Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 40

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 40
38 sem að róla fram og til baka og snúa sér í hringi. Þeir fóru þó fljótlega yfir í að þróa ýmis afbrigði, þar sem fleiri skyn- og hreyfiþættir blönduðust inn í jafnvægisskynsörvunina. Sum tækj- anna voru einnig þannig uppbyggð að þeir urðu að hjálpa hver öðrum við að komast í þau og þannig voru þau hvati að jákvæðum samskiptum; að hjálpa og þiggja hjálp. Strax varð vart jákvæðra breytinga og voru áhrifin mjög greinileg þær sex vikur sem meðferðin varði. I upphafi voru strákarnir þróttlausir og daprir þegar þeir mættu í æfingatíma, en fljótlega byrjuðu þeir að flissa, voru virkir í að kanna áhrif hinna ýmsu skynhrifa og spreyttu sig á þeim lík- amlegu áskorunum, sem tækin buðu uppá. Breytt geðslag og betra úthald voru einnig áberandi í hóptímunum, sem þeir fóru í strax á eftir skyn- og hreyfileikjunum. Þeir voru ræðnari, virkari þátttakendur og samskipti þeirra tveggja voru jákvæðari. Björn var ekki jafn stríðinn og studdi Jón í að bregðast réttar við togstreitu. Strákarnir fóru einnig að mæta betur. Þessu meðferðardæmi er á engan hátt hægt að jafna við staðlaða rannsókn og aðrir þættir í meðferðinni hafa án efa einnig haft jákvæð áhrif á líðan strákanna. Það sem er eftirtektar- verðast við þessa sögu er, hversu skjótt Björn og Jón tóku við sér við jafnvægisskynsörvunina og hve greini- legt var að þeim gekk betur að nýta sér þann hluta meðferðarinnar, sem beindist að atferli og hugsunum; þátt- um sem voru þeirra stærsta vandamál í skóla og heima. Dæmið bendir einnig til þess að hægt sé að nota leiðir í meðferð, sem ekki virka ógnandi á einstaklinginn en eru engu að síður skilvirkar, þegar þarf með skjótum hætti að draga úr þung- lyndi og auka virkni barna, sem þjást af alvarlegu þunglyndi. HAND REHABILITA TION A PRACTICAL GUIDE Edited by: Gayland L. Clark, E.I. Shaw Wilgis, Bonnie Aiello, Dale Eckhaus og Lauren Valdate Eddington Bókin skýrir sig sjálf, handhæg, góð bók sem tekur fyrir prófanir og handmat. Segir frá sjúkdómum í höndum og öxlum og meðferð sem tilheyrir. Praktísk og góð bók Rannveig K. Baldursdóttir

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.