Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 46

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 46
__________________44__________________ OCCUPA TIONAL THERAPY SKILLS FOR PHYSICAL DYSFUNCTION: Pedretti, Lorraine Williams, Zoltan, Barbara; 3rd ed. 1990 The C.V. Mosby Company Eins og nafnið gefur til kynna er þetta bók um meðferð iðjuþjálfa á sjúkling- um með líkamlegar fatlanir. Hún er skrifuð sem kennslubók fyrir nemend- ur á BS stigi og þá sem eru í grunn- iðjuþjálfanámi á MS stigi. Nauðsynlegt er, til að hafa not af bókinni, að hafa þekkingu á grunnfögum s.s. almennri sálarfræði, líffærafræði, lífeðlisfræði, taugalíffræði, taugalífeðlisfræði, hreyfifræði o.fl. Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um grunninn fyrir meðferð: þ.m.t. hug- myndafræði, viðmiðanir ("frames of reference"), sálfélagslega hluta líkam- legrar fötlunar, meðferðaráætlanir og skráningu. Annar hluti bókarinnar er um þau möt og meðferðir sem almennt eru notaðar í iðjuþjálfun. Sagt er frá aðferðum til að mæla hreyfiferla, kraft, vöðvaspennu (tonus), skynjun o.s.frv. Mikið er af myndum og einnig eru ýmis matseyðublöð sýnd. Farið er yfir aðferðir/meðferð, athafnir þar á meðal, markvissar æfingar, ADL, vinnuherðingu (work hardening), fjórar mismunandi aðferðir í sensory motor meðferð og taugalífeðlisfræði- legan grunn þeirra o.fl. í síðasta hluta er fjallað um mat og meðferð við sérstaka sjúkdóma, s.s. stúfhögg, bruna, gigt, handarslys/mein, hjartasjúkdóma, bakveiki, helftar- lamanir, mænuskaða o.fl. í lok hvers kafla eru spurningar úr efni kaflans. Einnig eru "Case studies" í hverjum kafla í þriðja hluta bókar- innar. Fjöldi mynda er í bókinni þar sem sýnd eru ýmis einkenni, prófanir t.d. hvernig staðan á að vera við mis- munandi vöðvastyrksmælingar, með- ferðaraðstæður, þ.e. hvernig hægt er að stilla upp fyrir meðferð, einnig eru margar myndir af matseyðublöðum og meðferðaráætlunum, sem geta gefið hugmyndir um hvernig matseyðublöð og viðmiðunarprógröm geta litið út. SAMANTEKT: Þessi bók er mjög góð grunnkennslubók í iðjuþjálfun * fyrir líkamlegar fatlanir. I henni eru sýnd eyðublöð fyrir mat, meðferðar- áætlanir sem gætu verið verð þess að skoða við gerð viðmiðunarprógrama og meðferðaráætlana. Þetta er gott uppflettirit fyrir starfandi iðjuþjálfa Lilja Ingvarsson iðjuþjálfi.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.