Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Side 11

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Side 11
9 vistmanna á Reykjalundi sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Bæði er það að hópurinn hefur breyst og að iðjuþjálfarnir hafa leitað á ný mið í hugmyndafræði til að stýra iðjuþjálfa- meðferð. Færri vistmenn í langtíma endurhæfingu: Sá hópur sem þarf á langtíma endur- hæfingu að halda er nú orðinn til þess að gera fámennur, e.t.v. vegna þess að nú eru til fjölbreyttari endurhæfingar- tilboð víða um land. Þá er einnig orðið minna um eldra fólk með geð- ræn vandamál á Reykjalundi. Fækkun vistmanna í langtíma endurhæfingu hefur í för með sér að minna er um þjálfun í heimilisstörfum og minna um starfshæfnimat og -þjálfun. Iðjuþjálfar undirbúa að sjálfsögðu þá vistmenn sem valdir eru til dvalar á áfangastað Reykjalundar. Aðstoð og leiðbeiningar á áfangastaðnum er í höndum starfs- manns frá iðjuþjálfun undir hand- leiðslu iðjuþjálfa. Enginn vistmaður byrjar heldur í vinnuþjálfun á iðnaðar- deildum Reykjalundar né annars staðar á stofnuninni án undangengins mats í iðjuþjálfun. Vinnuþjálfun á iðnaðardeildum er í höndum verk- stjóra þar, en í mjög góðri samvinnu við iðjuþjálfa. Nyr hópur sem afleiðing af brevttu samfélagi: Stærsti hópurinn með geðræn vanda- mál á Reykjalundi í dag er fólk á miðjum aldri sem ýmissa hluta vegna hefur misst tökin á tilverunni. Það er ekki á allra færi að halda í við hrað- ann í samfélaginu og standast allar þær kröfur sem gerðar eru til okkar í þeim fjölmörgu hlutverkum sem við gegnum. Þessir einstaklingar hafa oftar en ekki verið í mikilli vinnu allt fram til þessa auk þess að bera mikla ábyrgð innan fjölskyldunnar. Oft er upplausn í heimilislífinu og í forsög- unni má stundum finna misnotkun af einhverju tagi. Einn góðan veðurdag, kannski í kjölfar einhvers smávægilegs áfalls, kiknar viðkomandi undan álag- inu, yfirkominn af streitu og kvíða. Þessi hópur vistmanna er hvorki í þörf fyrir búsetuþjálfun né starfshæfnimat. Þessir einstaklingar hafa fyrst og fremst þörf fyrir að skoða sinn lífsstíl og hvernig þeir nýta tíma sinn. Þeir þurfa að finna leið til að koma á jafnvægi milli vinnu, tómstunda og hvíldar og læra að ráða við streitu og kvíða. Fyrir marga hafa skyldustörfin verið svo stór hluti af lífinu að ekki hefur verið pláss fyrir neitt annað. Vistmenn þurfa oft aðstoð við að átta sig á hvernig best sé að skipuleggja daglegt líf þannig að þeir njóti örugg- lega einhvers hluta af því. Gleðigjafar og andleg næring er öllum nauðsynleg eigi þeir að geta staðið undir allri þeirri ábyrgð sem á herðum þeirra hvílir. Breytt hugmvndafræði og meðferð: Önnur ástæða fyrir breyttri áherslu í meðferð iðjuþjálfa eru áhrif frá MOHO eftir námskeið Kielhofners í

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.