Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Page 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Page 23
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 19 Geislavarnir ríkisins eru alhliða þjónustu- og rannsóknastofnun á sviði geislavarna. Þar eru veittar upplýsingar um allt sem lýtur að vörn gegn hættulegum geislum. Lokaorð Í þessari grein hefur verið drepið á það helsta sem huga þarf að í vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga. Vinnueftirlit ríkisins er fjölþætt stofnun þar sem, auk vinnu- staðaeftirlits, eru stundaðar rannsóknir og víðtæk fræðsla. Ef spurningar vakna hjá starfsmönnum, hvar sem er á landinu, er alltaf hægurinn hjá að leita svara hjá starfsmönnum Vinnueftirlitsins sem beina spurningunum í réttan farveg ef þeir vita ekki svarið sjálfir. Þakkir Greinarhöfundur þakkar Ásu Atladóttur, verkefnastjóra á sóttvarnasviði land- læknisembættisins, og samstarfsfólki sínu hjá Vinnueftirlitinu góðar og gagnlegar ábendingar við ritun þessarar greinar. Heimildir: Bambra, C.L., Whitehead, M.M., Sowden, A.J., Akers J., og Petticrew M.P. (2008). Shifting schedules. The health effects of reorganizing shift work. American Journal of Preventive Medicine, 34 (5), 427–434. Fransman, W., Roeleveld, N., Peelen, S., de Kort, W., Kromhout, H., og Heederik, D. (2007). Nurses with dermal exposure to antineoplastic drugs. Reproductive outcomes. Epidemiology, 18 (1), 112–119. Rafnsdottir, G. L., Gunnarsdottir, H. K., og Tomasson, K. (2004). Work organization, well- being and health in geriatric care. Work 22, 49–55. Sveinsdottir, H., og Gunnarsdottir, H. K. (2008). Predictors of self-assessed physical and mental health of Icelandic nurses: Results from a national survey. International Journal of Nursing studies, 45, 1479–1489. Gunnarsdottir, H. K., Sveinsdottir, H., Bernburg, J. G., Fridriksdottir, H., og Tomasson, K. (2006). Lifestyle, harassment at work and self- assessed health of female flight attendants, nurses and teachers. Work, 27, 165–172. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Kristinn Tómasson, og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir (2004). Vinnuálag og líðan mismunandi starfshópa kvenna í öldrunarþjónustu. Læknablaðið, 90, 217–222. Mörg samtök sjúklinga halda úti vefsíðum til að kynna starfsemi sína og eru Samtök sykursjúkra ein þeirra. Á vef þeirra, diabetes.is, má finna mikið af fræðsluefni og upplýsingum um sykursýki og um félagsstarf sykursjúkra. Vefsíðunni er ætlað að vera til fróðleiks fyrir félagsmenn og almenning og sem samskiptatæki fyrir félagsmenn. Mikið er um fróðleiksmola og fræðslugreinar og fréttasíðan er virk. Á vefinn eru einnig settar frásagnir frá fundum og samkomum ásamt glærum frá fyrirlestrum og ljósmyndum frá göngum og öðrum samkomum. Sigríður Jóhannsdóttir, formaður samtakanna og ritstjóri vefsins, segir að samtökin vilja nota vefinn meira sem samskiptatæki félagsmanna. Nóg sé af upplýsingum um sykursýki annars staðar. Á diabetes.is mætti vera meira af reynslusögum og efni frá sjónarhóli sykursjúkra. Athyglisvert er að á vefsíðunni er að finna betri upplýsingar um göngudeild sykursjúkra á Landspítala en á vef sjúkrahússins. Samtök sykursjúkra voru stofnuð 25. nóvember 1971. Allir þeir sem eru sykursjúkir, aðstandendur og áhugafólk um sykursýki geta orðið félagar en þeir eru nú um 1.150. Tilgangur samtakanna er að halda uppi fræðslu um sykursýki, vinna að því að komið verði á fót sérhæfðri lækningastöð fyrir sykursjúka og bæta félagslega aðstöðu sykursjúkra. www.diabetes.is Áhugaverðar vefsíður

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.