Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 43

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 43
41 „Hanna var lífsglöð stúlka sem eyddi flestum sínum frísmndum á hestbaki og í hesthúsinu. Dag nokkum fann hún til óþæginda eftir útreiðanúr og skömmu seinna féll bún í yfiriið. Það var samstundis kallað á sjúkrabfl og hún flutt á bráðadeiid. Hanna lá síðan meðvimndarlaus á gjörgæsludeild í tíu daga. Hún hafði fengið heilablæðingu - meðfæddur gafli á slagæð í heila varð til þess að æðin brast og það blæddi inn á heilann. Hanna byijaði hjá mér í iðjuþjálfun um leið og hún komst til meðvitundar. Hún var lömuð í vinstra líkamshelmingi og heilablæðingin hafði einnig valdið málstoli. Hanna gat ekki framkvæmt hlutina sjálf, heldur einungis sýnt viðbrögð við þeim áreitum sem hún varð fyrir frá umhverfmu. Hún hafði iíka misst minni og einbeitingu. Við daglega þjálfun byijaði hún smám saman ferðalagið til eðlilegs lífs. í sameiningu fórum við að raða saman bútunum úr því púsluspili sem líf hennar hafði verið. Myndir af fjölskyldunni, vinunum og hestinum hennar, uppáhaldsilmvamið - hlutir sem gátu minnt hana á fyrri tíma og örvað einbeitinguna. í upphafi gat Hanna aðeins einbeitt sér ef hún var í herbergi þar sem engin truflun var ffá umhverfinu. Hanna lærði að gefa til kynna að hún væri þyrst. Eftir nokkum tíma í þjálfun gat hún munað nógu lengi að hún væri þyrst, til að taka glasið og fá sér sopa. Hún náði að halda einbeitingunni í heilar fimm mínútur. Smám saman lærði Hanna að borða og segja til þegar hún þurfti að fara á salemið. Ennþá var hún þó reikul í hugsun og átti erfiu með að muna spumingu sína þar til hún fékk svar við henni. í daglegri iðjuþjáifun var lögð áhersla á að Hanna lærði að einbeita sér og finna lausnir sjálf. Eftir fjóra mánuði þurfti hún enn að hafa mig við hliðina á sér til að geta haldið einbeitingunni. Þannig gat hún unnið við sama verkefnið í tíu mínútur. Hanna lærði að klæða sig, þvo sér og snyrta. Hún lærði að spila á spil og leysa einföld reikningsdæmi. Að hálfu ári liðnu fór Hanna í fyrsta sinn í stutta beimsókn heim og fór á bak hestinum sínum í örskamma stund. Síðast þegar ég hitti Hönnu vom liðin þijú ár frá því að hún fékk heilablæðinguna. Hún var þá orðin stúdent. Hún lauk stúdentsprófi eftir ómælt erfiði. Hanna sat í hjólastólnum stnum sem hún notar enn utandyra. Þama var greinilega á ferðinni glöð og stolt stúika.” Sigrúrt, iðjuþjálfi á stóru sjúkrahúsi.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.