Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 20
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200916
geti haft áhrif á frjósemi og meðgöngu
hjá konum og að svæfingarlyf og
glaðloftsmengun geti haft neikvæð áhrif
á heilsu starfsmanna. Þótt ekki liggi fyrir
sannanir á þessu sviði ber að sjá til þess
að lyf og efni, sem eru notuð til svæfingar
og deyfingar, séu innan leyfilegra marka
í vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsmanna.
Ofnæmi, til dæmis fyrir fúkkalyfjum, er
þekkt meðal hjúkrunarfræðinga.
Ýmis sótthreinsiefni, eins og etýlenoxíð,
formaldehýð, glúteraldehýð og klórhexi dín,
eru notuð á heilbrigðisstofnunum. Þau geta
valdið ýmiss konar heilsutjóni, svo sem
krabbameini, fósturskemmdum, eitrunum.
skinnþrota, ofnæmi og astma, meðal
hjúkrunarfæðinga. Hjúkrunarfræðingar, og
allir aðrir starfsmenn sem vinna með eða
meðhöndla varasöm efni, eiga rétt á að fá
í hendur Öryggisblöð með upplýsingum
sem þarf að lesa vel áður en vinna
með efnin hefst. Mjög góðar leiðbeiningar
um meðferð sótthreinsiefna er að finna
bæði á vef landlæknisembættisins og
Landspítalans.
Vitað er um hjúkrunarfræðinga hérlendis
sem telja sig hafa orðið fyrir varanlegu
heilsutjóni vegna vinnu með hreinsiefni.
Einn hjúkrunarfræðingur hefur fengið
viðurkenndar bætur í Hæstarétti vegna
þessa. Hjúkrunarfræðingar ættu að gæta
varúðar í meðferð allra kemískra efna og
bregðast ekki þeirri skyldu sinni, bæði
gagnvart sjálfum sér og öðrum, að fara
eftir settum vinnureglum við meðhöndlun
þeirra.
Vinnuslys
Nálarstungur eru algengar hjá hjúkrunar-
fólki. Áður hefur verið minnst á hættu á
lifrarbólgu- og HIV-smiti ef fólk stingur sig á
blóðugum nálum eða öðrum oddhvössum
hlutum en hætta á blóðeitrun og öðrum
sýkingum er líka fyrir hendi.
Mikilvægt er að temja sér skynsamlegar
vinnuaðferðir þegar nálar eru notaðar.
Aldrei skal stinga notuðum nálum aftur í
hulstrið heldur setja þær í tilheyrandi ílát
sem er fargað á viðeigandi hátt.
Önnur vinnuslys geta einnig orðið, svo
sem fallslys, tognanir og bakmeiðsl.
Öll slys, sem valda fjarvistum frá vinnu
Lestu alltaf leiðbeiningar
með efnum sem þú notar
– og ferðu eftir þeim?
lengur en einn dag, auk slysadagsins,
ber að tilkynna til Vinnueftirlitsins.
Líkamlegt álag
Bakverkir og bakmeiðsl eru algeng meðal
vinnandi fólks og störf hjúkrunarfólks bjóða
hættunni heim. Umönnun sjúklinga reynir
á bakið en ekki síður tilfærsla á rúmum og
öðrum þungum hlutum. Að kunna góða
líkamsbeitingu er mikilvægt til að koma
í veg fyrir meiðsl og verki og ekki ber að
vannýta tækifæri til að nota þau hjálpartæki
sem bjóðast eða afla þeirra að öðrum
kosti. Hjúkrunarfræðingum ber að sjá til
þess að þeir sem starfa undir þeirra stjórn
kunni réttar aðferðir og noti öll hjálpartæki
sem til eru. Reglur um að handleika byrðar
má sækja á vef Vinnueftirlitsins.
