Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 21

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 21
19 við geðlækningar og líkamlega endur- hæfíngu. Að vísu er um helmingur þeirra útlendingar. Stéttarfélag hefur verið stofnað, sem nú er u.þ.b. að sækja um aðild að heimssamtökunum. * Aætlun hefur verið gerð um iðju- þjálfaskóla við Háskóla íslands í tengslum við væntanlegt nám í sjúkra- þjálfun. Hvað er iðjuþjálfun? Meðferð eða lækning með iðjuþjálfun fer þannig fram, að iðjuþjálfínn notar gagnlegar athafnir eða störf, aðlagar þau og sníður til að mæta 4 mikilvæg- um þörfum, sem fólk hefur: Þörf fyrir vinnu, skemmtun eða tómstundaiðju, þörf fyrir menntun og þörf til að skapa. Iðjuþjálfínn notar ýmist athafnir til að bæta heilsu, til að meta atferli sjúkl- inga, eða til að kenna sjúklingum að lifa eða starfa betur. Iðjuþjálfun er ekki talin bein geðlæknismeðferð (formal psychotherapy). Hins vegar getur þátttaka í verkefnum og störfum veitt sjúklingum læknandi samskipti, bæði við fólk og hluti. Athafna-með- ferð (activity therapy) er "hér-og-nú" verklegur máti eða aðferð, sem sér- staklega miðast við það, að fólk læri á því að gera hlutina. Athafnir eru notaðar til að skapa kringumstæður, eins og þær gerast í lífínu, þar sem sjúklingum er hjálpað til þess að gera sér grein fyrir óheppilegum mynstrum sínum og þeim hugmyndum, tilfínn- ingum eða gildum, sem hafa skapað og viðhaldið þessum atferlismynstrum. I staðinn er sjúklingnum hjálpað til að finna og þjálfa ný og virkari atferli eða hegðunarmynstur og vinnu- aðferðir. Athafnir eru mikilvægar á tvennan hátt, þegar iðjuþjálfí notar þær í meðferð. 1. Veita sjúklingi skilning á sjálfum sér. 2. Hjálpa til við þróun nýrrar tækni. Þannig má í meðferð setja upp vissar aðstæður til að auka sjálfsþekkingu, en aðrar aðstæður til að þróa og þjálfa tækni. I "mural" teiknihópi má kanna þarfír og tilfínningar, en venju- leg færibandavinna getur, ef rétt er á haldið, þróað vinnuvenjur. Iðjuþjálfun er byggð á þeirri kenn- ingu, að skortur á andlegri og félags- legri getu eða hæfni stafí af skorti á einu eða fleiri eftirtalinna atriða: 1. getu til að gera áætlun um og framkvæma verkefni, 2. getu til að eiga samskipti við ann- að fólk í hópi, svo að vel fari, 3. hæfni til að þekkja þarfír sínar og þrár og fullnægja þeim, 4. hæfni til að tjá tilfínningar á við- eigandi hátt, 5. skorti á nokkurn veginn raunhæfri mynd af sjálfum sér, félagslegu og efnislegu umhverfí sínu, ásamt skilningsskorti á eigin aðstöðu og afstöðu til umhverfísins,

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.