Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 52
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200948 TAKMARKANIR RANNSÓKNARINNAR OG NOTAGILDI Allar konurnar, sem tóku þátt í rannsókninni, hafa verið að vinna í sínum málum með stuðningi fagaðila. Þær eru því ekki endilega dæmigerðar fyrir þær íslensku konur sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi í bernsku. Varast ber að alhæfa út frá rannsókninni þar sem markmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á langvarandi áhrifum kynferðislegs ofbeldis í bernsku á íslenskar konur en ekki að alhæfa út frá henni um allar konur á Íslandi sem upplifað hafa kynferðislegt ofbeldi í bernsku. Rannsóknin getur haft mikla þýðingu fyrir heilbrigðisstarfsfólk því að margar konur þjást af ýmsum sálrænum og líkamlegum einkennum og fá ekki lækningu meina sinna því að engin líffræðileg orsök finnst. Heilbrigðisstarfsfólk þarf að vita að kona með ákveðin heilbrigðisvandamál gæti hugsanlega haft sögu um mjög alvarleg sálræn áföll í bernsku sem aldrei var rætt um og unnið úr. Mikilvægt er að efla menntun hjúkrunarfræðinga á þessu sviði. Rannsóknin getur einnig nýst öðru fagfólki svo sem leikskólakennurum og öðrum kennurum barna og unglinga, sálfræðingum, lögreglufólki, lögfræðingum og starfsfólki heilbrigðis-, mennta- og dómsmálaráðuneyta. Þá getur hún einnig nýst konum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í bernsku og glíma við afleiðingar þess jafnt sem aðstandendum þeirra. Þörf á frekari rannsóknum Mikilvægt er að rannsaka hvers konar úrræði og meðferðarform henta best fyrir konur sem lent hafa í kynferðislegu ofbeldi í bernsku. Þá væri einnig þörf á að rannsaka konur í íslenskum fangelsum þar sem rannsókn McDaniels-Wilson og Belknap (2008) bendir til að stór hópur kvenna í fangelsum hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í bernsku og oft síðar. Þá væri þörf á að rannsaka það sama meðal kvenna sem leita sér aðstoðar vegna drykkjuvandamála eða fíkniefnaneyslu þar sem rannsóknir Ullman, Starzynski, Long, Mason og Long (2008) og Engstrom, El-Bassel, Go og Gilbert (2008) benda til að stór hópur þeirra eigi slíka sögu að baki. Lokaorð Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að kynferðislegt ofbeldi í bernsku getur haft mjög víðtækar og alvarlegar félagslegar, sálrænar og líkamlegar afleiðingar sem eru langvinnar. Tíminn læknar ekki öll sár og konurnar höfðu allar gengið í gegnum miklar þjáningar og þjáning þeirra er enn heldjúp. Alvarlegt er að heilbrigðisþjónustan virðist ekki eiga meðferðarúrræði fyrir fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis í bernsku en konurnar höfðu allar leitað mikið til heilbrigðisþjónustunnar án þess að tekið væri á grundvallarvandamálinu. Þetta þarf að breytast. Þróa þarf skilvirk meðferðarúrræði fyrir fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis í bernsku og mikilvægt er að sérhver kona, sem orðið hefur fyrir slíku ofbeldi, mæti umhyggju og stuðningi og að hlustað sé af athygli á það sem hún hefur að segja. Það gæti skipt sköpum fyrir líðan hennar og heilbrigði. Þakkir Við þökkum fyrst og fremst konunum sem tóku þátt í rannsókninni fyrir hugrekki og velvilja. Þökkum einnig rannsóknarstyrk sem veittur var af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Heimildir Ader, R. (2001). Psychoneuroimmunology. Current Directions in Psychological Science, 10(3), 94–101. Bergsma, J. (1994). Illness, the mind, and the body. Theoretical Medicine, 15, 337–347. Bergþóra Reynisdóttir (2003). Þöggun þunglyndra kvenna: Reynsla kvenna, sem greindar hafa verið með þunglyndi, af samskiptum við heilbrigðis­ starfsfólk. Lokaverkefni til meistaragráðu í hjúkrunarfræði. Háskóli Íslands: