Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 15
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 11
Áður en hún fluttist til Noregs vann Hulda
sem hjúkrunarforstjóri á Kristnesspítala
sem nú er orðinn hluti af sjúkrahúsinu
á Akureyri. Hún tók þá þátt í starfi
fagdeildar hjúkrunarforstjóra en þar
var á þeim tíma mikil umræða um að
stjórnendur í hjúkrun þyrftu að sækja
sér meiri menntun. „Mörgum fannst að
hjúkrunarstjórnandi þyrfti að vera með
BS-gráðu en því var ég ósammála. Mér
fannst ég vera búin með grunnnámið og
vildi frekar bæta við mig stjórnunarnámi,“
segir Hulda. Hún fór í eins árs nám í
hjúkrunarstjórnun í Hjúkrunarskólanum
en vildi bæta við sig enn frekar og þá
þurfti að fara til útlanda. Hún skráði
sig þá í framhaldsnám í hjúkrun með
áherslu á rekstur heilbrigðisstofnana
við Óslóarháskóla. „Flestir fóru til
Bandaríkjanna í framhaldsnám en ég
vildi fara annað. Sonur minn var þá fimm
ára og það var auðveldara að fara með
fjölskyldu til Norðurlandanna. Ég vildi líka
læra nýtt tungumál, ég var léleg í dönsku
en góð í ensku eftir ársdvöl á Nýja-
Sjálandi og niðurstaðan varð Noregur.“
Hulda hafði alltaf hugsað sér að flytja
heim aftur eftir námu loknu. „Ég hugsaði
með mér að ég hlyti að geta fengið
stjórnunarstöðu á spítala í Reykjavík eftir
allt þetta nám,“ segir hún. En hún átti
eftir að ílengjast í 20 ár í Noregi. Hulda
telur reynsluna frá þessum árum vera
mjög mikilvæga. „Fyrst þegar ég kom út
vann ég í sumarafleysingum ásamt því
að taka aukavaktir með öllu náminu á
barnaskurðdeild á Ullevål þar sem var einnig
barnagjörgæsla og nýburaskurðdeild.
Þegar ég var að skrifa lokaritgerð var
verið að breyta skipulaginu á Ullevål og
búin til hjúkrunarframkvæmdastjórastaða
yfir þessa sérgrein. Áður höfðu
hjúkrunarframkvæmdastjórar verið yfir
miklu stærra sviði og ekki í tengslum við
læknaskipulagið en nú var ákveðið að
hafa hjúkrunarframkvæmdastjóra í öllum
sérgreinum jafnfætis læknum. Staðan á
barnaskurðdeild var fyrsta staðan sem var
búin til og var ég sett í hana.“ Á næstu árum
sinnti Hulda ýmsum stjórnunarstörfum.
Hún var meðal annars verkefnastjóri fyrir
byggingarframkvæmdir, tók þátt í ýmiss
konar þróunar- og breytingarverkefnum
og lauk ferli sínum í Noregi sem forstjóri
Aker háskólasjúkrahúss eins og frægt er
orðið. Seinni árin vann hún einnig þétt
saman með heilbrigðisvæði suð-austurs
og heilbrigðisráðuneytinu og fékk þannig
innsýn í slíkt starf. Hún telur sig einnig
hafa fengið innsýn í skandinavískan
hugsunarhátt.
Miklar breytingar á Landspítala
Á árunum í Noregi veitti Hulda ráðgjöf við
byggingu barnaspítala og við skipulag
nýs háskólasjúkrahúss þannig að hún
þekkti nokkuð til þegar hún sótti um
forstjórastarfið. Í ágúst sl. var tilkynnt
að hún fengi starfið og tók hún til starfa
í október. Þá var nú þegar byrjað að
endurskoða sviðsskiptinguna og
fjármálakreppan skollin á þannig að það
var ljóst að margt átti eftir að breytast á
nýju ári.
Nýlega var svo klínískum sviðum fækkað
úr tólf í sex, stöðum sviðsstjóra breytt í
stöður framkvæmdastjóra og ráðnir nýir
framkvæmdastjórar sviða. Hulda væntir
þess að nýtt sviðsfyrirkomulag muni vera
hjálplegt við að bæta þjónustu Landspítala.
