Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 23

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 23
21 Athöfn er nauðsynleg fyrir allt fólk, hvort sem það er líkamlega eða and- lega heilt eða veikt, til þess að gefa frið frá kvíða og spennu og til að örva þroska. Vegna friðandi áhrifa geta athafnir auðveldað verulega lækningu þeirra, sem eru lamaðir af kvíða. Sú friðun kemur strax. Það þarf ekki að bíða þess, að hægt sé að fást við grundvallarorsök kvíðans. Þó má segja, að því betur sem athöfn er sniðin til að fást við orsök kvíðans, því betur verkar hún. Margir sjúklingar leiðast út í þann vana að framkvæma tiltölulega tilgangslausar athafnir, þegar þeir eru kvíðnir, vegna þess að jafnvel slíkar athafnir hafa nokkurt kvíðaróandi gildi. Sé slíkum sjúkling- um veitt tækifæri til að taka þátt í þýðingarmeiri athöfnum, geta þær hjálpað þeim til þess að losna við hinn fyrri tilgangslitla vana sinn. Þegar kvíðafargi léttir af sjúklingi, losnar um orku, sem sjúklingurinn getur notað í fyrsta lagi til þess að koma sér í samt lag, og síðan getur hann notað þessa orku til þess að læra nýja, heppilegri sjálfstjáningu. Iðjuþjálfi getur skipulagt verkefni og notað sjálfan sig þannig til að koma á nýjum aðferðum gegn kvíða sjúkl- ings síns og kennt honum betur að ráða við hann. Dæmi: Það er þekkt, að því óskýrar sem gefnar aðstæður eru afmarkaðar - því óskýrari sem öll mörk eru - þeim mun meiri kvíða veldur það viðkomandi persónu. Ef markmiðið er að minnka spennu, er valin til þess vel afmörkuð og skipu- lögð vinnuaðstaða. Eftir því sem sjúkl- ingi er hjálpað til að auka kvíðaþol sitt, má smám saman gefa honum óskýrari aðstæður til að vinna við. Athafnir og athafnahópar gefa þeim sjúklingum, sem eiga erfitt með að tjá hugsanir sínar og tilfinningar með orðum, tækifæri til að tjá sig á annan hátt. Þannig má líta svo á, að meðferð með þátttöku í athöfnum veiti tæki- færi til að prófa raunveruleikann, fá álit annarra á atferli sínu og til að æfast í að taka ákvarðanir. Athafna- meðferð er ætluð til að skapa þroska með virkni með og án orða. Þegar sjúklingur er að starfi, hefur sá, er sér um meðferð hans, möguleika á að meta starfsgetu hans og vinnu- brögð. Án tillits til þess, hvað viðkom- andi er að gera, sýnir hann á hvern hátt hann er vanur að nálgast verk- efni. Þessar venjur hans koma fram við alls konar aðstæður, t.d. á vinnu- stað, heima við og í félagslífi. Sumar af þeim venjum, sem hægt er að sjá á þennan hátt, eru: - Hversu mikið viðkomandi getur unnið í einu. - Hversu lengi hann getur einbeitt sér. - Hvernig hann bregst við öðru fólki 1 umhverfinu. - Hvernig hann bregst við kröfum, sem gerðar eru til hans. - Hvernig hann bregst við eigin velgengni, eða mistökum við að ljúka verkinu.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.