Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 37

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 37
35 tekið þátt í ýmsum athöfnum. Þar að auki mun ég reyna að fá hana til að taka þátt í athöfnum þar sem einangr- unin er brotin upp og hún finnur að það er "ókey" að taka þátt í einhverju með öðrum. Að hún sé kannski sú sem fær hjólin til að snúast í hóp- vinnu. Næsta dæmi er um 25 ára þunglyndan mann. Hann leggst inn eftir sjálfs- morðstilraun. Hann er tiltölulega nýskilinn og er atvinnulaus. Verkleg og bókleg greind er góð og um tíma var hann í langskólanámi. A deildinni er hann lokaður en tekur tiltali. Hann kvartar oft yfir því að honum finnist hann vera tómur í höfðinu og við aðstæður þar sem krafist er einhvers af honum fallist honum hendur. Með þessum sjúklingi mun ég vinna með þörfina fyrir aukinni sjálfsvirðingu og hvemig hann getur sjálfur haft vald á eigin lífi. Vinnan verður bæði á ein- staklingsvísu og í hópi. Ég mun nýta mér greind hans þannig að hann fái lítil verkefni sem þrep fyrir þrep geta aukið færni hans til að segja af eða á og veita honum meiri vídd í þá mögu- leika sem hann býr yfir. Verkefnin verða stærri og ábyrgðarmeiri með tímanum þannig að hann taki meiri ábyrgð á lífi sínu. í þessum tveimur dæmum (sem eru skáldskapur, en þó raunsæ) er fjallað um tvær manneskjur sem skýrt falla inn í þá skilgreiningu á geðsjúkum sem við viðurkennum í Danmörku. Báðar geta nýtt sér læknis- og sál- fræðilega meðferð, en án meðferðar iðjuþjálfa hefðu þau ekki fengið með- ferð sem miðar að því að bæta þær lífsaðstæður sem hefðu annars haft í för með sér minnkun á lífsgæðum. Mér finnst að þessar vangaveltur eigi jafnvel við í sómatískri iðjuþjálfun og í geðrænni iðjuþjálfun. Og ætli kolleg- ar mínir í vinnuvernd og barnaiðju- þjálfun gætu ekki nýtt sér þetta líka? Það hefur hjálpað mér að setja þessi orð á það sem ég er að gera daglega. Ég hef svosem eiginlega alltaf vitað hvað það er, en þetta er eins og að leysa krossgátu: Það orð sem mann vantar, lætur alltaf bíða eftir sér. Framvegis ætla ég að svara, þegar myndarlegir borðherrar spyrja mig um hvað ég starfi við: "ÉG ER LÍFS- GÆÐAHÖNNUÐUR"

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.