Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 35
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 31 HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Á NORÐVESTURLANDI Fljótlega eftir að Kerstin byrjaði að vinna á Hvammstanga fór hún á trúnaðarmannanámskeið. Hún var fyrst aðstoðartrúnaðarmaður en hefur svo verið trúnaðarmaður fyrir heilsugæslustöðina og sjúkrahúsið síðan 1998. Hún segir að stofnunin hafi staðið sig vel fjárhagslega allan tímann og sjaldan hafi verið vandamál. Samt sé full ástæða til að hafa trúnaðarmann til þess að standa vörð um kjör og réttindi fólks. Kerstin hefur verið fulltrúi félagsins í samninganefnd vegna stofnanasamninga. Þar var meðal annars gerð breyting á vaktafyrirkomulagi en það tókst ágætlega að semja um sanngjarnt verð fyrir aukavinnu sem breytingin hafði í för með sér og hjúkrunarfræðingar hafa verið ánægðir með þetta fyrirkomulag. Skrautlegasta atvikið, sem Kerstin hefur lent í sem trúnaðarmaður, gerðist fyrir nokkrum árum. „Ég rak mig þá á að þáverandi hagfræðingur félagsins túlkaði frítökuréttarákvæðið á allt annan hátt en ég gerði.“ Í staðinn fyrir samfellda hvíld taldi hagfræðingurinn að telja ætti samanlagðan hvíldartíma, til dæmis þegar hjúkrunarfræðingur þurfti að fara að vinna í klukkutíma á nóttunni. Ef hjúkrunarfræðingurinn fengi samtals nógu langt frí beggja megin þá væri samkvæmt hagfræðingnum ekki kominn á frítökuréttur. „Þetta olli heilmikilli umræðu en hún leystist farsællega. Mér þótti sjálf orðið „samfellt“ vera mjög augljóst,“ segir Kerstin. Kerstin bjó fyrst á Hvammstanga en býr nú í innanverðum Skagafirðinum, við Austari-Jökulsá rétt áður en hún rennur í Héraðsvötn. Hún er því komin þangað sem hún vildi búa þegar hún var 10 ára – rétt fyrir norðan Hofsjökul. Þar byggðu þau hjónin sér hús fyrir nokkrum árum. Það er talsvert langt að fara í vinnu en Kerstin vinnur í lotum og þarf því ekki að fara á hverjum degi. Hún hefur gaman að hestum og að náttúrunni og hefur stundað ýmis austræn æfingakerfi frá unga aldri. Hún hefur einnig mikinn áhuga á heildrænum leiðum og sjálfsrækt og hefur stundað hugleiðslu í mörg ár og farið á námskeið víða. Hún er einnig virkur leiðbeinandi í skyndihjálp og í „Flower of life“ hugmyndafræðinni. Hún hefur líka kynnt sér taóisma sem er undirstaða margra kínverskra fræðigreina eins og Feng Shui, nálarstungur og Chi gong. Hún segir kínversk heilbrigðisfræði byggjast miklu meira á heildrænni hugsun en okkar hefðbundnu fræði. Kerstin segir að efnahagskreppan hafi leitt til þess að fólk sé að endurskoða tilveruna frá grunni. „Við höfum verið með mjög takmarkaðan ramma þar sem efnisleg gæði skiptu mestu máli. Nú erum við meira meðvituð um að það er meira sem er mikilvægt í lífinu. Fólk þarf að byrja að kynnast sjálfu sér upp á nýtt,“ segir hún að lokum. Kvennadeild Hjartaheilla stofnuð 5. maí sl. var stofnuð sérstök kvenna deild innan Hjartaheilla, lands samtaka hjarta sjúklinga. Stofn fund urinn var haldinn í húsnæði SÍBS. Meðal fram sögumanna á fundinum var Inga Valborg Ólafs dóttir, hjúkrunarfræðingur göngudeildar krans æðasjúklinga á Landspítala. Hún lýsti starfi deildarinnar og þeirri reynslu sem hún hafði af vinnu með hjartasjúklingum og þá einkum meðal kvenna. Hún taldi mikla þörf á kvennadeild sem gæti með sínum hætti eflt og styrkt forvarnar- og fræðslustarf Hjartaheilla. Formaður Hjarta heilla, Guðmundur Bjarna son, reifaði starf Hjartaheilla og verkefni þeirra undan farin ár. Hann lýsti sérstökum áhuga Hjarta heilla á stofnun kvennadeildar þar sem ljóst þykir að málefnum hjartveikra kvenna hefur ekki verið sýndur sá skilningur sem þau eiga skilið. Hugmynd að stofnun kvennahreyfingar kviknaði í kjölfar GoRed-dagsins á Íslandi sem haldinn var á konudaginn 22. febrúar sl. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Bylgja Valtýsdóttir, upplýsingafulltrúi Hjartaverndar, lýsti á fundinum undirbúningi GoRed-dagsins og taldi hún afar mikilvægt að gefa málefnum kvenna með hjartasjúkdóma meiri gaum en hingað til. GoRed-átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation og er Hjartavernd þátttakandi í verkefninu fyrir hönd Íslands. Verndari átaksins hér á landi er Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga má úr líkum á sjúkdómunum. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og í mörgum löndum. Stjórn GoRed á Íslandi hefur hvatt allar konur, sem kynnst hafa sjúkdómnum að eigin raun eða sem aðstandendur, að gerast aðilar að kvennadeild Hjartaheilla. Þátttakendur stofnfundar. Fr ét ta pu nk tu r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.