Ágústa Guðmarsdóttir og Þórunn Sveins-
dóttir sjúkraþjálfarar skrifuðu bókina
Vinnutækni við umönnun sem gefin var út á
vegum Borgarspítalans og Vinnueftirlitsins
(1995). Enn fremur má benda á nýlegan
bækling, Líkamlegt álag við vinnu;
Vinnustellingar, þungar byrðar og einhæfar
hreyfingar, auk margra annarra bæklinga
sem hægt er að sækja á vef Vinnueftirlitsins
notendum að kostnaðarlausu.
Rannsóknir hérlendis hafa sýnt að
bakverkir eru afar algengir meðal fólks
yfirleitt og hefur það meðal annars komið
fram í rannsóknum sem gerðar hafa verið
hjá Vinnueftirlitinu og fleirum. Rannsókn á
vinnuálagi og líðan mismunandi starfshópa
kvenna í öldrunarþjónustu sýndi það sem
búast mátti við, að vinnuálagið var meira
hjá sjúkraliðum en hjúkrunarfræðingum.
Einelti og annað ofbeldi
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar,
sem gerð var á heilsufari, líðan og vinnu-
umhverfi hjúkrunarfræðinga á Íslandi,
höfðu um 18% þeirra orðið fyrir kyn-
ferðislegri áreitni í vinnunni, 7% höfðu
orðið fyrir einelti og um 3% fyrir líkamlegu
ofbeldi. Kynferðisleg áreitni virtist hafa
haft minni áhrif á líðan hjúkrunarfræðinga
en einelti, líkamlegt ofbeldi eða hótanir
og ber þeim niðurstöðum saman við
það sem sést hefur erlendis. Af þeim
sem höfðu orðið fyrir áreitni sögðu 6%
að kynferðisleg áreitni hefði haft áhrif á
heilsufar þeirra en 43% þolenda eineltis,
líkamlegs ofbeldis eða hótana töldu að
það hefði haft áhrif á heilsufarið.
Vinnuverndarlögin kveða skýrt á um
það að einelti eða önnur ótilhlýðileg
hegðun á vinnustað eigi ekki að líðast
og ber atvinnurekanda skylda til að sjá
til þess að slíkt viðgangist ekki. Sérstök
reglugerð hefur verið staðfest um þetta
efni. Vinnueftirlitið hefur einnig gefið út
bækling um forvarnir gegn og viðbrögð
við einelti og kynferðislegri áreitni á
vinnustöðum.
Streita og lífshættir
Árið 2000 var gerð könnun á vinnuálagi og
starfsánægju íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Skýrsla um niðurstöður könnunarinnar var
gefin út á vegum Rannsóknarstofnunar í
hjúkrunarfræði. Þar kom fram að of mikil
vinna olli þátttakendum mestri streitu en
tæp 40% sögðu að mikil vinna ylli sér
oft eða alltaf streitu í vinnu. Það sem olli
þátttakendum næstmestri streitu voru
ónóg tjáskipti og ráðgjöf.
Í rannsókn á líðan og heilsu starfsfólks
í öldrunarþjónustu kom í ljós marktæk
fylgni á milli lengd vinnutíma og streitu í
starfi. Slæmt vinnuskipulag virtist tengjast
þreytu, depurð og svefntruflunum. Ýmis
atriði bæði innan vinnustaðarins og utan
virðast enn fremur vera forspárþættir
(e. predictors) um líkamlega og andlega
líðan hjúkrunarfræðinga en lífshættir
hjúkrunarfræðinga virðast nokkuð
frábrugðnir lífsháttum flugfreyja því að í ljós
kom að hjúkrunarfræðingar eru að meðaltali
um 10 kílóum þyngri en flugfreyjur.
Fólk þarfnast hæfilegs álags til að því
líði vel. Álagið má hvorki vera of lítið
né of mikið. Hæfileg streita getur verið
góð. Það er umhugsunarefni hvaða
áhrif stjórnunarmynstrið og siðvenjurnar
innan heilbrigðisstofnana, hafa á vellíðan
hjúkrunar fræðinga og annars starfsfólks.
Vinnueftirlitið hefur gefið út bæklinga
um vinnuskipulag og vellíðan í vinnunni.
Bæklingurinn Vellíðan í vinnunni er á vef