Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Qupperneq 13

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Qupperneq 13
11 um hvern og einn. í áfangaskýrslu er greint frá mati og meðferðaráætlun og í lokaskýrslu þeirri meðferð sem var veitt og hvaða árangur náðist. Umfangsmikið svið: Iðjuþjálfar á Reykjalundi hafa til nokkurra ára skipt skjólstæðingum sínum upp í hópa eftir sjúkdómsgrein- ingu. Sú sjúkdómsgreining sem er aðalástæðan fyrir tilvísun í iðjuþjálfun hefur verið látin ráða ferðinni. Á árinu 1993 útskrifuðust úr iðjuþjálfun á Reykjalundi 69 vistmenn með geð- ræna erfiðleika sem aðalástæðu tilvís- unar. Af þessum 69 vistmönnum fengu 61 einstaklingsmeðferð í iðju- þjálfun, 47 tóku þátt í slökunar- námskeiði og 19 tóku þátt í bak- /verkjaskóla. 5 úr þessum hóp dvöld- ust á áfangastaðnum hluta af dvalar- tíma sínum og 11 voru í vinnuþjálfun á iðnaðardeildum eða annars staðar á stofnuninni. Komur í einstaklinga- meðferð voru að meðaltali 38 á hvern vistmann með geðræn vandamál. Aðeins sá hópur sem skilgreindur er sem þroskafrávik var með jafnhátt meðaltal, en meðalkomufjöldi annarra hópa var í kringum 17. Allar komur aðrar en í bak-/verkjaskóla og á slök- unarnámskeið flokkast sem komur í einstaklingameðferð og af þeim áttu vistmenn með geðræn vandamál 2338 eða 23% af heildinni. Auk þessa er töluverður fjöldi vistmanna innan annarra sjúkdómsgreiningahópa sem fá meðferð í iðjuþjálfun á sömu nót- um. Er þar fyrst að telja vistmenn með langvinn verkjavandamál, en einnig stundum vistmenn með áunnin heilaskaða eða þroskafrávik. Af þessu má sjá hversu umfangsmikið þetta svið er innan iðjuþjálfunar á Reykja- lundi. Lokaorð Iðjuþjálfun fyrir geðfatlaða á Reykja- lundi hefur tekið heilmiklum breyting- um gegnum árin. E.t.v. má segja að þróunin hafi verið í þá átt að fjarlægj- ast meir og meir það sem á Norður- löndum er litið á sem "hefðbundna geðiðjuþjálfun" innan stofnana. í því samhengi má ekki gleymast að heild- arumhverfi geðfatlaðra vistmanna á Reykjalundi er mjög frábrugðið því sem gerist á stofnunum sem einungis eru ætlaðar geðfötluðum. Það er von höfundar þessarar greinar að hún geti kveikt einhvern áhuganeista hjá iðju- þjálfum sem eru að leita nýrra leiða í starfi og hjá iðjuþjálfanemum sem hafa áhuga á verknámi á íslenskri grund. Það er alltaf þörf fyrir nýjar hugmyndir og ábendingar því þróunin mun örugglega halda áfram.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.