Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 45

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 45
43 ÉG LAS BÓK ÚTBRUNNINN FARÐU BETUR MEÐ ÞIG Eftir: Barbro Bronsberg og Nina Væstlund í þýðingu Olafs G. Kristjánssonar Þessi bók bjallar um fyrirbærið "út- brunninn" eða kulnun, en ekki bara um það þegar ekkert er eftir nema brenndar skófir heldur einnig og ekki síst um ferlið sem á sér stað í átt að kulnun. Fyrst er fyrirbærið kulnun skilgreint en það er endapunktur á ferli sem hefur staðið yfir í einhvern tíma. Það er þegar fólk brotnar niður líkamlega og andlega, verður að vera frá vinnu einhvern tíma, færa sig í önnur störf. Höfundar hafa komist að þeirri niðurstöðu að "eldhugarnir einir geta brunnið út", þ.e. eldhugi/- fullhugi er skapandi manneskja sem vill láta eitthvað gott af sér leiða í lífinu. Ahættuhópar eru þeir sem sinna einstaklingum sem eiga við vandamál að stríða t.d. félagsráð- gjafar, læknar, lögregluþjónar og hér vil ég bæta við iðjuþjálfum. Bókin fjallar síðan um streitu, hvernig maður lærir að skilja og meðhöndla hana. Síðan er fjallað um hina ýmsu þætti sem valda streitu, s.s. skortur á reglubundinni hvíld, of miklar kröfur til sjálfs sín og annarra, markmiðsleysi manns sjálfs og stofnunarinnar, léleg yfirsýn yfir starfið, ónóg andleg nær- ing, of mikil ábyrgð, úrræðaleysi og að stinga eigin dómgreind undir stól. Að lokum er þeirri spurningu varpað fram hvort maður sé á rangri hillu í lífinu. Ef maður kemst að þeirri nið- urstöðu að maður sé á réttri hillu er stungið upp á úrræðum, s.s. að læra að segja nei, kynnast takmörkum sínum og bent á ýmsar hollar venjur sem geta hjálpað til við að koma í veg fyrir kulnun. Þessi bók er fyrst og fremst sjálfs- hjálparbók og í hverjum kafla eru millikaflar sem gefa ráð og mögulegar lausnir á vandanum sem fjallað er um í kaflanum. Mér fannst þessi bók mjög góð og eiga erindi til mín þó svo að ég telji mig langt frá því að vera útbrunnin en að sjálfsögðu er ég eins og margir aðrir, stödd einhvers staðar á ferlinu sem leiðir að útbruna. Spurningin er hvað gerir maður til að varna því að brenna út og hvernig snýr maður ferlinu við. Lilja Ingvarsson iðjuþjálfi.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.