Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 33
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 29 hjúkrunarfræðingurinn gjafsókn og slíkt er alls ekki sjálfsagt að sögn Ernu. Í öllu falli hefði hjúkrunarfræðingurinn getað fengið ráðgjöf, sér að kostnaðarlausu, og mat á hvort dómstólaleiðin væri fær. „Ég hef nýlega skoðað svipað mál þar sem hjúkrunarfræðingur fékk verk í hné þegar hann var að aðstoða sjúkling,“ segir Erna. Það mál reyndist ekki vera vinnuslys heldur var álitið að viðkomandi væri með sjúkdóm í hné sem ágerðist vegna álags. „Lög og reglur á Íslandi leggja mikla ábyrgð á starfsmanninn að meta aðstæður og sýna fyrirhyggju,“ segir Erna. Að hennar sögn er nú verið að breyta reglunum í Danmörku þannig að ef eitthvað gerist í vinnunni er það alltaf vinnuslys. Á Íslandi getur verið erfitt að fá bætur en það er einnig erfitt að gefa almennar leiðbeiningar um hvenær er um vinnuslys að ræða. Erna segir að dómstólar meti hvert tilfelli fyrir sig. Í þessu tilfelli taldi dómstóllinn að hjúkrunarfræðingurinn hefði nægilega reynslu og þekkingu til þess að meta aðstæður á deildinni. Í dómnum segir að það „verður ekki annað ráðið en að stefnandi hafi metið það svo í umrætt sinn að hún hafi verið fullfær um að aðstoða sjúklinginn án nokkurrar aðstoðar.“ Hvaða ályktanir geta þá hjúkrunarfræðingar dregið af þessum dómi? Cecilie Björgvinsdóttir segir að þessi dómur sýni glögglega ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér í sínu vinnuumhverfi. Hann geri þá kröfu að einstaklingurinn nýti sér þau hjálpartæki sem eru tiltæk sem og aðstoð vinnufélaganna. Hjúkrunarfræðingar megi ekki „redda málunum“ heldur þurfi að gefa sér tíma til þess að kalla til aðstoð og sækja hjálpartæki. „Við gerum þá kröfu að fá greitt fyrir þekkingu og færni í launaumslagið okkar, það virkar í báðar áttir og gerir því líka kröfur á okkur á móti, það er að við þekkjum okkar takmörk,“ segir Cecilie. Ljóst er að hjúkrunarfræðingar þurfa að sýna fyrirhyggju og sækja sér aðstoð við slíkar aðstæður sem hér er lýst. Slysin gerast á augabragði en afleiðingarnar geta orðið langvinnar. Vinnuveitendur bera almenna ábyrgð á vinnuumhverfinu en erfitt getur reynst að sýna fram á ábyrgð þeirra í einstökum tilvikum. Þitt eigið kaffihús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.