hæfíngarstarfskraftur. Því er eitt af helstu markmiðum hans að hjálpa sjúklingum til að verða eins sjálfstæðir og taka eins mikla ábyrgð á sjálfum sér og kostur er. Þetta er mjög mikil- vægt atriði, því að sjúkrahúsumhverfið hefur oft tilhneigingu til að taka frá sjúklingum möguleika á að taka ákv- arðanir og vera sjálfstæðir. Það er algengt, að sjúklingar verði mjög háðir stofnuninni og starfsliði hennar. At- hafnaprógröm, sem hvetja sjúklinga til að taka ákvarðanir og ábyrgð á öllum sviðum lífsins, eru ómetanleg til að þeir geti orðið sæmilega virkir í sam- félaginu aftur. Athafnir koma fólki í samband við hluti, sem eru utan við það sjálft. Því meiri persónulega þýðingu, sem at- höfnin hefur fyrir sjúklinginn, því gagnlegri er hún. Iðjuþjálfun leggur því áherslu á að velja athafnir, sem hafa þýðingu fyrir þarfír (basic needs) sjúklingsins, fremur en að finna þeim eitthvað til að gera til að drepa tím- ann á spítalanum. Með leiðbeiningu í jákvæðu umhverfi getur sjúklingur styrkt varnir sínar. Þegar fólki tekst að gera eitthvað jákvætt eykst sjálfstraust þess. Við vitum, að fólk hefur áhuga á að standa sig betur, hafí það þá tilfínningu að það sé að taka framför- um eða gera gagn. Slík tilfínning gefur hugrekki til að takast á við flóknari aðstæður í lífínu og gerir okkur fúsari að taka meiri ábyrgð.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.