Hjúkrunarfræðideild. Blátt áfram – björt framtíð. (e.d.). Fimmta hver stúlka misnotuð og tíundi hver drengur. Hrefna Ólafsdóttir. Sótt 2. desember 2006 af: http://www.blat- tafram.is/default2.asp?strAction=getPublication&intPublId=69 Brosschot, J.F., Godaert, G.L., Benschop, R.J., Olff, M., Ballieux, R.E., og Heijnen, C.J. (1998). Experimental stress and immunological reactivity: A closer look at perceived uncontrollability. Psychosomatic Medicine, 60(3), 359–361. Brower, V. (2006). Mind-body research moves towards the mainstream. European Molecular Biology Organization Resports, 7(4), 358–361. Chen, J., Michael, P., Dunne, B.A., og Ping H. (2006). Child sexual abuse in Henan province, China: Association with sadness, suicidality and risk behaviors among adolescent girls. Journal of Adolescent Health, 35(5), 544–549. Coid, J., Petruckevitch, A., Feder, G., og Chung, W-S. (2001). Relation between childhood sexual and physical abuse and risk of revictimisation in women: A cross-section survey. Lancet, 358 (9280), 450–454. Colman, A.R., og Widom, C.S. (2004). Childhood abuse and neglect and adult intimate relationships: A prospective study. Child Abuse & Neglect, 28(11), 133–1151. Douglas, A.R. (2000). Reported anxieties concerning intimate parenting of women sexually abused as children. Child Abuse & Neglect, 24(3), 425–434. Edgardh, K., og Ormstad, K. (2000). Prevalance and characteristics of sexual abuse in a national sample of Swedish seventeen-year-old boys and girls. Acta Pædiatrica, 88, 310–319. Engstrom, M., El-Bassel, N., Go, H., og Gilbert L. (2008). Childhood sexual abuse and intimate partner violence among women in methadone treat- ment: A direct or mediated relationship? Journal of Family Violence, 23, 605–617. Fagan, N., og Freme, K. (2004). Confronting posttraumatic stress disorder. Nursing, 34(2), 52–64. Feiring, C., Rosenthal, S., og Taska, L. (2000). Stigmatization and the devel- opment of friendship and romantic relationship in adolescent victims of sexual abuse. Child Maltreatment, 5(4), 311–322. Finestone, H.M., Stenn, P., Davies, F., og Stalker, C. (2000). Chronic pain and health care utilization in women with a history of childhood sexual abuse. Child Abuse & Neglect, 24(4), 547–555. Fleming, J., Mullen, P.E., Sibthorpe, B., og Bammer, G. (1999). The long- term impact of childhood sexual abuse in Australian women. Child Abuse & Neglect, 23(2), 145–159. Freydís Jóna Freysteinsdóttir (2005). Risk factors for repeated child maltreat­ ment in Iceland, an ecological approach. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Gerður Kristný (2005). Myndin af pabba: Saga Thelmu. Reykjavík: Forlagið. Golier, J.A., Yehuda, R., Bierer, L.M., og Mitropoulou,V. (2003). The relation- ship of borderline personality disorder to posttraumatic stress disorder and traumatic events. The American Journal of Psychiatry, 160(11), 2018–2024. Guðrún Jónsdóttir (1993). Surviving incest: Icelandic and British incest survi­ vors´ experiences of incestuous abuse. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Gutierrez, P.M., Thakker, R.R., og Kuczen, C. (2000). Exploration of the relation- ship between physical and/or sexual abuse, attitudes about life and death, and suicidal ideation in young women. Death Studies, 24,(8), 675–688. Halldór Laxness (1931). Salka Valka (4. útgáfa, bls.166). Reykjavík: Víkingsprent. Heche, A. (2001). Call me crazy. New York: Washington Square Press. Hetzel, M.D., og McCanne, T.R. (2005). The role of peritraumatic dissocia- tion, child physical abuse and child sexual abuse in the development of posttraumatic stress disorder and adult victimization. Child Abuse and
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.