Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 25

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 25
23 Vinna gefur samband við veruleikann. Kröfur frá verkefni, þar sem sjúkling- ur þarf að gera ákveðna hluti, fylgja ákveðinni leiðsögn, vinna með öðrum o.s.frv., þjóna allar því hlutverki að koma sjúklingi í samband við raun- veruleikann og út úr sínum innri heimi. Kröfur frá verkefni og vinnu- kringumstæðum eru náskyldar þeim kröfum, sem sjúklingur kemur til með að mæta utan spítalans. Hvers konar athafnir og prógröm notar iðjuþjálfínn? Iðjuþjálfun afmarkast ekki af notkun neinna ákveðinna athafna, svo sem handavinnu, heldur notkun athafna- ferlisins (the activity process) sem slíks, eða verkefnisins með sínum kringumstæðum. Með öðrum orðum: iðjuþjálfinn getur notað næstum hvaða athöfn sem vera skal sem með- ferðartæki. Iðjuþjálfinn vinnur ýmist með einstaka sjúklinga eða með hópa. Hann getur verið einn af starfsliði deildar á geð- spítalanum, leitt ýmsa starfsemi á deildinni og hjálpað þannig til þess að skapa lækningasamfélag. I hugtakinu lækningasamfélag eða samfélagslækn- ingar eru hin daglegu samskipti sjúkl- inga og starfsfólksins og þau vanda- mál, sem upp koma í sambúð, notuð sem aðferð til þess að hjálpa sjúkling- um til þess að öðlast hæfni til sjálf- stæðs lífs. Iðjuþjálfinn starfar oft við dvalarheimili (half-way houses), þar sem búa fyrrverandi sjúklinga, sem ýmist eru í starfi eða í þjálfun á vernduðum vinnustað. Slíkir sjúklingar hafa oft þörf fyrir skipulega aðstoð til félagslegrar endurhæfingar. Iðjuþjálf- inn vinnur gjarnan sem ráðgjafi eða skipuleggjari á vernduðum vinnustað, þar sem starfsþjálfun fer fram. Stund- um kemur hann upp þjálfunaraðstöðu innan geðspítalans. Dæmi um hóp-athafnameðferð er teiknihópur (mural drawing group), þar sem valinn hópur sjúklinga hittist reglulega. Dregin er mjög stór mynd sameiginlega og síðan ræðir hópurinn, hvað var gert og hvernig. Þetta er ein tegund hópmeðferðar, sem notar sameiginlegt verkefni til að byggja á, og út frá því geta sjúklingar tjáð til- finningar sínar og lært meira um sjálfa sig og aðra. Sjúklingar hafa tækifæri til að sjá, hvernig atferli þeirra hefur áhrif á aðra og öfugt. Þeir geta lært að treysta hver öðrum og styðja hver annan. Þeir geta þrosk- ast með því að gefa af sjálfum sér og sjá, að annað fólk hefur samsvarandi tilfinningar og vandamál. Athafnameðferð getur stundum verið eingöngu umræða án verkefnis meðan á fundi stendur, en umræðan beinist þá að ákveðnu sameiginlegu verkefni. Hópurinn gæti þá t.d. búið sig undir að takast á við þetta verkefni, rætt hvernig verkefnið skuli leyst, þau vandamál, sem hafa komið, eða kunna að koma í ljós. Leikur í hlutverkum og atferlisæfingar (role playing and behaviour rehersal) eru oft notuð til að æfa virkari höndlun ýmiss konar

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.