„Við þurfum að skipuleggja þjónustuna út
frá aðstæðum hverju sinni og spyrja okkur
hverjir eru faglegir möguleikar okkar. Nú
er svo komið að við getum gert faglega
svo miklu meira en við höfum peninga í.
Kröfur sjúklinga eru einnig orðnar miklu
meiri og þeir vita meira um hvað er hægt
að gera. Við sem stjórnum einstökum
heilbrigðisstofnunum ráðum ekki yfir
fjárframlögum en getum reynt að hafa
áhrif á þau. Þeir þættir sem við stjórnum
eru verkferlar, mönnunarskipulag og
skipulagning á sjúkrahúsunum.“ Með
nýju sviðsskipulagi fækkar sviðsstjórum
talsvert og þeir sem eftir eru setjast í
framkvæmdastjórn sem Hulda telur að
muni gefa klínikinni meira vægi. Hún
vill einnig leggja meiri vinnu í að breyta
verkferlum og vinnutilhögun því að þessir
þættir eru jafnverðmætir og húsnæði og
tæki hvað varðar áhrif á framleiðni.
„En allar breytingar þarf að ræða á
faglegum forsendum,“ segir Hulda.
„Stjórnun þarf að byggjast á gagnreyndri
þekkingu og ekki á duttlungum
stjórnandans. Fyrir starfsmenn
eru faglegir möguleikar hvatinn fyrir
breytingar. Ég spyr oft starfsmenn
hvernig þeir sjá starf sitt eftir 3 til 5
ár, hvaða nýjungar eru í vændum.
Það er á ábyrgð yfirmanna að fylgjast
með og fá fram nýjungar sem geta
kallað á breytingar. Fagfólkið er langt
á undan í nýjungum, stjórnendur eru
kannski 5–10 ár á eftir.“ Ekki á að
gera breytingar fyrr en búið er að ræða
þær mjög vel og átta sig á faglegu
þróuninni, segir Hulda. Skoðanaskipti
þurfa að fara fram og því meiri tíma sem
yfirmenn nota til að ræða við starfsfólk
því betra. En nú er búið að fækka
yfirmönnum, hvernig geta þeir þá fengið
tíma til að ræða við sitt fólk? „Til þess að
sviðsstjórar geti verið með í umræðunni
þurfa þeir aðstoðarfólk. Við höfum sett
sem lágmark að framkvæmdastjóri
sviða hafi ritara, fjármálafulltrúa og
mannauðsfulltrúa. Mitt starf er að
greiða götur þannig að stjórnendur geti
varið meiri tíma í að tala við starfsfólkið
og opnað fyrir aukinn árangur. Svo eru
fjögur stoðsvið og þau eiga að styðja
við kjarnastarfsemina.“ Hulda bætir við
að í kjölfar þessara breytinga munu
deildarstjórar og yfirlæknar fá meiri
vald og ábyrgð – færri svið kalla á meiri
dreifstýringu. Framkvæmdastjórar sviða
þurfa að hugsa um allar sérgreinar og
allar heilbrigðisstéttir á sviðinu, ekki
bara sitt eigið fag. „Ég horfi á mig sem
heilbrigðisstarfsmann og stjórnanda
frekar en bara hjúkrunarfræðing.
Allir stjórnendur þurfa að hugsa um
heildina, sjá svo að segja umhverfi sitt
úr þyrlu og ekki frá sjónarhóli sinnar
sérgreinar. Og sjúklingurinn á að vera
í miðpunktinum.“ Margir hjúkrunar-
fræðingar á Landspítala hafa haft
áhyggjur af því að faglega þróunin geti
orðið út undan þegar ekki er lengur til
sviðsstjóri hjúkrunar. Hulda svarar því
til að ekki þarf sviðsstjóra hjúkrunar til
þess að hjúkrunarfræðingar beri ábyrgð
á eigin fagþróun. Þeim til aðstoðar er
svo áfram framkvæmdastjóri hjúkrunar
og hjúkrunardeildarstjórar bera faglega
ábyrgð á deildum.
„Mitt starf er að greiða
götur þannig að stjórn-
endur geti varið meiri
tíma í að tala við starfs-
fólkið.“