Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 26

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 26
24 aðstæðna. Dæmi um slíka hópa er eiginkvenna- eða mæðrahópur, sem ræðir um hvernig halda skal heimili, eða annast börn á forskólaaldri. Þá má einnig hugsa sér hóp sjúklinga, sem komnir eru að útskrift og ræða um, hvernig sækja skal um vinnu, finna sér húsnæði eða nota frítímann. Hópar geta bæði haft umræðu- og verkefnafundi, svo sem hússtjórnar- hópur, þar sem konur og karlar undir- búa og elda mat saman og ræða vandamálin, sem upp koma. Hægt er að fara í búðarferðir í nágrenninu samtímis því, sem fólk lærir að bera saman verð og vera hagsýnir kaupend- ur. í karlahópi, sem stundar líkams- rækt, gefst tækifæri til að halda sér í formi og byggja upp líkamann. Slíkur hópur vinnur einnig á móti þeirri tilhneigingu sjúklinga að hanga lang- tímum saman á deildunum. Samtímis þessu getur slíkur hópur einnig aukið tilfinningu mannsins fyrir því að vera karlmaður og gefið jákvæða útrás fyrir aukaorku og spennu. Hópur, sem undirbýr og gefur út dagblað spítalans, hefur með höndum verkefni, þar sem sjúklingar verða að hafa samvinnu til að skila fullunnu verki. Gerir þetta kröfur og veitir álag, sem iðjuþjálfinn getur aukið og minnkað eftir þörfum hvers og eins. Dagblað þjónar einnig þeim tilgangi að vera vettvangur tjáskipta milli starfsfólks og sjúklinga, vettvangur, sem er í höndum sjúklinganna sjálfra. Næstum allt annað í spítalanum er undir stjórn starfsfólks. Dagblaðið er rödd sjúklinganna og gefur þeim einnig tækifæri til að tjá sig á skap- andi hátt, svo sem eins og að yrkja, semja smásögur, teikna, fílósófera, skrifa ritdóma o.s.frv. Að auki gefur það þeim tækifæri til þess að æfa margs kyns tækni, svo sem að skrifa, vélrita, ritstýra, raða efni, fjölrita, raða saman blaðsíðunum, skipuleggja og taka ákvarðanir. Þetta er mjög kerfís- bundin vinna, þar sem meta má sjúkl- inga og hjálpa þeim til að laga galla á vinnuvenjum sínum. Sjálfsbjargarhópur getur kennt lang- dvalarsjúklingum þá tækni, sem þeir þurfa til þess að verða sjálfír færir um að hirða sig. Þetta eykur sjálfsálit og vinnur gegn áhrifum langvarandi dvalar á stofnunum. Dæmi um einstaklingsbundna athafna- meðferð á deild er stúlka, sem hittir iðjuþjálfann reglulega til þess að leiðrétta ranga mynd af líkamlegu útliti sínu. Hún hefur það á tilfinning- unni, að hún sé afar stórvaxin, þótt hún sé í raun meðalhá og fremur grönn. Þetta leiðir til vandamála í samskiptum við annað fólk, svo sem feimni og skorts á sjálfsáliti. Fyrsta markmiðið er að leiðrétta hina röngu sjálfsmynd með því að nota athafnir, sem sýna henni beinlínis sína réttu stærð. Ein aðferð er að láta þessa stúlku reyna að koma sér inn í ýmiss konar ílát, skríða undir húsgögn, inn í kústaskápa o.s.frv. Langtímamarkmið gæti verið að byggja upp sjálfstraust

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.