Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 55
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 51 Ritrýnd fræðigrein (Cretikos og fleiri, 2007; Goldhill o.fl., 1999; Hillman o.fl. 2002). Þá hefur verið greint frá því að algengustu vandamál og einkenni alvarlega og bráðveikra sjúklinga eru tengd öndunarfærum. Þrátt fyrir að sjúklingar sýni einkenni eða merki um versnandi ástand eru viðbrögð við slíkum fyrirboðum í sumum tilfellum ófullnægjandi eða veitt of seint (Nurmi o.fl., 2005). Víða hafa verið sett á laggirnar sérskipulögð gjörgæslu- og/eða neyðarteymi sem hafa það meginhlutverk að aðstoða legudeildir í mati og meðferð sjúklinga. Rannsókninni, sem hér verður greint frá, er ætlað að varpa skýrara ljósi á aðdraganda óvæntra innlagna á gjörgæsludeildir Landspítala með áherslu á framlag hjúkrunarfræðinga. Jafnframt er rannsókninni ætlað að auka skilning á mikilvægi vöktunar hjá sjúklingum. Erlendar rannsóknir benda til að með vandaðri vöktun sjúklinga megi fækka óvæntum innlögnum á gjörgæsludeild og um leið tryggja að alvarlega veikir og bráðveikir sjúklingar fái viðeigandi meðferð fyrr en ella hefði orðið. Tilgangur rannsóknarinnar var að: 1. skoða ástand sjúklinga út frá lífeðlisfræðilegum þáttum fyrir óvænta innlögn á gjörgæsludeild; 2. skoða vöktun sjúklinga fyrir óvænta innlögn á gjörgæsludeild; 3. skoða hvað er gert fyrir sjúklinga fyrir óvænta innlögn á gjörgæsludeild. Óvænt innlögn á gjörgæsludeild var skilgreind sem innlögn sem telst tilkomin vegna alvarlegra eða bráðra veikinda og fór ekki í gegnum skurðstofu. BAKGRUNNUR RANNSÓKNAR Algeng forboðaeinkenni alvarlegra veikinda eru tengd öndunarfærum og hjarta- og æðakerfi (Cretikos o.fl. 2007). Dæmi eru um að heilbrigðisstarfsfólk hafi greint frá forboðaeinkennum allt að sex klukkustundum áður en sjúklingar fara í hjartastopp (Franklin og Mathew, 1994). Nurmi og félagar (2005) telja að rúmlega helmingur sjúklinga, sem fara í hjartastopp (54%), sýni frávik frá eðlilegum lífsmarkagildum að meðaltali tæpum fjórum klukkustundum fyrir hjartastoppið. Því er hugsanlegt að hægt sé að grípa fyrr inn í bráð veikindi, hefja skjóta meðferð á legudeildum og þannig ef til vill fyrirbyggja óvæntar innlagnir á gjörgæsludeild og skyndidauða (Bellomo o.fl., 2003; Buist o.fl., 2002; McQuillan o.fl., 1998). Greint hefur verið frá því að vöktun og meðferð sjúklinga sé í sumum tilfellum ábótavant fyrir innlögn á gjörgæsludeild (McQuillan o.fl., 1998; Nurmi o.fl., 2005). Vandamál tengd öndunarfærum eru vel þekkt sem fyrirboði hjartastopps og óvæntra innlagna á gjörgæsludeild (Considine, 2005; Wheeldon, 2005). Fram hefur komið að öndunartíðni er það lífsmark sem heilbrigðisstarfsfólk vanrækir hvað mest að fylgjast með og skrá. Þá hefur komið fram að hjúkrunarfræðingar skrái öndunartíðni sjúklinga einungis hjá helmingi sjúklinga á legudeildum (Hogan, 2006). Í rannsókn Hogan (2006) var greint frá þremur þáttum sem komu í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar fylgdust með öndunartíðni sjúklinga: tímaskorti, skorti á þekkingu og skorti á tækjum. Bent hefur verið á að aukin fræðsla og umræða meðal heilbrigðisstarfsmanna, sem og það að setja á fót svokölluð gjörgæsluteymi, geti verið til þess fallið að bæta og efla vöktun með alvarlega veikum sjúklingum (McQuillan o.fl., 1998). Mælitæki, sem tekur á einföldum lífeðlisfræðilegum breytum, getur reynst gagnlegt til þess að greina bráðveika sjúklinga sem hætt er við að versni (Bell o.fl., 2006; Cretikos o.fl., 2007; Goldhill, 2004; Green og Williams, 2006). Modified Early Warning Score (MEWS), sem kalla má á íslensku stigun bráðveikra sjúklinga (SBS), er eitt slíkt mælitæki sem mikið hefur verið notað og er reynslan af því talin góð (Kirk, 2006; Kisiel og Perkins, 2006; Morgan o.fl., 1997; Subbe og fleiri, 2003). Fram kemur í rannsókn McBride og félaga (2005) að vöktun á öndunartíðni jókst úr tæplega 30% í um það bil 90% ári seinna eftir að þeir innleiddu nýtt skráningar- og vöktunarkerfi sem fól í sér stigun bráðveikra sjúklinga. SBS er mælitæki með lífeðlisfræðilegum breytum sem í daglegu tali er talað um sem lífsmörk, það er: hjartsláttartíðni, blóðþrýstingur, öndunartíðni, líkamshiti og meðvitundarástand. Auk þess er þvagútskilnaður mældur. Þessum þáttum eru gefin stig frá núll upp í þrjá, allt eftir því hve mikil frávik eru á lífeðlisfræðilegum gildum sjúklingsins. Með mælitækinu er því hægt að reikna heildarstig og það hjálpar til við að ákvarða hve alvarlegt ástand sjúklingsins er (Morgan o.fl., 1997). Með mælitækinu er mest hægt að fá samtals 17 stig en gjarnan er miðað við 3–5 SBS-stig sem ábendingu þess að óska eftir aðstoð við mat á sjúklingi (Subbe o.fl., 2003; Subbe o.fl., 2001). Í rannsókn Goldhill (2004) kom fram að eftir því sem stigum fjölgaði var meira um inngrip og meðferð heilbrigðisstarfsmanna. Eins er dánartíðni sjúklinga hærri eftir því sem sjúklingar hafa fleiri óeðlileg lífeðlisfræðileg gildi á mælitækinu (Goldhill, 2004; Goldhill o.fl., 2005; Kenward o.fl., 2004). Í rannsókn Goldhill og félaga (2004) var dánartíðnin rúmlega 21% hjá sjúklingum sem höfðu þrjú eða fleiri stig á SBS-mælitækinu. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt fylgni á milli fleiri stiga og verra heilsufar sjúklinga óháð sjúkdómi (Quarterman o.fl., 2005). SBS-mælitækið er hannað til þess að vera auðvelt í notkun og með aðstoð mælitækisins geta heilbrigðisstarfsmenn lýst ástandi sjúklingins nánast óháð reynslu og þekkingu (Odell o.fl., 2002). Þar sem rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar sýna oft forboðaeinkenni nokkru áður en í óefni er komið, er SBS- mælitækið og kerfisbundin notkun þess kærkomið hjálpartæki í klínísku starfi. Á undanförnum árum hefur orðið mikil breyting á starfsemi heilbrigðisstofnana á Vesturlöndum. Kemur það meðal annars til vegna aukinnar tæknivæðingar í meðferð sjúklinga og hækkandi meðalaldurs. Þetta hefur leitt til þess að sjúklingar eru sífellt eldri og veikari. Þessu tengjast færri legudagar en það gerir meiri kröfur til heilbrigðisstarfsmanna (Wood og Ely, 2003). Nú á dögum eru alvarlega veikir sjúklingar með margþætt og flókin heilsufarsvandamál oft og tíðum meðhöndlaðir á almennum legudeildum þar sem sjúklingar með sambærileg heilsufarsvandamál voru fyrir nokkrum árum meðhöndlaðir á gjörgæsludeildum. Til þess að mæta breytingum í heilbrigðisþjónustunni hafa heilbrigðisstofnanir víða sett á laggirnar sérskipulögð gjörgæsluteymi sem hafa það meginhlutverk að aðstoða legudeildir í eftirliti, mati og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.