Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Page 35

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Page 35
___________________________________33_____ Annetta A. Ingimundardóttir iðjuþjálfi þýddi SÉRGREIN IÐJUÞJÁLFA: LÍFSGÆÐI Hér fylgir frjálsleg þýðing á stuttri grein sem birtist í danska iðjuþjálfa- blaðinu Ergoterapeuten nr. 21 1993, skrifuð af Kim Johansen sem er iðju- þjálfi á geðdeild í Danmörk. Gæti hugsast að þú kannaðist við þessar aðstæður. Það er laugar- dagskvöld, stór veisla, þríréttaður matur og eins mikið af freyðandi víni og þörf er á. Við hliðina á þér situr þessi líka huggulegi herra sem að sjálfsögðu endar á því að spyrja: "Já, - og við hvað starfar þú svo?" Og í hinum flóknu kerfum heilabús- ins, myndast á sekúndubroti eftir- farandi hugsanir: Ættir þú að gefa þér tíma til að velta upp öllum þeim áhugavekjandi hliðum á faginu, þar með talið hugmyndir Leontjevs, eða ættir þú að reyna þetta gamla góða sem "allir" þekkja FÖNDUR og þann- ig sleppa auðveldlega frá öllum nánari umræðum um fagið. Eða kannski bara freistast til að líkja þér við sjúkraþjálfa "en samt er það ekki alveg það sama" og enda í einhverjum meiriháttar útskýringum sem algjör- lega missa marks, borðherrann er að sofna! Ég hef oft lent í þessari þrautargöngu þennan tíma sem ég hef verið iðju- þjálfi. Og það er jafn ruglandi í hvert sinn, eða réttara sagt var það þannig þangað til að ég einn dag áttaði mig á því að ég gæti sparað mér fullt af orðum við að segjast vera lífsgœða- hönnuður. Lífsgæði er stærð sem er nokkuð erfitt að lýsa, þó svo að margir hafi freistast til að skilgreina hugtakið. En það má samt sem áður segja að inni- hald orðsins eigi sameiginlegan skiln- ing í meðvitund flestra, þannig að það skilst ótrúlega vel. Ég ætla að reyna að koma með nokkrar skýringar á hvað ég á við með lífsgæðum, þó svo að ég viti að það sé engan veginn tæmandi. En allavega ... - Lífsgæði eru þegar frumþarfirnar eru uppfylltar án þess að það kosti alltof mikla fyrirhöfn. - Lífsgæði eru að hafa það jákvæða mynd af sjálfum sér að maður hafi ekki stöðugt þörf fyrir að fá stað- festingu á sjálfum sér. En að sjálf- sögðu verður að vera rými og tími til að geta tekið hrósi. - Lífsgæði eru að finna að það sé pláss fyrir mann í samfélaginu. Að þar séu verkefni sem aðeins ég get leyst. Að þar séu félagsleg tengsl þar sem ég er ómissandi hlekkur.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.