Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 30
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200926 Með Vigdísi Magnúsdóttur, heiðursfélaga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, er genginn mikill leiðtogi í hjúkrun. Leiðtogi sem var treyst til að gegna æðstu stjórnunarstöðum á stærstu heilbrigðisstofnun landsins, leiðtogi sem stóð fyllilega undir því trausti. Vigdís var farsæll leiðtogi og stjórnandi í hjúkrun. Eftir sérnám í spítalastjórnun var hún ráðin hjúkrunarforstjóri Landspítala en því starfi gegndi hún frá 1973 til 1995 en þá tók Vigdís við stöðu forstjóra Landspítalans sem hún gegndi um þriggja ára skeið. Vigdís var mildur stjórnandi. Hún lagði áherslu á jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs og vildi að sínu fólki liði vel í vinnunni. Hún gerði engu að síður kröfur, þó mest til sjálfrar sín. Kraftur og eldmóður einkenndi störf hennar. Hún hafði yndi af hjúkrunarstarfinu og lýsti því sjálf svo í viðtali í Tímariti hjúkrunarfræðinga að það væri „mikil guðsgjöf að fara alltaf í vinnuna, vera með væntingar og finnast gaman“. Þau ár, sem Vigdís starfaði sem hjúkrunar forstjóri, lagði hún áherslu á að annast sjálf sem flestar ráðningar hjúkrunar- fræðinga. Hún vildi kynnast hverjum og einum hjúkrunarfræðingi og það var sannarlega aðdáunarvert að hún þekkti alla hjúkrunarfræðinga, sem störfuðu undir hennar stjórn, með nafni. Hún vildi líka að allir fengju að njóta sín. Vigdís lagði ætíð áherslu á heiðarleika og hreinskilni í samskiptum og það ávann henni virðingu og vináttu margra. Hópur hjúkrunarfræðinga sýndi vináttu sína meðal annars í verki þegar þeir fylgdu Vigdísi í meðferðir erlendis vegna veikinda hennar. Í störfum sínum hafði Vigdís velferð sjúklinganna ætíð í brennidepli. Hennar leiðarljós var að þekking og færni hjúkrunarfræðinganna nýttist sjúklingunum sem best. Viðhorf og framganga Vigdísar hafa verið, og verða um ókomin ár, fyrirmynd annarra hjúkrunarfræðinga. Störf Vigdísar fyrir hjúkrun, hjúkrunarfræðinga og ekki síst skjólstæðinga hjúkrunar eru ómetanleg. Fyrir þau vilja hjúkrunarfræðingar þakka. Blessuð sé minning Vigdísar Magnúsdóttur hjúkrunarfræðings. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Vigdís Magnúsdóttir Kveðja frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Vigdís Magnúsdóttir, fyrrverandi for stjóri Landspítala og heiðursfélagi í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, lést á heimili sínu í Hafnarfirði laugardaginn 25. apríl sl. Hún fæddist 19. febrúar 1931. MINNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.