Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Page 31

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Page 31
29 frá fjölbreyttri og oft óhefðbundinni reynslu sinni sem iðjuþjálfi og Dorph fræddi okkur hvernig væri að vera "psykótískur". Þau sögðu okkur frá fjölskyldustuðn- ingnum sem þau voru bæði ánægð með. Þau greindu frá því að eftir að það fyrirkomulag var tekið upp hafi dregið mjög úr innlögnum á geð- deildir og var orðið langt síðan Dorph hafði þurft að leggjast inn. í frásögninni sló Dorph gjarnan á létta strengi: M.a. sagðist hann að mestu vera hættur að vera psykotísk- ur, en stundum saknaði hann þess - það hefði jú verið svo gaman að vera Jesú Kristur svona öðru hvoru! Mjög lítið hefur verið um fræðslu- fundi á vegum IÍ á geðsviðinu. Var því rennt blint í sjóinn með hverjar undirtektir yrðu, ekki síst þar sem sumarleyfi stóðu sem hæst. Það var því mjög ánægjulegt hversu vel var mætt á fundinn og áttu margir vinnu- staðir fulltrúa þar. Fundur þessi var hinn skemmtilegasti og fróðlegasti. Nú nýlega var gefin út í Danmörku bók eftir Inger Greve: "Sa hjælp os". Bókin er byggð á samtölum við 16 fjölskyldur (aðallega foreldra) geð- klofa einstaklinga, sem hafa haft sjúk- dóminn í lengri tíma. Bókin hefur vakið athygli og umtal þar í landi. A fræðslufundinum var ætlunin að kynna bókina, en ekki vannst tími til þess nema að litlu leyti þannig að ástæða þótti til að kynna hana frekar í blaðinu okkar. Hvatinn að því að Inger réðst í að skrifa þessa bók var sú reynsla sem hún fékk sem fósturmóðir geðklofa manns; að vera nokkurs konar að- standandi og því tilfinningalega tengd einstaklingi með alvarlegan geðsjúk- dóm. Hún kynntist því persónulega hversu flókið daglegt líf slíkra einstak- linga getur verið. Hún hafði einnig orðið áþreifanlega vör við þarfir aðstandenda fyrir stuðn- ing, upplýsingar, ráð, athygli, hvíld o.fl. í bókinni er lögð sérstök áhersla á skoðanir og upplifanir aðstandenda. Auk þess byggir Inger auðvitað einnig á langri og fjölbreyttri reynslu sem geðiðjuþjálfi. Bókin skiptist upp í frásagnir sjúkl- inga, beinar tilvitnanir í aðstandendur og fagfólk, og texta höfundar. Bókin er skrifuð á góðu aðgengilegu máli, hún er á köflum ljóðræn og jafnvel örlar á gamansemi þó viðfangsefnið sé afar átakanlegt og viðkvæmt. Þar er fjallað um aðdraganda fyrstu innlagnar á geðdeild, hvernig foreldrar og sjúklingar upplifa innlögn og það sem henni fylgir, sjúkdómsgreining- una, meðferðina o.fl. Enn fremur er fjallað um sorgina, hvaða áhrif sjúk- dómurinn hefur á fjölskylduna í heild, þörf fyrir upplýsingar og áfallahjálp (krisehjælp) o.m.fl.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.