Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 33

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 33
31 Höfundur rifjar upp að á sjöunda áratugnum var sú skoðun ríkjandi að það væru fyrst og fremst foreldrarnir sem framkölluðu geðklofa hjá ungu fólki. Því var fjölskyldunni haldið utan við alla meðferð og samband á milli fjölskyldu og sjúklings oft talið óæski- legt. Frá þessum tíma þekkjum við hugtök eins og skizogenic mother o.fl. Fjölskyldur/foreldrar geðklofa ein- staklinga þurftu því að þola óbeinar og beinar ásakanir, berjast við sektar- kennd og örvæntingu fyrir utan sorg- ina, einsemdina og óttann sem er svo alvarlegum sjúkdómi samfara. Nú í seinni tíð hefur fagfólk hallast æ meira að því að geðklofi sé til kominn vegna líffræðilegra og efnafræðilegra breytinga í heila. Geðldofi er langtíma sveiflukenndur sjúkdómur. Sjúkdóms- sveiflurnar stjórnast af ýmsu m.a. er litið svo á að fjölskyldan geti átt þátt í þeim vegna þeirra tilfinninga sem bindur fjölskyldumeðlimi saman inn- byrðis en jafnframt er fjölskyldan líka fórnarlamb sjúkdómsins. Það er fyrst nú á síðustu árum sem athyglin er farin að beinast að þörfum aðstandenda geðklofa einstaklinga. I bókinni kemur ítrekað fram að aðstandendur hafa verið mjög afskipt- ir og einir í erfiðleikum sínum. Þeir hafa fengið ótrúlega litlar upplýsingar um sjúkdómsgreininguna, sjúkdóms- ferlið, meðferðina og leiðir til hjálpar og stuðnings úti í samfélaginu. Þeir hafi verið skildir eftir í óvissu og vanþekkingu á sjúkdómnum, þannig að þeir hafi oft á tíðum rangar hug- myndir og óraunhæfar væntingar. Reynsla ættingjanna af heilbrigðiskerf- inu (stofnunum og starfsfólkinu þar) er nær undantekningalaust mjög nei- kvæð. Mörg dæmi eru nefnd í bókinni þessu til staðfestingar. í bók sinni bendir Inger Greve á að flestir foreldranna séu miðaldra þegar barn þeirra veikist - en sjúkdómurinn er yfirleitt greindur frá unglingsaldri fram að miðjum þrítugsaldri. Þá eru þeir á þeim aldri sem "venjulegir" foreldrar fara að fá meiri tíma fyrir sjálfa sig. En hjá foreldrum geðklofa einstaklinga verða vandamálin meiri en nokkru sinni. Áður fyrr voru geðsjúklingar meira einangraðir á stofnunum og fengu ekki að hafa samneyti við sínar fjöl- skyldur en nú eru innlagnir styttri og ætlast er til að fjölskyldan taki við og styðji sjúklinginn þegar hann útskrif- ast. Því er ábyrgð þeirra mikil og álagið getur verið geysilegt við útskrift og þá segjast aðstandendur oft finna fyrir mikilli einsemd og óvissu. í bókinni kemur einnig fram að þrátt fyrir aukna ábyrgð og þátttöku for- eldra eru þeir ekki boðaðir til útskrift- arfundar til að ræða ýmis praktísk mál varðandi framtíðina eða til að fá ráðleggingar og stuðning. Samt þykir sannað að afstaða fjölskyldunnar til sjúklingsins skipti afar miklu máli; hún er yfirleitt mikilvægasti hlekkurinn í velheppnaðri útskrift.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.