Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 17
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 13
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is
Frímerkið hér að ofan var
gefið út 19. júní 1970 af
því að árinu áður var 50
ára afmæli Hjúkrunarfélags
Íslands. María Pétursdóttir,
formaður hjúkrunarfélagsins,
átti hugmyndina og vann
ötullega að því að láta gefa
frímerkið út. Myndina teiknaði
Haukur Halldórsson teiknari.
Á vormánuðum 1970 var frímerkið
enn ekki tilbúið, en upphaflega
var gert ráð fyrir útgáfu 1969. Í
júlí 1970 stóð til að halda norrænt
hjúkrunarþing í Reykjavík og varð
það til þess að vinnslu var hraðað og frímerkið var gefið út. Var þá sérstakur
sýningarstimpill gerður og frímerkið notað í póstsendingum tengdum þinginu eins og
kemur fram á myndinni af umslagi sem er póststimplað 7. júlí 1970. Póstur og sími
var með tvo starfsmenn á sérstöku pósthúsi við þingið og sér stimpill var notaður á
hverjum degi þá fjóra daga sem þingið stóð.
Hjúkrunarfræðingurinn, sem hlúir að, oft liggjandi, sjúklingi og sér í lagi strýkur
um höfuð hans, er algengt myndefni á frímerkjum. Það má til dæmis sjá á
góðgerðarfrímerki til stuðnings Rauða krossi Íslands og á öðru merki til stuðnings
Reykjalundi hér til hliðar. Bæði þessi frímerki eru frá 1949 en það ár var aðalbygging
Reykjalundar tekin í notkun og happdrætti SÍBS stofnað.
Á þessum frímerkjum má greina hjúkrunarfræðinginn, eða reyndar hjúkrunarkonuna,
á því að hún ber slör eða kappa. Það er merki um að viðkomandi er fullgildur
fagmaður og aðgreinir hann frá ómenntuðum starfskonum.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Á FRÍMERKJUM
Í ár eru 90 ár síðan íslenskir hjúkrunarfræðingar stofnuðu
fyrst samtök. Í tilefni af 50 ára afmælinu var gefið út
frímerki til heiðurs Hjúkrunarfélagi Íslands eins og samtök
hjúkrunarfræðinga hétu þá. En hver er saga þessa frímerkis
og hver er birtingarmynd hjúkrunarfræðinga á frímerkjum?
Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga kannaði málið.