Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 36
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200932 Kostir fleiri en gallar Therapy-lyfjaskráningarkerfið var innleitt á deild 12-G skurðlækningadeild á Landspítala fyrir um það bil ári og hefur notkun þess gengið að mestu snurðulaust fyrir sig. Á deildinni hafa lengi verið notaðir lyfjavagnar þaðan sem lyfin er tekin til og gefin við stofu sjúklings. Það hefur því verið kostur að þurfa ekki lengur að fara með allar sjúkraskrárnar af stað heldur einungis eina fartölvu. Við getum byrjað á því að kanna líðan sjúklings og gefið honum svo lyf samkvæmt því, bæði föstu lyfin og lyf eftir þörfum. Við erum bæði með lyfin sem við þurfum og aðstöðuna til að skrá jafnóðum. Heilsugátt er kerfi sem tekið verður í notkun fljótlega á Landspítala – háskóla- Á öndverðum meiði RAFRÆN LYFJASKRÁNING Á LANDSPÍTALA Á Landspítala hafa margar deildir tekið í notkun rafrænt lyfjaskráningarkerfi sem kallað er Therapy. Kerfið hefur nú verið í rekstri í nokkur ár. Almennt virtist reynsla hjúkrunarfræðinga góð á legudeildum en ekki eru allir sáttir. Nokkrir hjúkrunarfræðingar gefa hér sitt álit á kerfinu. sjúkrahúsi. Í því kerfi verður aðgangur að öllum upplýsingum og skráningu um sjúklinginn. Kerfið gefur þannig möguleika á að athuga blóðprufusvör og aðra skráningu um sjúkling um leið og lyfin eru gefin. Þegar skráning hefst í Heilsugátt verður nauðsynlegt að skrá lyfjagjafir rafrænt. Mistök við lyfjaskráningu eiga að minnka, þ.e. ekki er lengur hætta á rangri lyfjagjöf ef skrift er ólæsileg. Svona tölvukerfi á síðan að auðvelda allt eftirlit með lyfjagjöfum og lyfjanotkun. Kerfið býður upp á tímasparnað við skráningu. Til dæmis þarf ekki lengur að skrifa upp lyfjablöð og ekki er lengur hætta á mistökum við endurritun. Þegar breyta skal lyfjafyrirmælum eða setja inn ný lyf þarf læknir ekki lengur að vera á staðnum og í því felst hagræðing. Þegar við byrjuðum að nota Therapy voru lyfjafyrirmæli ekki alltaf fullnægjandi en það hefur lagast og auðvitað tekur tíma að sníða vankanta af svona nýjum kerfum. Sem dæmi þá höfum við ekki enn fundið leið til að skrá vökvagjafir í æð á skilvirkan hátt í kerfinu. Við erum enn að nota vinnublöð. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki lengur kost á að gefa lyfjafyrirmæli um þau lyf sem hefð og leyfi var fyrir að gera, t.d. hægðalyf (sorbitol) og vítamín. Við getum þó skráð stakar lyfjagjafir sem áður. Gott væri að geta skráð athugasemdir við fyrirmæli, t.d. ef hjúkrunarfræðingur á kvöldvakt vill koma skilaboðum um lyfjabreytingar til morgunvaktar. Forsenda þess að hægt sé að nota svona kerfi er að hver og einn hjúkrunarfræðingur hafi aðgang að tölvu og að þær virki vel og vinni hratt. Það kemur fyrir að þær vinni mjög hægt og það getur verið streituvaldur, sérstaklega þegar mikið álag er á deildum. Svo er alltaf fyrir hendi ákveðinn ótti um að tölvukerfið hrynji. Það gildir með tölvurnar eins og öll önnur tæki að það þarf að umgangast þau með gætni og fara vel með þær, gæta þess að þær séu í hleðslu nógu lengi o.s.frv. Þjónusta við kerfið þarf að vera góð og gott og skilvirkt flæði upplýsinga milli þeirra sem nota kerfið og þeirra sem geta gert breytingar á því. Birna Jónsdóttir og Björk Inga Arnórsdóttir eru hjúkrunarfræðingar á skurðlækningadeild 12G á Landspítala. Birna og Björk að undirbúa lyfjagjöf á 12G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.